Dvergfroskur_vill ekki nærast

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by Bryndís »

Er með nýtt búr, vikugamalt, með tveimur mollíum (par), einum karl-sverðdragara, fjórum neontetru og einum dvergfroski. Gengur vel með fiskana, þeir eru sprækir og skemmtilegir en við sjáum froskinn lítið nærast. Fyrstu dagana var hann duglegur að hreyfa sig um búrið en núna hefur hann ekkert sést í tvo daga. Við sjáum samt að hann er á lífi og hreyfist á felustaðnum sínum. Er svo hrædd um að hann sé að svelta sig.
Við erum með flögur sem við gefum og var ekkert ráðlagt með annan mat fyrir hann í búðinni. Ég er búin að vera að lesa mér til og sé að þeir þurfa fjölbreytt fæði. Eru einhver ráð hvað við gætum gefið honum annað þar til ég kemst í dýraverlsun?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by ulli »



Var ykkur ekki ráðlagt að kaupa Blóð orma handa þeim.?
Hvar voru þeir keyptir?
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by Bryndís »

Nei okkur var ekki ráðlagt það. Kannski bara gleymst.... Við vorum að kaupa nokkrar tegundir af fiskum og spurðum mikið. Keyptum fiskana og froskinn í Dýraríkinu. Fengum fína þjónustu og þeir gáfu sér góðan tíma í að aðstoða okkur. Las einmitt um blóðormana, að það væri gott að gefa þá með öðru. Sá líka á erlendu spjalli að sumir gæfu þeim grænmeti í bland við annað. Einhver reynsla af því?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by keli »

Líklega sterkur leikur að reyna frosna blóðorma (ekki þurrkaða) til að koma honum í gang. Stundum eru svona kvikindi svolítið lengi í gang. Passaðu líka að gefa ekki of mikið, búrið er ungt og því auðvelt að lenda í vandræðum með vatnsgæði svona í byrjun.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by Bryndís »

Takk fyrir þetta. Fer á morgun og næ mér í orma .-)

Hef líka lesið að þeir þurfi felustaði, við erum með stóra hauskúpu sem hann hangir inn í. Kannski of góður felustaður fyrir hann :-)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by ulli »

Enda seldi ég ykkur þessa froska..
Ég yfirleitt mæli með Frosnum blóðormum fyrir flest öll froskdýr tld salamöndrur.
Þessir Dverg froskar elska Blóðorma og er það meigin fæða þeirra hjá okkur.
Bryndís
Posts: 31
Joined: 26 Dec 2012, 15:55

Re: Dvergfroskur_vill ekki nærast

Post by Bryndís »

Froskurinn alsæll eftir að hafa fengið blóðormana, höfum aldrei séð hann svona mikið á ferðinni. Hann var reyndar smá tíma að þora í matinn og mjög varkár en við sáum hann borða og nú er hann allur hressari :-)
Post Reply