Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
marinop
Posts: 11
Joined: 28 Oct 2011, 22:30

Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by marinop »

Sælir fiskaspjallverjar.

Ég á mjög iðnar ancistrur sem ég fékk hjá Sibba hérna á spjallinu og hafa þær haldið búrinu eiginlega allt of hreinu og íbúar fiskabúrsins liðið fyrir það með sjaldséðum vatnsskiptum, mosinn farinn að vaxa villt o.þ.h (búrið virðist samt alltaf vera hreint og fínt ;)).

Nú ætla ég aðeins að hysja upp um mig brækurnar og tók búrið í gegn. Áður en ég ætla að festa mosann á eitthvað skemmtilegt þá sá ég að það er einhver fjárinn í honum. Ég renndi í gegnum þörunga-sjálfshjálparpóstinn hér fyrir ofan og langaði til að bera undir ykkur sérfræðingana þennan þörung sem er að hrjá mig:

Image

Image

Er þetta hárþörungur sem er að grassera í mosanum mínum ? Og þarf ég þá ekki að taka svona SAE fiska í rekstarleigu einhverstaðar? :)

Með von um skjót svör.

Marinó
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by Sibbi »

marinop wrote:Sælir fiskaspjallverjar.

Ég á mjög iðnar ancistrur sem ég fékk hjá Sibba hérna á spjallinu og hafa þær haldið búrinu eiginlega allt of hreinu og íbúar fiskabúrsins liðið fyrir það með sjaldséðum vatnsskiptum, mosinn farinn að vaxa villt o.þ.h (búrið virðist samt alltaf vera hreint og fínt ;)).

Nú ætla ég aðeins að hysja upp um mig brækurnar og tók búrið í gegn. Áður en ég ætla að festa mosann á eitthvað skemmtilegt þá sá ég að það er einhver fjárinn í honum. Ég renndi í gegnum þörunga-sjálfshjálparpóstinn hér fyrir ofan og langaði til að bera undir ykkur sérfræðingana þennan þörung sem er að hrjá mig:


Er þetta hárþörungur sem er að grassera í mosanum mínum ? Og þarf ég þá ekki að taka svona SAE fiska í rekstarleigu einhverstaðar? :)

Með von um skjót svör.

Marinó

Hæ hæ.
Þetta eru sniglar, einhverjir Trompetsniglar.
Ég á SAE handa þér, en þeir bara gera ekkert gagn gegn þessu, svo ég viti til, frekar að þú fengir þér Assasin snigla:::
Image
En þú yrðir að hreinsa alla stærri sniglana úr sjálfur, annars þarftu svoddan helling af þessum sniglum, ég á þessa Assasin snigla líka til.

Mitt ráð til þín er samt,,,,, hentu öllu draslinu nema fiskum, hentu mölinni og gróðrinum, og þvoðu aulahluti vel,svo sem dælu og skraut, mér hefur alltaf fundist það vera öruggastu aðferðina,,,, og fljótlegustu.

En svo er annað,,, ég til dæmis er ekkert á móti þessum sniglum, þeir gera fínt gagn, éta matarleyfar og halda mölini hreinni, en það náttúrulega er verra ef þeir fjölga sér svo mikið að ekkisjáist inn í búrið, ef þú heldur búrinu góðu, eru þeir bara ofaní og á mölinni, afar sjaldan á gleri.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
marinop
Posts: 11
Joined: 28 Oct 2011, 22:30

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by marinop »

Já, sniglanir voru svo eiginlega næsta "pest". Nú var ég eiginlega að meina þessir smáu blágrænu þræðir sem eru á mosanum (sést best á neðri myndinni), er það nokkuð partur af mosanum?

Þessir litlu sniglar sem bárust í búrið mitt eftir einhverjum leiðum eru hálf merkilegir. Það fer lítið fyrir þeim en þegar ég tek mig til annars lagið og tíni þá stærstu úr, þá er ég kannski að ná 50+ stykkjum! En þeir halda sig aðallega á eða ofaní mölinni svo ég hugsa að ég hreinlega nenni ekki að fara í einhverja herferð gegn þeim ;)

mbk
Marinó
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by Sibbi »

Já ok, sé það núna, er þetta ekkert á gleri hjá þér, og jafnvel svífandi í vatninu?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
marinop
Posts: 11
Joined: 28 Oct 2011, 22:30

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by marinop »

Glerið alveg hreint (þökk sé ancistrunum) og vatnið tært, þetta virðist bara vera á mosanum sjálfum
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by Sibbi »

marinop wrote:Glerið alveg hreint (þökk sé ancistrunum) og vatnið tært, þetta virðist bara vera á mosanum sjálfum

Hefur þú verið að fá fiska, gróður eða eitthvað frá einhverjum sem er með sjávarbúr?
og annað:
er þetta eitthvað í dúr við það sem er á þessari síðu?
http://www.plantedtank.net/forums/showt ... p?t=135026
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
marinop
Posts: 11
Joined: 28 Oct 2011, 22:30

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by marinop »

Sibbi wrote: er þetta eitthvað í dúr við það sem er á þessari síðu?
http://www.plantedtank.net/forums/showt ... p?t=135026
Mér finnst staghorn þörungurinn vera dekkri og aðeins öðruvísi í vextinum. Það líkasta sem ég hef séð er neðri myndin af hárþörungi af þörungasíðunni sem vísað er í hér að ofan:

Image

Og þörungurinn virðist vaxa svona í straumi og það getur passað við umhverfið hjá mér. Eftir því sem ég hef lesið í kvöld virðist málið vera að nálgast SAE og hugsa vel um vatnið (endurnýja) ?

kveðja
Marinó
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by Sibbi »

Ok, ég þekki þetta ekki.
Einhver af snillingunum hér á Fiskaspjallinu hlýtur að reka augun í þetta og kommenta.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by prien »

Þetta er að mér sýnist Silk Algae.
Þú getur lesið um hann á þessari síðu.
Skrollaðu dálítið niður síðuna og er það fyrsti þörungurinn sem talað er um.

http://www.aquariumalgae.blogspot.com/
500l - 720l.
marinop
Posts: 11
Joined: 28 Oct 2011, 22:30

Re: Hárþörungur? vantar mig SAE? [myndir]

Post by marinop »

Takk fyrir hjálpina :)

Ég ætla bæði að passa vel uppá vatnsgæðin ásamt því að ég keypti SAE hjá Sibba. Annað af þessu tvennu (eða bæði) ætti vonandi að útrýma vandamálinu.

Kveðja
Marinó
Post Reply