540 lítra sjávarbúrið mitt

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

Gæti alveg verið galli í kíttinu og skortur á herðir í því

Hvernig er kíttið sem er á milli glerjana utanverðu búrinu, er það alveg heilt eða brotnar það upp ef þú setur nöglina í það
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by ulli »

Ef kýttið er að festast á puttana á þér þá er það gallað..Það þarf ekkert að ræða það.
þú tæmir búrið bara og endur kýttar það.
þetta er nú ekki það stórt búr,ein kvöld stund í að tæma og skera það niður og önnur í að hreinsa og endurlíma og þú ert góður :)
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Ætli þetta hafi ekki verið útrunnin túba en sílikon er lengur að setjast eftir aldri og mjög gamalt þornar ekki.
Hraðþornandi myndi ég ekki nota en það hlýtur að koma niður á gæðunum og styrk.
Þurktíminn fer líka eftir þykkt en ég myndi bíða í tvær vikur með að fylla búrið af vatni til að vera viss um að það hafi náð fullum styrk.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by keli »

Ég hugsa að þú neyðist til að rífa niður búrið og kítta það upp aftur. Getur geymt lífríkið í síldartunnu (kostar ~10þús). Ætti ekki að taka nema nokkra daga að gera þetta. En þetta hljómar illa, hver sem orsökin er.

Ég hef aldrei lagt í að nota neitt nema silirub AQ á búrin sem ég hef smíðað. Glæra útgáfan er helvíti ljót, en ég veit amk að hún virkar. Ég skoðaði kíttið í múrbúðinni á sínum tíma og leist ekki alveg nógu vel á það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

Ég hef bara notað glæra frá silirub og svo svarta frá akvastabil, veit allavegana að það virkar vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

þá er það staðfest ég tæmdi búrið í kvöld og kom þá í ljós að sumstaðar gat ég beinlínis burstað kíttið af það er eins og að ein eða fleirri kíttis túpur hafi verið gallaðar þannig mæli með að menn taki eingöngu kítti sem er framleitt sérstaklega fyrir fiskabúr !!. en maður lærir af þessu ég ætla ekki að selja búrið ég kem aftur með það í V 2.0 þar sem þetta var fyrsta búrið sem ég hef smíðað þá eru nokkur smáatriði sem ég ætla að kippa í lagin í leiðinni annars mjög einfalt í umgengni. nú læt ég mér nægja 54l búr þar sem ég er með nokkra kóralla og 3 litla fiska smá stökk vantar bara 0 fyrir aftan :).

þanga til næst.
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Alí.Kórall »

Læk á v 2.0. Gangi þér vel með þetta. Algjör bömmer að heyra af þessum óförum.
mbkv,
Brynjólfur
Þórður S.
Posts: 91
Joined: 16 Nov 2011, 13:16

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Þórður S. »

S.A.S. wrote:þá er það staðfest ég tæmdi búrið í kvöld og kom þá í ljós að sumstaðar gat ég beinlínis burstað kíttið af það er eins og að ein eða fleirri kíttis túpur hafi verið gallaðar þannig mæli með að menn taki eingöngu kítti sem er framleitt sérstaklega fyrir fiskabúr !!. en maður lærir af þessu ég ætla ekki að selja búrið ég kem aftur með það í V 2.0 þar sem þetta var fyrsta búrið sem ég hef smíðað þá eru nokkur smáatriði sem ég ætla að kippa í lagin í leiðinni annars mjög einfalt í umgengni. nú læt ég mér nægja 54l búr þar sem ég er með nokkra kóralla og 3 litla fiska smá stökk vantar bara 0 fyrir aftan :).

þanga til næst.
Þetta kítti úr múrbúðinni er ekki silicone heldur límkítti .
Lenti í þessu líka með ferskvatnsbúr að kíttið var farið að bólgna upp og losna , kaupið eingöngu silicone sem sérstaklega ætlað fyrir fiskabúr.

ps. látið ekki sölumennina bulla í ykkur með að nota eitthvað annað eins og reynt var við mig í byko.
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

þetta kítti sem ég keypti í múrbúðinni var samt sílicon þekki munin á því og límkítti en sammála þér með að nota eingöngu kítti sem er ætlað í fiskabúr
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Alí.Kórall »

Óskum þér bara góðs gengis og bíðum spenntir eftir að sjá þráðinn með síðari útgáfunni.
mbkv,
Brynjólfur
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

Þórður S. wrote:
S.A.S. wrote:þá er það staðfest ég tæmdi búrið í kvöld og kom þá í ljós að sumstaðar gat ég beinlínis burstað kíttið af það er eins og að ein eða fleirri kíttis túpur hafi verið gallaðar þannig mæli með að menn taki eingöngu kítti sem er framleitt sérstaklega fyrir fiskabúr !!. en maður lærir af þessu ég ætla ekki að selja búrið ég kem aftur með það í V 2.0 þar sem þetta var fyrsta búrið sem ég hef smíðað þá eru nokkur smáatriði sem ég ætla að kippa í lagin í leiðinni annars mjög einfalt í umgengni. nú læt ég mér nægja 54l búr þar sem ég er með nokkra kóralla og 3 litla fiska smá stökk vantar bara 0 fyrir aftan :).

þanga til næst.
Þetta kítti úr múrbúðinni er ekki silicone heldur límkítti .
Lenti í þessu líka með ferskvatnsbúr að kíttið var farið að bólgna upp og losna , kaupið eingöngu silicone sem sérstaklega ætlað fyrir fiskabúr.

ps. látið ekki sölumennina bulla í ykkur með að nota eitthvað annað eins og reynt var við mig í byko.
(Bostik super fix) sorry ég verð að éta þetta þversum ofan í mig þetta er víst ekki silicone eins og þú bendir réttilega á þetta er hybrid og flokkast sem límkítti mæli ekki með þessu í fiska búr og alls ekki í saltvatnsbúr !!
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Fúlt að sjá menn lenda í svona rugli og fara svo í smábúr fyrir vikið.

Fiskabúrakítti er með sýru sem bindur það við glerið.
Límfletina þarf að þrífa með efnum til að tryggja hámarksviðloðun.
Fitu af fingrum og þessháttar þarf að ná af.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by keli »

Tekur örfáa daga að kítta búrið upp og fylla það aftur.. Ég sé að það er langt síðan þú reifst það niður, en endilega drífa í að setja það saman aftur, annars frestarðu þessu endalaust :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

ég veit keli þetta var bara of mikið :) . Ég er búinn að hreinsa það að innan ég leyfi búrinu að hanga saman þetta heldur glerinu vel saman en kítta það upp á nýtt að innan ég stefni á það að koma því aftur í gagnið í sumar missti smá áhuga eftir allt vesenið en hann er aðeins að koma aftur þarf sammt að henda örugglega rúmum 100.000kr í það ef þetta á að byrja vel :(
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

Nú er ég búinn að útfæra breytinguna á búrinu ég ætla að fá mér ljósa samstæðu sem leysir nokkur vandamál bæði hvað varðar aðgengi ofaní búrið og útlit.
Ég kem til með að smíða nýjan topp á það sem er opinn og lægri en gamli mér fannst toppurinn alltaf vera of hár á búrinu en gat lítið gert í því þar sem ljósin voru inn í lokinu, en svona mun þetta líta út einhvern daginn :)
Attachments
búrið3.jpg
búrið3.jpg (25.87 KiB) Viewed 33915 times
búrið 4.jpg
búrið 4.jpg (27.37 KiB) Viewed 33915 times
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

Hver er staðan á þessu búri?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply