Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Saro
Posts: 2
Joined: 11 Jan 2013, 10:53

Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by Saro »

Sæl. Ég hef átt bardagafisk áður en aldrei dottið í hug að rækta þá, fyrr en núna. Ég hef lesið mig þó nokkuð um þessa fiska til að passa upp á að allt fari vel en það eru enn nokkur atriði sem vefjast fyrir mér.

*Til að rækta bardagafiska þarf ég indversk möndlulaufblöð en ég hef enn ekki fundið það í dýrabúðunum sem ég hef farið í. Einhver ráð eða þarf ég að panta þetta af netinu? Er hægt að nota eitthvað annað?
*Þegar og ef að ég næ þessu, er einhver markaður fyrir þessari tegund (Siamese Battle Fish) og ef svo er, get ég selt/gefið þá? Er það leyfilegt? Mætti ég gera það á þessari síðu? (Er nýgræðingur á þessari síðu :) )
*Hversu stórt búr þarf fyrir svona lagað?
*Hvar get ég fengið fiskafóðrið sem þarf fyrir seiðin? Af því sem mér skilst þurfa þeir lifandi orma eða, microworms. Er það fáanlegt á íslandi?

Þakka fyrirfram öll ráð og/eða ábendingar!

Kveðja, Saga
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by Ólafur »

Ertu að leita að þessum laufum?

http://www.ebay.com/itm/20-Catappa-Keta ... 3a544305c9

Ekkert mál að panta frá þessum. Fékk siðustu sendingu i brefi innum póstlúguna.

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Saro
Posts: 2
Joined: 11 Jan 2013, 10:53

Re: Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by Saro »

Já, var að leita að þeim. Hélt að ég gæti fengið þetta hérna heima en var að kaupa þetta á netinu. Leit út fyrir að vera einfaldara :) takk!
Þórður S.
Posts: 91
Joined: 16 Nov 2011, 13:16

Re: Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by Þórður S. »

Saro wrote:Sæl. Ég hef átt bardagafisk áður en aldrei dottið í hug að rækta þá, fyrr en núna. Ég hef lesið mig þó nokkuð um þessa fiska til að passa upp á að allt fari vel en það eru enn nokkur atriði sem vefjast fyrir mér.

*Til að rækta bardagafiska þarf ég indversk möndlulaufblöð en ég hef enn ekki fundið það í dýrabúðunum sem ég hef farið í. Einhver ráð eða þarf ég að panta þetta af netinu? Er hægt að nota eitthvað annað?
*Þegar og ef að ég næ þessu, er einhver markaður fyrir þessari tegund (Siamese Battle Fish) og ef svo er, get ég selt/gefið þá? Er það leyfilegt? Mætti ég gera það á þessari síðu? (Er nýgræðingur á þessari síðu :) )
*Hversu stórt búr þarf fyrir svona lagað?
*Hvar get ég fengið fiskafóðrið sem þarf fyrir seiðin? Af því sem mér skilst þurfa þeir lifandi orma eða, microworms. Er það fáanlegt á íslandi?

Þakka fyrirfram öll ráð og/eða ábendingar!

Kveðja, Saga
* þú þarft ekki þessi lauf en er samt talið betra að hafa þau , laufin lita vatnið og bætir fyrir fiskana , kallinn gerir loftbóluhreiður undir laufinu. Talaði við þá hjá dýralíf og sagði hann mér að ekki væri hægt að flytja þetta inn vegna einhverra reglugerða ??? gott að setja fiskavítamín í vatnið og ég hef líka notað auqa safe frá Tetra.
* Getur talað við búðirnar eða reynt að selja þetta hér eða á öðrum síðum .
* Þú þarft ekki stór búr , 15 ltr. dugar en betra er að vera með stærra 40-60 ltr.
* Þú sýður egg og gefur þeim eggjarauðu ( mylur hana í vatni og gefir með dropateljara / sprautu í lítið í senn ) , seiðin eru agnarsmá og geta t.d ekki étið ný útklakta artemíu . Það er til seiðafóður frá Sera ( dýraríkið ) sem heitir Sera micron , en eggjarauðan er mun ódýrari kostur. http://www.sera.de/uk/pages/products/in ... icron.html

gott að kíkja á youtube á http://www.youtube.com/watch?v=ZvzVPd29 ... A21C236670

* Seiðin geta borðað ný útklakta artemíu og microorma 2 vikna ekki fyrr.
Last edited by Þórður S. on 27 Jan 2013, 22:36, edited 3 times in total.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by prien »

Það er ekkert því til fyrirstöðu að selja þetta á þessari síðu.
Fylgdu bara leiðbeiningunum á linknum hér að neðan.
Ef þú vilt, þá á ég Microorma start handa þér.

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=9

Kv: prien.
500l - 720l.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Vil rækta bardagafiska - hjálp!

Post by Gudmundur »

ég hef notað plastlok eða bara eitthvað sem flýtur hreiðrið helst betur saman þannig, 10-15 cm vatn má ekki vera of djúpt svo seiðin drukkni ekki, góður hiti og lok yfir búrinu svo sama hitastig sé á loftinu fyrir ofan vatnið, seiðin geta drepist ef þau anda að sér of köldu lofti, ekkert í botninum svo karlinn geti tínt upp þau hrogn sem falla á botninn, samt nokkri felustaðir fyrir kerluna svo hún verði ekki drepinn, settu kerluna í flotbúr fyrst svo karlinn sjái hana og æsist upp í að búa til hreiðrið, karlinn vill nefnilega vera með hreiðrið tilbúið áður en kerlan er velkomin og hann getur drepið hana ef hann er of ákafur, ég notaði oftast liquiy fry hér áður fyrr eða sérstagt duft fyrir seiðin á meðan þau voru lítil, eftir hrygningu þarftu að forða kerlunni og siðan þegar seiðin fara að synda þá tekur þú karlinn uppúr, pínu lítil svamp dæla er fín til að fá smá hreyfingu á yfirborðið
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply