Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Thorarinn
Posts: 5
Joined: 20 Jan 2013, 20:30

Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Thorarinn »

Setti upp Juwel 300 búr fyrir jól með öllu nema fiskum (óumbeðnir sniglar reyndust þó í mölinni). Lét búrið malla fram á nýja árið, þegar API test kittið kom í hús. Setti þá Hjartarsalt (sem ku vera ammóníak í duftformi) í búrið og keyrði það í 0,4 ppm. Sýrustigið var 7,5, nítrít 0 og nítratið 40 ppm (grunsamlegt?).

Á þriðja degi fór ammóníakið að dala og nitrítið fór í 0,25 ppm. Reglulega þurfti að bæta í ammóníakið, þar sem það fór úr 0,4 niður í allt að 0,05 á einum sólarhring. Hélt að allt væri að gerast, nema hvað nítrítsprengjan lét ekki á sér kræla. Í síðustu viku var svo eins og allt stoppaði, ammoníakið hætti að fara niður og nitrít mældist 0. Nítrat sa 40-80 ppm (erfitt að sjá muninn).

Skv því sem maður hefur lesið á netinu á þetta að taka svolítinn tíma og t.d. nítrat ekki að myndast fyrr en nítrítið hefur rokið af stað - sem gerðist aldrei, en þó var nítrat í búrinu þegar ég byrjaði að setja ammóníak í það. Möl og gróður kom úr öðru búri (möl vel skoluð) þannig að hugsanlega var hringurinn fljótur af stað og hefur "stallað"?

Í gær prófaði ég svo að skipta út 40 l, svona til að gera eitthvað. Mældi svo sýrustig í dag og það er 6 eða minna (prófið fer ekki neðar en 6) sem mér finnst grunsamlega lágt, enda vatnið hér vel yfir 8. Ammóníak er sömuleiðis vel basískt svo varla er því um að kenna. Hvað getur valdið þessari súrnun?

Búrið er sem sagt mánaðargamalt og hefur verið matað á ammóníaki í um 2 vikur, þ.e. ég hef haldið því í sa 0,4 ppm. Hitastig tæpar 30°C og góð loftun í gangi - allt eitthvað sem á að ýta undir vöxt og viðveru baktería.

Styttist í að maður gefi skít í þetta og fái sér fiska. Hvað segja sérfræðingarnir?
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by krebmenni »

ef dælan í búrinu er ekki ný heldur notuð, og svamparnir í henni hafa aldrey náð að þorna almennilega, finnst mér lýklegt að þú hafir fengið góða bacteríuflóru með.

ef dælan er ný þá dettur mér ekkert í hug.

edit: ég er ekki sérfræðingur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by keli »

Kannski bilað nítrít testkit? Gamalt eða eitthvað svoleiðis?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Thorarinn
Posts: 5
Joined: 20 Jan 2013, 20:30

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Thorarinn »

Hóst! Jújú, notuð dæla en ég tók amatörinn á þetta og þvoði og þurrkaði allt í drasl. :-(

Vatnstestin eru glæný og "best before" 2017.

Súrnunin er annars eðlileg, samkvæmt efnafræðinni. Þó ammoníak sé basískt myndar það víst sýru við niðurbrot.

Að öðru leyti er ég engu nær. Geri ráð fyrir að þetta komi með tímanum...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Vargur »

Mér þykir líklegt að einhver flóra hafi fylgt plöntunum, mölinni, dælunum eða bara búrinu sjálfu, bakteríuflóran lifir á öllu yfirborði og það er talsvert af henni bara á blöðum á plöntum, það er sjaldnast þörf á að byrja hringrásina eins og þú gerir ef um notað búr í fullum gangi er að ræða.
Persónulega væri ég ekki feiminn við að skella fiskum í búrið, byrja bara smátt.
pH mælingin er samt skrýtin en ef þú ert með strokusett þá er svoleiðis ph mæling sjaldnast nákvæm.
Thorarinn
Posts: 5
Joined: 20 Jan 2013, 20:30

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Thorarinn »

Þetta er allt að skýrast. Hefur klárlega verið ágætis flóra og hringurinn langt kominn, þegar hann stoppaði sakir lágs sýrustigs. Þegar það fer að nálgast 6 týna bakteríurnar víst tölunni. :-(

Hjartarsalt er ammóníumbíkarbonat, sem þýðir á íslensku ammoníak og koltvísýringur. Hið síðarnefnda er búið að sýra búrið í drasl og því stoppaði allt. Hrmpf, þá veit maður það...

Vatnsskipti, smá balansering og fiskar er næst á dagskrá! Þakka aðstoðina. :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Vargur »

Ég er ánægður með þetta brölt hjá þér og gaman að sjá að þú ert að lesa þér til og spá í þetta.
Vanalega aðferðin hjá fólki er að fara í búðina og velja sér fiska og svo þegar það er komið að því að borga þá seigir það "...og svo vantar mig búr fyrir þá"
Þegar svo allt drepst eftir 6-8 vikur þá skilur fólk ekki neitt í neinu.
Thorarinn
Posts: 5
Joined: 20 Jan 2013, 20:30

Re: Fishless cycling - sérfræðingar óskast!

Post by Thorarinn »

Já, ég þóttist vera með´etta en samt sást mér yfir pH-ið. Annars er ágætt fyrir þá sem eru í svipuðum pælingum að skoða þetta: http://www.aquariumadvice.com/forums/f1 ... 48283.html

Þessi síða er líka með spjall, þar sem ég fékk frekari upplýsingar...
Post Reply