Flutningur á 130l búri

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
HakonH
Posts: 9
Joined: 06 Jan 2013, 13:21

Flutningur á 130l búri

Post by HakonH »

Jæja, ég las mig nokkuð vel til um hvernig best væri að standa að flutningi á vel þroskuðu sjávarbúri og framkvæmdi flutninginn núna um helgina. Allt tókst vel og vatnið er tært og fallegt og lífríkið sprækt að sjá. Fór á stúfana í gær til að versla hreinsirækju sem mér fannst sárvanta í búrið og var mér tjáð af starfsmanni sem er reynslubolti í þessum efnum að bíða með að bæta neitt í búrið þar sem það fer pottþétt af stað cycle eftir flutninginn.

Nú snýst allt um að átta mig á því hvort þetta gerist þrátt fyrir að hafa fylgt öllum forvörnum og hvort lífríkið mitt sé í hættu. Það fylgdi búrinu nitrat test (Tetra, litaspjald) sem ég prófaði í gær og mér sýndist það stemma við tæp 50ppm. Samkvæmt leiðbeiningum þá var ráðlagt að skipta um hluta vatns til að lækka þetta fiskanna vegna, sem ég gerði (15% ca.). Ég gerðir nitrat test á viðbótarvatninu sem ég hafði blandað um morguninn og það var um 12ppm. Er það þá lægsta nitrat magn sem ég má vænta í búrinu eða sér lífríkið til að lækka það frekar?

Þar sem ég er með anemónur og kóralla ásamt tveimur trúðum og einum litlum hreinsivrassa, þá má varla mikið útaf bregða til að ég missi þetta allt og það eina sem ég get gert nú út frá mínum skilningi á þessu öllu er að versla mér test kit fyrir ammóníum, nitrite og jafnvel dKh (alkalinity?) og vera tilbúinn að skipta út vatni ef eitthvað af þessu nálgast hættumörk, samtímis því að ég haldi sveiflum á hita, seltu og pH í lágmarki.

Er eitthvað annað sem ég á að fylgjast með eða gera? Þarf ég að athuga möguleikann á að forða lífríkinu í pössun meðan þetta gengur yfir? Ef svo er, einhverjir sem geta hýst? :-)

Ég setti myndir af búrinu inná búra-þráðinn og ef þið viljið vita hvað ég gerði í flutningunum þá studdist ég við þessa grein http://www.fishchannel.com/fish-magazin ... arium.aspx

Það sem stangast á við ráðleggingar annara er það að geyma hluta af gamla sandium til haga en hreinsa restina algerlega áður en hann er settur í búrið.. þessu er lýst hér:
The remaining aquarium water is good to use as rinse water, and you may need to repeat the rinsing process several times. If saltwater runs out, freshwater is acceptable; rinse the sand until the water comes out relatively clear.

You will likely notice bristleworms, amphipods and other small organisms coming out of the sand, and it is unfortunate to lose them. However, the consequence of adding all of this muck and sand back into the new display is much worse. Most hobbyists who don't rinse their sand end up with a high nitrate level and substantial algae blooms, particularly cyanobacteria.

To avoid losing all of the sandbed fauna, you can preserve a small amount of the top layer of sand in a separate container; aim for approximately 1 to 2 pounds per square foot of tank space. Keep this portion separated from the rest of the sand, and plan to reintroduce it on top of the sterile sandbed once the tank is set back up. The organisms in this sample will soon reproduce and replenish the biodiversity.
Vona að það hafi ekki verið dýrkeypt mistök en þetta virtist rökrétt í eyrum nýliða :wink:

Á fullt ólært en vill ekki gera það á kostnað þessa dýra, só help mí Fiskaspjall :)

Kv. Hákon
320L 130L sjávarbúr

4 Frontosa 2 Trúðar
3 Trúðabótiur 1 Vrassi
1 Yoyo bótía
3 Yellow Lab 3 BTA
1 Brúsknefja
2 Bricardi
1 BGK
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Flutningur á 130l búri

Post by Alí.Kórall »

Ég keypti einmitt líka notað búr og hélt sandinum blautum og setti síðan upp. Það cyclaði eins og skot en það var mjög lítið lífríki í því fyrst (1 x damsel, 1 x krabbi, 1 linkórall og snigill) Allt sem kom með búrinu er allavega ennþá á lífi há mér og það var 180 L, ég hélt meira að segja öllu L-rockinu blautu. Það voru samt sem áður mikil vatnaskipti en ég setti eitthvað um 40-50L af gamla vatninu.

Ég hef gert þetta og það virkaði fínt en ég er hinsvegar með mög harðgert lífríki. Ég vil að þú hafir allavega fyrirvara á minni reynslu af þessu, þar sem ég er enginn reynslubolti. Sjáum frekar hvað hinir segja.

Eina sem ég get mælt með er einfaldlega að mæla mjög reglulega og skipta út vatni ef þetta er að fara eitthvað upp. Ef þú lendir í vandræðum eða lýst ekki á blikuna þá er ég með stórt refugium og þér væri velkomið að geyma lífríkið þar. :góður:
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Flutningur á 130l búri

Post by DNA »

Það ætti ekki að skapast neitt hættuástand með þetta lífríki sem sést á myndunum þrátt fyrir flutning.
Vissulega mun vatnsgæðunum hraka eitthvað til skamms tíma en ef þetta gekk vel fyrir sig ætti búrið að ná jafnvægi á 1-2 vikum.
Þú ættir ekki að þurfa ammoníu eða nítrit próf fyrir þroskað búr en fylgstu vel með nítratinu.

Það er með ólíkindum hvað sandur getur gleypt í sig af drullu og að þrífa hann að mestu er gott ráð. Mánaðarlega við vatnskipti til dæmis.
Sæfíflarnir gætu farið á stjá og fylgstu vel með því svo þeir fari ekki í dælurnar.

Ég held að trúðarni þínir hafi lítinn áhuga á þjónustu og hreinsivrassinn sennilega ekki hentugur fyrir þessa búrstærð.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Flutningur á 130l búri

Post by ulli »

Á Labroides dimidiatus eithvað minna heima í 130lt búri en par af Clown??
Að mínu mati er must að vera með annað hvort Cleaner wrasse eða Skunk cleaner shrimp í búri hvort sem þú er með Clownfish eða eithverja aðra fiska.

Hvað ertu með mikið af sandi í búrinu (cm)?
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Flutningur á 130l búri

Post by DNA »

In an aquarium 260 liter or larger, it needs to be kept with a large number of community fish which it can clean and thus obtain food.
http://www.liveaquaria.com/product/prod ... pcatid=309
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Flutningur á 130l búri

Post by Alí.Kórall »

Trúðar þurfa hinsvegar ekki mikið pláss, clenar wrasse meikar ekki alveg sense heldur með jafn takmarkaðan fjölda af fiskum.
mbkv,
Brynjólfur
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Flutningur á 130l búri

Post by ulli »

Hann étur nú ekki bara snýkjudýr af öðrum fiskum.
Hann getur hæglega þrifist í 130lt búri svo framalega sem nóg sé af smá lífverum.
Einnig getur maður gefið þeim þurrfóður.
Svo er Required Aquarium size mjög mismunandi eftir síðum
Maður er alltaf að lesa það sé svo mikið vandamál að halda honum á lífi.
Aldrei lent í veseni með þennan fisk sambandi við fóður.mínir voru mjög duglegir að tína af grjótinu og glerinu.
Aftur á móti kemur að það var lítil samkeppni um smá dýr á grjótinu og þeir voru alltaf vel pattaralegir.

Var með cleaner wrasse í Red sea max búri og hann dafnaði fínt.



Svo er annar ansi góður hreinsir í boði og það er Elacatinus oceanops sem er töluvert minni og á að vera góður í að servica fiska.
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Flutningur á 130l búri

Post by Alí.Kórall »

ulli wrote:Hann étur nú ekki bara snýkjudýr af öðrum fiskum.
Hann getur hæglega þrifist í 130lt búri svo framalega sem nóg sé af smá lífverum.
Einnig getur maður gefið þeim þurrfóður.
Svo er Required Aquarium size mjög mismunandi eftir síðum
Maður er alltaf að lesa það sé svo mikið vandamál að halda honum á lífi.
Aldrei lent í veseni með þennan fisk sambandi við fóður.mínir voru mjög duglegir að tína af grjótinu og glerinu.
Aftur á móti kemur að það var lítil samkeppni um smá dýr á grjótinu og þeir voru alltaf vel pattaralegir.

Var með cleaner wrasse í Red sea max búri og hann dafnaði fínt.



Svo er annar ansi góður hreinsir í boði og það er Elacatinus oceanops sem er töluvert minni og á að vera góður í að servica fiska.
hmm, ég hugsaði ekki útí það. :góður: Haha, það er samt alveg nóg af dóti hjá mér sem étur alla microfaunu.
mbkv,
Brynjólfur
HakonH
Posts: 9
Joined: 06 Jan 2013, 13:21

Re: Flutningur á 130l búri

Post by HakonH »

Takk fyrir þessar ábendingar.

Minni á að vrassin var í búrinu á fyrri staðnum og er ekki stór, 3cm circa. Hef verið að bjóða fiskunum sitthvað að borða svona til að kynnast matarsmekk þeirra og finnst vrassinn ekki eltast mikið við þurrfóður, en hann var spenntur fyrir frosnum mysis og svo litlum rækjubitum, meðan trúðarnir borðuðu þetta allt saman. Ég hef séð vrassan narta í liverockið en eins og bent var á, þá er ekki mikil samkeppni um það æti, fyrir utan kuðungakrabba sem er ótrúlega víðförull og fljótur á milli staða miðað við að hann er alltaf kyrr þegar ég sé hann :)

Sandur í búrinu er 3-5 cm (grynnri fremst) svona eftir eyeball mælingu.

Tók aðra nitrat mælingu í gær með nýju test kitti eftir ábendingu um að test kittið mitt sem fylgdi búrinu væri komið fram yfir dagssetningu (vegna þess að það mældi kranavatnið með 12,5 ppm) og tók ég þá 3 mælingar. Eina með kranavatni og búrvatni með nýja kittinu og eina með búrvatni með gamla kittinu. Bæði test kittin eru frá Tetra (er að spá í að fá mér hvítan slopp og clipboard :lol: ) Niðurstaðan var að skv. gamla kittinu var búrvatnið með greinilega hærra gildi en nýja kittið, sem sýndi líka að kranavatnið væri með 0 ppm. Rétta nitrat magnið í búrinu er því 25 ppm, og nú er bara að sjá hvort þetta sé á upp eða niðurleið.

Varðandi munin á test kittunum, þá sá ég ekki í fljótu að það væri dagssetning á kittunum en ég sá síðan að lokið á brúsa númer 3 (með litnum) var með sprungu í sem er sennilega ástæðan fyrir skekkjunni. Lokið hefur verið hert um of.

Er svo með 3 frekar stórar long tenticle anemónur í búrinu og er að spá í að láta eina, þar sem mér finnst nóg að vera með tvær. Væri einhver áhugi á að skipta á slíku á móti rækjum eða blenny eða krabba? Skal pósta mynd af henni síðar.

Kv. Hákon
320L 130L sjávarbúr

4 Frontosa 2 Trúðar
3 Trúðabótiur 1 Vrassi
1 Yoyo bótía
3 Yellow Lab 3 BTA
1 Brúsknefja
2 Bricardi
1 BGK
Post Reply