Leki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Leki

Post by Alí.Kórall »

Sælir,

Það er kominn upp leki í aðalbúrinu mínu (það dropar neðarlega úr að framan kannski 1/3 líter á 12 tímum).

Mig bráðvantar ílát undir vatn og það væri virkilega vel þegið ef einhver kittímeistari gæti séð sér fært að kíkja á mig á sunnudaginn. :góður:

Ég hef bara kíttað skilrúm í sumpinn minn sem er sem betur fer stór fyrir búrið eða 140L fyrir 180L búr svo ég get bjargað lífríkinu.

Verst að það er próf kl 9 á morgun í Þjóðarétti og ég verð að lesa eins og enginn sé morgundagurinn í dag.

Planið er vonandi að sækja einhver ílát eftir hádegi á morgun og kaupa kittí og þurrka búrið. Svo að skella þessu saman snemma á sunnudaginn og vonandi koma öllu upp á seint á mánudaginn. (sem betur fer enginn tími þá). :góður:

Getur einhver reynslubolti í smíðum verið svo vænn að líta við hjá mér?
Last edited by Alí.Kórall on 25 Jan 2013, 15:05, edited 1 time in total.
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Leki

Post by keli »

Þú færð 120 og 200l síldartunnur á undir 10þús í saltkaupum. Það er fínt að eiga þannig þegar maður að vesenast í saltin (t.d. blanda sjó í þeim). Ef þú hefur pláss.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Leki

Post by Alí.Kórall »

keli wrote:Þú færð 120 og 200l síldartunnur á undir 10þús í saltkaupum. Það er fínt að eiga þannig þegar maður að vesenast í saltin (t.d. blanda sjó í þeim). Ef þú hefur pláss.
Takk, hef það bakvið eyrað.
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Leki

Post by Alí.Kórall »

Stoppað uppí lekann, engin afföll svo langt sem ég veit.

Á "bara" eftir að veiða damselinn úr sumpinum. úff...
mbkv,
Brynjólfur
Post Reply