Já meðgangan er 5-8 vikur og fæðast bara nokkur seiði sökum stærðar. Þessi 3 stk sem ég keipti (kall og 2 kellur) voru með camallanus orma og borðuðu illa en ég er búinn að gefa lyf og allir ormar farnir. Amecan er farinn að éta mjög vel núna og fær micro blóðorma, artemíu með spirulinu, grásleppu hrogn, vítamínbættar flögu og þörungatöflur og rotnandi plönturusl og þetta er allt étið með góðri list og ein kjellan byrjuð á óléttunni heh

Skemmtilegt líka hvað þessir fiskar þola kalt vatn niður í 10 gráður.
En þessir fiskar vilja vera í stórum hóp (3-4 kallar og 6-8 kellur) svo ég bara bíð eftir fleirum og endilega láta mig vita ef þetta er til einhverstaðar í verslunum
