Ó.K. Ameca Splendens

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Ó.K. Ameca Splendens

Post by GummiH »

Óska eftir Ameca Splendens. Keypti 3 stk í DG og ætlaði að koma seinna til að kaupa fleiri en búðin var horfin :|

Aðrir lífberar koma líka til greina nema gúbbí, molly, platy, sverðdragar og endlerar.


Flott mynd af óvenju fallegri Ameca Splendens kjellu :P

http://www.goodeidworkinggroup.com/site ... CM_WEB.jpg
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Ó.K. Ameca Splendens

Post by Gudmundur »

Já ef þetta er splenders kerling þá er hún sú lang flottasta sem ég hef séð,
karlinn er reyndar flottari, eitt sem er skemmtilegt við þessa fiska er að þótt þeir fjölgi sér hægt þá eru seiðin 1,5 cm við fæðingu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
GummiH
Posts: 41
Joined: 04 Jul 2012, 19:14

Re: Ó.K. Ameca Splendens

Post by GummiH »

Já meðgangan er 5-8 vikur og fæðast bara nokkur seiði sökum stærðar. Þessi 3 stk sem ég keipti (kall og 2 kellur) voru með camallanus orma og borðuðu illa en ég er búinn að gefa lyf og allir ormar farnir. Amecan er farinn að éta mjög vel núna og fær micro blóðorma, artemíu með spirulinu, grásleppu hrogn, vítamínbættar flögu og þörungatöflur og rotnandi plönturusl og þetta er allt étið með góðri list og ein kjellan byrjuð á óléttunni heh :D Skemmtilegt líka hvað þessir fiskar þola kalt vatn niður í 10 gráður.

En þessir fiskar vilja vera í stórum hóp (3-4 kallar og 6-8 kellur) svo ég bara bíð eftir fleirum og endilega láta mig vita ef þetta er til einhverstaðar í verslunum ;)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Ó.K. Ameca Splendens

Post by Gudmundur »

í þau skifti sem ég hef verið með þessa tegund þá byrjaði ég alltaf 1 karl og 2-3 kerlur, síðan stækkaði hópurinn smám saman þegar seiðin stækkuðu
var stundum með Xenotoca eiseni með þeim en annars bara sér búr
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply