Það er kominn upp leki í aðalbúrinu mínu (það dropar neðarlega úr að framan kannski 1/3 líter á 12 tímum).
Mig bráðvantar ílát undir vatn og það væri virkilega vel þegið ef einhver kittímeistari gæti séð sér fært að kíkja á mig á sunnudaginn.

Ég hef bara kíttað skilrúm í sumpinn minn sem er sem betur fer stór fyrir búrið eða 140L fyrir 180L búr svo ég get bjargað lífríkinu.
Verst að það er próf kl 9 á morgun í Þjóðarétti og ég verð að lesa eins og enginn sé morgundagurinn í dag.
Planið er vonandi að sækja einhver ílát eftir hádegi á morgun og kaupa kittí og þurrka búrið. Svo að skella þessu saman snemma á sunnudaginn og vonandi koma öllu upp á seint á mánudaginn. (sem betur fer enginn tími þá).

Getur einhver reynslubolti í smíðum verið svo vænn að líta við hjá mér?