Hrogn hvítna?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Hrogn hvítna?

Post by Sibbi »

Langar að ath hvort reynsluboltar hér hafa skýringu handa mér.
Severum par hrygndi hjá mér um daginn á 2 steina, hrognin litu flott út fyrstu 2 dagana, aðeins voru 3 hrogn hvít, sem ég tel að hafi ekki frjófgast, en í morgun á 3 eða 4 degi voru öll hrognin hvít.
Hiti vatnsins er stöðugur í 24.5*C, vatnaskipti voru gerð einum eða tveimur dögum fyrir hrygningu, góð dæla er í búrinu og loftsteinn við steinana sem hrognin voru á.

Hvað veldur að á 3 eða 4 degi (nóttu) verða öll hrognin hvít?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hrogn hvítna?

Post by keli »

ófrjó eða sveppur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hrogn hvítna?

Post by Sibbi »

keli wrote:ófrjó eða sveppur.
Það eru örfá hrogn í lagi ennþá, er ekki skrítið að það taki svona marga daga að koma í ljós að þau hafi verið ófrjó? og að enn séu nokkur heil?
Get ég hafa skemmt eitthvað með því að hafa haft loftstein mjög nálægt hrognunum?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hrogn hvítna?

Post by keli »

Gerir líklega lítið í þessu úr þessu, parið étur hrognin sennilega fljótlega.

Næst geturðu prófað að setja sveppalyf í vatnið. Ef eggin eru ófrjó þá gerir það auðvitað ekkert gagn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hrogn hvítna?

Post by Sibbi »

keli wrote:Gerir líklega lítið í þessu úr þessu, parið étur hrognin sennilega fljótlega.

Næst geturðu prófað að setja sveppalyf í vatnið. Ef eggin eru ófrjó þá gerir það auðvitað ekkert gagn.
Nei Keli, ég er svo sem ekkert í sjokki yfir þessu, langaði bara að fá einhverja skíringu á hversvegna þetta skeði, taldi að ef um væri að ræða ófrjó hrogn kæmi það strax í ljós, á fyrsta eða öðrum sólahring, en þetta er að gerst á fjórða degi.
Er ekkert sem er á móti því að nota sveppalyf?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Hrogn hvítna?

Post by Vinni »

Veit ekki hvort það eigi heima hérna eða sé einhver tenging, var fyrir þónokkrum árum að vinna við silungaeldi og vorum við með hrogn. Það voru alltaf að drepast einhver hrogn á hverjum degi og virtist það ekki skipta máli hvað var gert, þau virtust bara vera mis sterk eftir hrigningum og einnig greinilega eftir fiskum. Vona að þetta geti skírt eitthvað.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hrogn hvítna?

Post by keli »

Ég veit ekki til þess að það séu ókostir við sveppalyfin.. Nema þá kannski kostnaður. Og hrognin verða blá :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hrogn hvítna?

Post by Sibbi »

keli wrote:Ég veit ekki til þess að það séu ókostir við sveppalyfin.. Nema þá kannski kostnaður. Og hrognin verða blá :)
:góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hrogn hvítna?

Post by keli »

Eitt sem rifjaðist upp fyrir mér, sveppalyfin minnka súrefnisupptöku, þannig að það þarf að hafa sérstaklega góða hreyfingu á vatninu uppá að halda súrefni í því. Maður vill það hvorteðer þegar maður er með hrogn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hrogn hvítna?

Post by Sibbi »

keli wrote:Eitt sem rifjaðist upp fyrir mér, sveppalyfin minnka súrefnisupptöku, þannig að það þarf að hafa sérstaklega góða hreyfingu á vatninu uppá að halda súrefni í því. Maður vill það hvorteðer þegar maður er með hrogn.

Já ok, já það er í lagi, er með það í flestum búrunum,,,,, bara svona til vonar og vara 8)
Takk fyrir.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply