Hvar er úrvalið?
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Hvar er úrvalið?
Ég er búinn að þræða flestar gæludýrabúðir í bænum að ég held og ég finn voða lítið úrval af gróðri. Þetta er alltaf það sama og í sumum tilfellum afskaplega illa farnar og ljótar plöntur. Hvert leitið þið þegar þið viljið kaupa skemmtilegann nýjan gróður?
Re: Hvar er úrvalið?
Líklega engin eins og er... Það er alltaf best að reyna að mæta í verslanirnar þegar þær eru nýbúnar að fá sendingar af gróðri.. Þetta vill drabbast niður hjá þeim á 2-3 vikum (og úrvalið minnkar auðvitað líka).
Dýragarðurinn ætti að opna einhvertíman í mánuðinum, það hlýtur að koma ný sending í nýja búð..
Dýragarðurinn ætti að opna einhvertíman í mánuðinum, það hlýtur að koma ný sending í nýja búð..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Hvar er úrvalið?
Þú getur líka látið FF taka inn plöntur fyrir þig, þegar hann tekur inn sendingu.
Sjá link:
http://verslun.tjorvar.is/index.php?cPa ... cqpo0hhap4
Sjá link:
http://verslun.tjorvar.is/index.php?cPa ... cqpo0hhap4
500l - 720l.
Re: Hvar er úrvalið?
Sniðugt.. Hvað er hann að taka sendingar oft?prien wrote:Þú getur líka látið FF taka inn plöntur fyrir þig, þegar hann tekur inn sendingu.
Sjá link:
http://verslun.tjorvar.is/index.php?cPa ... cqpo0hhap4
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Hvar er úrvalið?
Mér hefur sýnst að hann sé að taka inn sendingar á u.m.þ.b. 3ja mánaða fresti.
Eitthvað breytilegt samt til eða frá.
Fer líklega eftir því hve margar sérpantanir séu komnar inn.
Eitthvað breytilegt samt til eða frá.
Fer líklega eftir því hve margar sérpantanir séu komnar inn.
500l - 720l.
Re: Hvar er úrvalið?
Afsakið útúrsnúninginn en hvað er í gangi hjá þeim, breytingar eða ætla þeir að rísa úr öskunni?keli wrote:Líklega engin eins og er... Það er alltaf best að reyna að mæta í verslanirnar þegar þær eru nýbúnar að fá sendingar af gróðri.. Þetta vill drabbast niður hjá þeim á 2-3 vikum (og úrvalið minnkar auðvitað líka).
Dýragarðurinn ætti að opna einhvertíman í mánuðinum, það hlýtur að koma ný sending í nýja búð..
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
180L
54 L
Re: Hvar er úrvalið?
Flutningar.. Þetta kom fram í öðrum þræði hérna.Guðjón B wrote:Afsakið útúrsnúninginn en hvað er í gangi hjá þeim, breytingar eða ætla þeir að rísa úr öskunni?keli wrote:Líklega engin eins og er... Það er alltaf best að reyna að mæta í verslanirnar þegar þær eru nýbúnar að fá sendingar af gróðri.. Þetta vill drabbast niður hjá þeim á 2-3 vikum (og úrvalið minnkar auðvitað líka).
Dýragarðurinn ætti að opna einhvertíman í mánuðinum, það hlýtur að koma ný sending í nýja búð..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Hvar er úrvalið?
Þannig að það þarf bara að vakta hverja búð fyrir sig eða taka sérpantanir og vona að maður sé réttu megin við þessa 3 mánuði?
Er þetta ekki nógu stór hlið á hobbíinu að alla vega ein búð gæti séð markaðstækifæri í því að vera með fallegt gróðurbúr til sýnis og eitthvert úrval af gróðri og búnaði, þó það væri ekki nema bara pöntunarlisti?
Er þetta ekki nógu stór hlið á hobbíinu að alla vega ein búð gæti séð markaðstækifæri í því að vera með fallegt gróðurbúr til sýnis og eitthvert úrval af gróðri og búnaði, þó það væri ekki nema bara pöntunarlisti?
Re: Hvar er úrvalið?
Það getur gefið góða raun að auglýsa eftir afleggjurum hér á spjallinu, margir með falleg gróðurbúr og þau þarf að grisja reglulega.
Re: Hvar er úrvalið?
Já ætli ég reyni það ekki bara.Vargur wrote:Það getur gefið góða raun að auglýsa eftir afleggjurum hér á spjallinu, margir með falleg gróðurbúr og þau þarf að grisja reglulega.