Fóðurgjöf
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fóðurgjöf
ég er með 300 lítra búr og gef fiskunum frekar oft mikið að borða en líka oft því ég er með 4 rygsugufiska 1 mjög stóran og vill að það kemst einhver matur á botninn til að þeir fái að borða er einhver með sniðuga aðferð til að ná að láta botnfiska fá nóg af mat þannig að aðrir fiskar éta það ekki áður en það fer á botninn?
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: Fóðurgjöf
Getur keypt sér fóður ætlað botnfiskum sem sekkur mjög hratt, ekki sniðugt að vera offóðra í búrið eða gefa þeim líka gúrku af og til.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Fóðurgjöf
Getur nota rör sem er nógu breitt fyrir fóðrið, t.d. raflagnaefni og látið matinn detta ofan í rörið á meðan þú beinir rörinu að botninum. Maturinn dettur þá niður hjá botnfiskunum án þess að hinir verði varir við það.
Re: Fóðurgjöf
Ég hristi bara flögudósina yfir búrið eins og ég væri að gefa venjulega en svo skvetti ég yfir flögurnar á yfirborðinu og þær sökkva rólega á botnin og allir fá sitt. Ég gef nægan mat svo hinir fiskarnir éti ekki allt á leiðinni á botninn. Hef líka notað eins Andri segir rafmagnsrör. Svo er líka hægt að setja matinn í glas eða krukku með vatni og svo hella gossinu í búrið.
Ryksugur, corydoras væntanlega eiga frekar erfitt með að éta gúrkur og pellets.. Allt í góðu að gefa aðeins of mikið ef maturinn verður étinn. Offóðrun er sem sagt að fóðra það mikið að fiskar hafa hvorki meiri lyst né pláss til að klára matinn sinn í búrinu er slæmt.
Ryksugur, corydoras væntanlega eiga frekar erfitt með að éta gúrkur og pellets.. Allt í góðu að gefa aðeins of mikið ef maturinn verður étinn. Offóðrun er sem sagt að fóðra það mikið að fiskar hafa hvorki meiri lyst né pláss til að klára matinn sinn í búrinu er slæmt.
Re: Fóðurgjöf
Flögufóður er hentugast fyrir fiska sem eru ofarlega í búrinu.
Næring fer mjög fljótt úr flögufóðri þegar það blotnar.
Myndi kaupa fóður ætlað botnfiskum.
Næring fer mjög fljótt úr flögufóðri þegar það blotnar.
Myndi kaupa fóður ætlað botnfiskum.
500l - 720l.
Re: Fóðurgjöf
jú, það er einmitt á stuttum tíma sem það gerist.GummiH wrote:Ekki á nokkrum sekúndum.
Um leið og fóðrið lendir á vatninu, fara úr því mörg næringarefni.
Offóðrun er slæm, ekki bara fyrir fiskana, heldur líka fyrir vatnsgæðin.
Best er að gefa botnfiskum, botnfiskafóður, sérhannað fyrir þá, sekkur hratt og leysist yfirleitt hægt upp
Gúrkur eru fínar fyrir ancistur og plegga t.d
Ég gef botnfiskunum mínum t.d Tetra pleco Wafers, blóðorma og soðin þorskhrogn.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L