Nýliði!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
fiskastelpa2013
Posts: 11
Joined: 20 Feb 2013, 21:13

Nýliði!

Post by fiskastelpa2013 »

Var að fá mér 60 l fiskabúr, átti tvo gullfiska fyrir í kúlu sem ég færði yfir og fékk mér svo einn gullfisk og tvo gúbbí (strák og stelpu)..Hvað get ég verið með marga í viðbót?

Annað sem ég var að spá í er að búrið er strax orðið gruggugt, samt er ég með dælu og allt svoleiðis og síðan er eins og þessir tveir gullfiskar sem ég var með fyrir séu að ráðast á þennan nýja, króa hann af og djöflast stanslaust í honum ! Eðlilegt ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Nýliði!

Post by Vargur »

Gullfiskar og guppy eiga sjaldnast samleið, gullfiskarnir verða talsvert stærri og eiga til að narta í guppy, sérstaklega karlana.
Ég mæli með því að þú veljir hvort þú viljir hafa bara gullfiska eða hvort þú ætlir að hafa guppy og fiska sem passa með þeim.

Gullfiskarnir sem þú varst með eru strákar og sá nýi er stelpa, þau eru sennilega að hrygna, þetta ætti að ganga yfir fljótlega.
fiskastelpa2013
Posts: 11
Joined: 20 Feb 2013, 21:13

Re: Nýliði!

Post by fiskastelpa2013 »

Já þetta eru reyndar bollu gullfiskar, ekki þessir löngu þannig ég held þetta ætti að sleppa.. Er einhver leið að sjá kyn á gullfiskum ?
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: Nýliði!

Post by Pjesapjes »

Nei það er nær ómögulegt að sjá kyn á gullfiskum með því að reyna að greina það. ein leiðin er að sjá þá hrygna.

Eins og Vargurinn sagði þá ættiru að velja á milli hvort þú vilt hafa gullfiska eða guppy.

það opnast fyrir þér svo miklu fleiri möguleikar ef þú losar þig við gullfiskana.

gætir jafnvel fengið inneign í dýrabúð held ég ef þú ferð með þá þangað.

og 60 L búr er mjög flott byrjenda búr. í rauninni er þetta það minnsta myndi ég segja sem maður ætti að byrja með ef maður vill prufa "fyrir alvöru" því í svona búr geturu verið með helling af fiskum (auðvitað litlum og sem kemur vel saman, svo fer líka eftir því hvernig dælu þú ert með og hvernig vatnsskiptin eru háttuð hjá þér)

ég sjálfur var með 7 neon tetrur, 4-5 epla snigla, ca 25+ guppy og þrjár ca 6-10 cm ancistrus, 50+ trumpet snigla (smá plága)

og þetta lifði góðu lífi í eitt og hálft ár hjá mér þangað til ég stækkaði við mig.

skipti reyndar upprunalegu dælunni út fyrir tetratec ex700 sem er gerð fyrir 100-250 L búr.
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Nýliði!

Post by Elma »

Það er reyndar hægt að sjá kynin á gullfiskum,
ef maður veit hvað maður á að leita eftir.
karlarnir fá t.d hvítar bólur á "kinnarnar" og yfir hausinn þegar þeir eru í stuði,
ekki kerlan.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply