Sporðáta?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Sporðáta?

Post by mundi74 »

Daginn

Nú bregður svo við að einhver óáran er komin í búrið hjá mér, hefur trúlega fylgt gróðri eða 2 smáum humrum sem var bætt í búrið fyrir skömmu. Það lýsir sér þannig að sporðar virðast vera að eyðast af fiskunum. Það er ekkert "hvítt bómullarkennt" í endunum, þeir virðast bara trosna, klofna og eyðast upp. Er með molly, sverðdraga og kardínálatetrur auk bronsryksugna. Þetta virðist leggjast verst á hvítu sailfin mollana, lítið sem ekkert á þá svörtu.Einn kardínálinn er kominn með þetta og mér sýnist þetta vera að byrja í ryksugunum.

Getur einhver sagt mér hvað þetta er og hvað er best að gera við því? Eru einhver lyf, eða á ég að forða gróðrinum og salta?
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: Sporðáta?

Post by Pjesapjes »

Ef þetta er í líkingu við þetta: http://freshaquarium.about.com/cs/disease/p/finrot.htm

þá geturðu líklega fundið fleiri upplýsingar um þetta á netinu með því að skrifa "fish fin rot"

myndi mæla ph levelið hjá þér. það gæti verið að humrarnir séu að klípa í sporðana og svo sér súra vatnið um afganginn.

gangi þér vel.
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Re: Sporðáta?

Post by mundi74 »

Takk fyrir svarið. Já þetta líkist verulega mikið.

Gildin í búrinu eru:

NO3 10
NO2 0
GH 4
KH 3
pH 6.8

þessi gildi hafa verið nokkuð stöðug svona, helst að NO3 rokki til, hef hæst séð 25. Nú hef ég ekki mikið vit á því hvernig þau eiga að vera en er þetta ekki í lagi?

Trúlega er um að kenna sambúðinni við humrana. Það er ekki víst að hún gangi upp. Þannig að ef einhvern vantar 2 litla bláhumra (ca. 4-5cm) þá má hann fá þá hjá mér gegn því að sækja þá. Er það ekki annars líklegsta skýringin? Ég hef ekki átt í neinum vandamálum með þetta búr frá því það var sett upp fyrir um ári síðan.
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: Sporðáta?

Post by unnisiggi »

humrar og fiskar eiga enga samleið
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Post Reply