Vargsbók

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sá þessa fiska í fiskabur.is um daginn, ferlega fyndnir og skemmtilega "öfugir"
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, þeir eru ansi skemtilegir og fjörugir. Hér er mynd af öðrum þeirra undir steini.

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bætti við um daginn eins og komið hefur fram annarstaðar hér á spjallinu tveimum black ghost hnífafiskum og fjórum Ctenolucius hujeta (gar), fékk mér einnig þá fjóra Synodontis petricola, þessir eru reyndar bara smá kríli , ca 3 cm og kærkominn viðbót við þennan eina petricola sem ég átti fyrir. Petricola er uppáhalds Afríski kattfiskurinn minn og er frekar vandfundinn vegna þess hve erfitt er að fjölga þeim í búrum. Þessir sem ég náði mér í eiga að vera villtveiddir úr Tanganyika vatni og koma frá Zaire.

Bætti svo við áðan þremum Pseudotropheus socolofi til að fá aðeins fjölbreytni í litina á Malawi sikliðunum, socolofi er cobalt blár með svarta ugga.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þá var maður að draga heim enn eitt skrímslið, svokallaðann Walking catfish en hann fékk ég hjá Gilmore hér á spjallinu. Skepnan er rúmir 30 cm og sómir sér ágætlega í 500 l búrinu.

Ég verð að segja að búrin hjá Gilmore eru sannkallað augnayndi og gaman að sjá svona snyrtileg búr og fallega fiska.

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er búinn að vera að hamast í því að þrífa dælur ofl í kvöld enda grasekkill þar sem kona og barn eru hinu megin á landinu og verða um jólin.
Held ég hafi barasta þrifið dælur í öllum búrum. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er feikna flykki. Getur hann verið með minni fiskum?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hann er í 500 l búrinu með minni fiskum, spurning um hvernig það gengur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já hann er feikna flikki, það verður bara að koma í ljós hvort hann gleypi búrfélagana en það er sennilega enginn sem hann kemur upp í sig sem er stór eftirsjá í, ég hef samt smá áhyggjur af skóflunebba vegna þess að hann er yfirleitt alveg kyrr.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

spennandi
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég mundi ekki hafa áhyggjur!

Hann var með litlum Bótíum og öðrum minni fiskum eins og þú sást og þeir voru alveg látnir í friði. Ef hann fær nóg að éta þá er það varla vandamál. En kannski önnur saga ef fæði væri af skornum skammti. :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég ákvað að gefa sjálfum mér smá jólagjöf.
Fyrir valinu urðu 5 stk. ungir (ca 5cm) Nimbochromis venustus, ég á eftir að taka mynd að þeim en hér er mynd af einum fullvöxnum tekin af netinu.
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Susssss, flottur er hann.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skipti um vatn í öllum stofubúrum í kvöld, grisjaði líka aðeins gróður og fiska.
Strippaði seyði úr einni kingsizei kerlingu og færði til stálpuð seyði.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nýar myndir af 240 lítra búrunum efti gróðurgrisjun, ég stytti risa Valisneriuna talsvert þar sem hún var komminn um allt yfirborðið og farinn að takmarka ljósið niður í búrin verulega. Ég held að sumar plönturnar séu eða hafi verið allt að 1.5 m að lengd og þær dreyfa sér hratt um búrið og vaxa gríðarlega, mér sýnist að plantan geti vaxið um nokkra cm á dag.

Image

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Allt annað að sjá þetta. Mjög impressed að sjá hvernig þú raðar steinunum á síðustu myndinni. Mér finnst allt of margir Afríkusinnar missa sig í barnalegt klettarúnk sem er alls ekki smekklegt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já og persónulega þykir mér margir missa sig í að sturta allt of miklu grjóti í búrin, sérstaklega í lítil búr.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vinna, vinna, vinna. Nú er Vargurinn farinn að vinna fulla vinnu í
fiskabur.is og ekki hægt að neita því að það dregur aðeins úr áhuganum að gera eittvað hér heima, eftir heilan vinnudag af sulli og fiskastússi þá nennir maður ekkert sérstaklega að draga fram slöngur og fara að sulla heima.
Á móti kemur að ég hef mjög gaman af sullinu í vinnunni en 17 fiskabúr á heimilinu virðast skyndilega mikið.
Ég býst við að ég bæti ekki miklu af fiskum við á næstunni en þó á ég ekki von á neinni fækkun, maður tímir ekkert að láta frá sér. :oops:
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Maður hefur oft heyrt talað um að "fara í hundana" en ætli þú sért ekki bara farinn í fiskana :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vanskipti í kompu og eldhúsbúrum í dag, allt í fínum ballans.
Ég var með 17 demasoni fyrir ca 6 mánuðum, þeir hafa alltaf verið að pikka einn og einn út og nú er svo komið að bara eru tveir eftir. :(
Ég held ég gefist upp á demasoni ræktuninni í bili, sorglegt þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds Malawi sikliðum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þó maður tali um að fara að slaka á í fiskakaupum þá er það hægara sagt en gert.
Bætti við 3 stk af chönnum (snakehead) í dag. Alvöru fiskar það. 8)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nuts! :lol:
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Skrítið með Demansoni hjá þér hjá mér er allt að fyllast á náttúrulegan máta held ég sé komin með 4-5 got af seiðum og búrið orðið yfirfullt þarf líklega að fara að koma mér í að tæma steinanna úr búrinu til að geta veitt uppúr og selt ætli þetta fari ekki að slá uppí 50 stk í búrinu hjá mér og það er ekki hægt að segja að ég sé að gera of mikið til að skylirðin séu sem best helli lúku af kötlu salti í búrið í öðrum til þriðju vatnsskiftum sem fara fram á ca 10 daga fresti og þá ca 30-40 % af vatninu og dælan þrifin mánaðarlega hef ekki einu sinni tékkað á ph gildi eða öðru seinustu sex mánuðina, skrítið hvernig sumum gengur með einhverjar tegundir en ekki aðrar
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, Demasoni þarf að vera í stórum hóp og að mér virðist eina tegundin í búrinu til að þetta gangi hjá þeim. Ég hef heyrt fjölmargar sögur svipaðar minni og einnig margar eins og þína.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Senegalus (25 cm) tók upp á því að hoppa upp úr og endaði líf sitt á gólfinu. Ég færði hann í gær til að rýma fyrir hinum Polyunum og þar sem hann hefur hoppað upp úr áður fylgdist ég með honum á eftir en hann virtist alsáttur. Hann hefur svo tekið stökkið þegar ég hætti að fylgjast með.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:Senegalus (25 cm) tók upp á því að hoppa upp úr og endaði líf sitt á gólfinu. Ég færði hann í gær til að rýma fyrir hinum Polyunum og þar sem hann hefur hoppað upp úr áður fylgdist ég með honum á eftir en hann virtist alsáttur. Hann hefur svo tekið stökkið þegar ég hætti að fylgjast með.
Ekki góðar fréttir það.
Átti mynd af kjéppz?
r.i.p.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þeir líta svo klunnalega út að ég hefði haldið að þeir gætu ekki stokkið!
En svona er það stundum, aðaldrjólarnir eru liprastir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Senegalus.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

bömmer mar. .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég var arfleiddur af gullfisk um daginn sem reyndist svo vera Koi, reyndar að mér sýnist svokallaður Koi ghost.
Ég hef alltaf verið hrifinn af Koi fiskum og einhvern daginn á maður eftir að setja upp tjörn.
Ég ákvað að henda Koi fisknum í 500 l búrið með Ameríkun sikliðunum og sjá hvernig hann myndi standa sig. Í fyrstu var hann böggaður aðeins en þar sem þetta eru nokkuð hraðsyndir og rennilegir fiskar áttaði hann sig fljótt á búrfélögunum og hefur vit á að forðast þá.
Í dag er hann bara einn af strákunum í búrinu og sómir sér vel, nartar reyndar aðeins í gróðurinn en er ekki fyrir neinum og böggar eingann, það getur bara vel hugsast að ég fái mér fleiri koi.

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég vissi ekki að þú ættir ameríkubúr. Ertu með þráð fyrir það?
Post Reply