Ég var að hugsa um að fá mér bardagafisk í annað búr.Hvað þarf það að vera stórt? Ég var að hugsa um einn karl og svo kellingu. Getur bara verið ein kerling eða er betri að hafa fleiri?
Einn bardagafiskur þarf bara nokkra lítra en ekki er æskilegt að hafa karlinn með kerlingum nema í sæmilega stóru búri þar sem hann getur verið ansi leiðinlegur við kerlurnar. Ef þú ætlar ekki hreinlega að fara að rækta bardagafiska þá skaltu ekkert vera að brasast með kerlingar.
Já best að hafa þá eina í litlu búri, en ef búrið býður uppá fleiri fiska er það í lagi, nema bardagafiskurinn angrar aðra fiska sem eru með slör, t.d. gúbbýkalla.
Það er allt í lagi að sleppa dælunni ef þú verður dugleg að skipta um vatn og nei þeir þurfa ekki hitara.