Búrapæling

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Búrapæling

Post by Strumpur »

Á 60l búr en langar til að fá mér stærra.. Hvað segið þið sem allt um fiska vitið að væri hentug stærð fyrir venjulegt heimili?
Rocker
Posts: 17
Joined: 21 Nov 2012, 18:02

Re: Búrapæling

Post by Rocker »

Ég held að þetta fari algjörlega eftir hversu mikið pláss þú hefur og hvaða pælingar eru í gangi í sambandi við hvaða fiska þú ert að spá í. En svona til að skjóta á einhverja hentuga stærð þar sem pláss er af skornum skammti þá gæti 90-120L alveg rúmað þínum þörfum. Ég mæli með því að þú pælir fyrst hvar þú ætlar að staðsetja búrið og svo skoða hversu langt búrið má vera því ég kannast alveg við það að yfirfylla íbúðana af búrum í stað þess að kaupa eitt hentugt sem hentar manni betur en 5-7 búr í hverju horni. Ef þú ert að spá í sæmilegu búri sem getur rúmað sæmilegt magn eða fiska sem ná kannski 12-15cm þá hef ég komist af með 180-270L en kannski geta haft marga fiska en samt uppfyllt það sem ég vildi gera. Þetta er allt svo persónubundið og fer líka eftir fjárhag hvers og eins.
krebmenni
Posts: 79
Joined: 15 Jan 2012, 23:00

Re: Búrapæling

Post by krebmenni »

ég er með 240 jewel búr í 57 fermetra íbúðinni minni, það er í stærra lagi enn mætti samt ekki vera minna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Búrapæling

Post by Vargur »

160-200 lítra búr (100x40cm) er nokkuð góð miðlungstærð og ætti að passa á öll heimili.
240-300 lítra búr bíður upp á mun meiri möguleika en tekur aðeins meira pláss (ca 120x50cm).
Post Reply