Mitt Guppy búr.

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Sibbi »

Agnes Helga wrote:Virkar hún vel á harða græna þörunginn? Hvernig er blaðið í henni?

Já, flugbeyttur skratti, en þarf að skifta nokkuð ört um blað ef oft er skafið og þörunur harður, gæti trúað í 3 til 4 hvert skipti.
Varasamt að nota léleg blöð, þau verða skörðótt og jafnvel riðga, og gætu þá rispað', hef samt ekki séð það gerast hjá mér.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Takk fyrir ábendinguna :) Ætla að skoða þetta.

Annars gengur vel með guppý búrin hjá mér, skipti reglulega um vatn 1x í viku ca 40-50% í hvert sinn og endalaus fjölgun hjá mér. Þarf að fara grisja í körlunum í 200 L búrinu hjá mér og selja þá sem ég vill. æI 56 L búrinu er 6 stk af guppy, 1 kk túrkisblár frá Hlyn, svakalega flottur og 5 kvk, 4 eru gráar með gulan sporð og 1 ljós með appelsínugulan sporð. Það hefur orðið fjölgun hjá þeim og ég hef náð ca 45 seiðum gróflega talið í netabúr.

Það verður spennandi að sjá hvort það komi ekki túrkislituð seiði enda voru kvk virgins þegar þær fóru til karlsins.

Er einnig mjög spennt fyrir því að starta smá guppýrækt með þennan lit, enda á ég svolítið af bláleitum kerlingum sem gaman væri að para við þá bláu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
sso
Posts: 24
Joined: 02 Jun 2012, 22:29

Re: Mitt Guppy búr.

Post by sso »

guppýfiskar éta bara ungana ef þeir eru stressaðir. (ekki kjöraðstæður s.s) (gott er að hafa mosa og eða einhverjar plöntur. (helst sem mest af þeim, fullt búr er flott. :))

trompetsniglar er ekki slæm viðbót við fiskabúr, eru frekar taldir gagnlegir, þeir borða ekki plöntur, allaveg ekki svo sjáir, jafnvel í búri með mikið af þeim, og þeir grafa sig í gegnum sandinn. (truflar ekki gróður og hentugt til að halda sandinum "heilbrigðum" (engin loftlaus svæði þar sem stórir gaspokar myndast.))
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Já, takk fyrir svarið, veit að hrygnurnar éta seiðin ef þær ná þeim (Reyndar líka Cardinálarnir sem eru í búrinu með þeim) en það er alltaf e-h sem lifir í 220 L, hef notast við gróður en þarf að fá mér meiri gróður, planið er að setja CO-system við 220 L og gera það að fallegu gróðurbúri, en þarf bara að koma mér í það :).

Hef verið að setja þær í got-búr í 54 L búrinu enda er ég að reyna að ná sem flestum seiðunum þar og er komin með slatta, þau eru nefnilega undan turkís körlunum frá Hlyn og virgin kerlingum sem ég fékk frá honum líka. Langar að rækta aðeins litinn fram, á svo bláleitar kerlur í 220 L búrinu sem er planið að para við bláu sér í búrinu seinna meir.
Svo er planið að setja upp rekka í geymsluna :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
sso
Posts: 24
Joined: 02 Jun 2012, 22:29

Re: Mitt Guppy búr.

Post by sso »

líklega er það gróðurinn hjá mér sem veldur því að ekkert eða lítið stress er á fiskunum, en ég hef alltaf reynt að hafa pakkað af gróðri.


og svo er búrið 180l með næstum eingöngu guppy (2 ancistrus og nokkrar rækjur og 3 sniglategundir.) (en guppies fíla stórt pláss til að synda og leika sér í.)

en ég hef aldrei séð guppía í þessu búri eta ungana sína (gerðu það í fyrsta búrinu sem ég átti 50l, engin gróður og fleiri tegundir (var 16, átti svo ekki búr í næstum 20 ár.)



ég fikta svo oft í búrinu og gróðrinum að fiskarnir eru ekkert hræddir við mig, koma bara alltaf og narta í handlegginn á mér.
hehehe hehe svo er það sumar ástæður sem sumir myndu kalla "twilight zone" ástæður. fannst t.d kallarnir vera of ágengir í kellingarnar (veldur stressi ef of margir kallar eru.)

svo ég , lol, talaði við gúppíana um þetta, og merkilega þá fannst mér þetta mikið skána. (er mikið rólegri hópur eftir nokkur ár hjá mér, en guppíar eru rosalega social og forvitnir, finnst gaman að narta í puttana mína og svona.) (t.d einstaka sinnum lokast seiði í juwel filterinum, koma bara alltaf í lófann á mér og ég lyfti þeim yfir.lol :))

annars útur twilight zoninu, þá nota ég mikið þéttan gróður og hraðvaxta, hraðvaxta tryggir að vatnið er alltaf tært og heldur þörungum meira í burtu. (svo er ég með diy co2 til að spítta meira upp, en þess þarf í raun ekki með plönturnar sem ég nota, nema hárstráið sem ég er að reyna gera teppi úr lol)

svo nota ég hávaxta plöntur til að skipta upp svæðinu, í hella og dali. (er að nota mjög fínblaða og þéttar plöntur, man ekki nafnið.)

og er basically teppi af plöntum yfir öllum botninum nema einum stað sem ég er að gera tilraunir með nýja plöntu.


aðrir hlutir sem ég hef séð að geri þá happy, ég læt filterinn spreyja vatninu beint út, myndar hringsól í vatninu og sterkan straum á einum stað en þeir elska að berjast á móti strauminum, alltaf einhverjir að leika sér að því, aðallega ungviði samt, svo nota ég hávöxnu plönturnar til að brjóta niður strauminn í restinni af tankinum, er hægt flow þegar er næstum komið hringinn.

t.d fíla þeir líka að synda í gegnum loftkúlur frá loftpumpu.


gæti sýnt eina mynd sem ég er með af þessu (vísu yfirlýsta og örlítið óskýra, á ekki myndavél, fékk bara senda þessa mynd frá pabba.)
en ég veit ekki hvernig á að setja myndir upp hérna.
sso
Posts: 24
Joined: 02 Jun 2012, 22:29

Re: Mitt Guppy búr.

Post by sso »

er þessi hlynur með búð?

rosalega flottir þessir bláu guppíar já, langar í :) (á svona appelsínugula aðallega (er svona eld munstur (svipað eins og á hotrodunum í gamla daga) blandað við slöngumynstur.) (svo er restin aðallega svartir,)

en bláir guppíar myndu passa perfectly við, (skugginn af appelsínugulum er blár og öfugt (semsagt passar rosalega vel saman :))
Billi fish
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2013, 03:18

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Billi fish »

Hvað er að frétta af ræktinni Agnes eg er sjálfur i þvi að rækta guppy og buinn að vera af þvi i 2 ár með góðum árangri
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Agnes Helga »

Það gengur erfiðlega þessa daganna, hef lítinn tíma haft til að sinna þessu, flutti og svona svo þetta hefur farið ekkert sérlega vel, en er að byrja að fara aftur á fullt, reyndar með minna búr, eða aðeins 56 L og 85 L búr undir ræktina.

Ertu með eitthverja til sölu? Vantar í mína rækt heilbrigða fiska :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Billi fish
Posts: 15
Joined: 26 Feb 2013, 03:18

Re: Mitt Guppy búr.

Post by Billi fish »

Allir guppy sem eg ætla að selja farnir eg a samt einhvern slatta sem eg er að nota i ræktunn og nokkrir 5 mánaða gamlir sem eg ætla að setja svo i ræktunn
Post Reply