fyrsta búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

hæhæ

Mig langar að athuga hvort þið snillingarnir viljið ekki aðstoða nýliða eins og mig, :)
ég var sem sagt að fá gefins búr 180 lítra.
nú veit ég ekkert um þetta en mig langar að hafa eitthvað litríkt sem grípur augað.
eða hvað mælið þið reynsluboltarnir með fyrir svona nýliða í þessu er eitthvað auðveldara en annað og hvað á maður að varast.

kv siffi
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: fyrsta búrið mitt

Post by Pjesapjes »

Sælir og velkominn á spjallið :)

180 L búr er frábært til að byrja á, til hamingju með það
fylgdi einhver búnaður með búrinu, s.s. dæla, hitari, ljós o.s.frv. ?

Guppy skrautfiskar væru fínir sem fyrstu fiskar.
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

sæll og takk

já með búrinu kom dæla með filter og svona keramik steinum í, veit ekki hvað hún heitir gæti nú grafið það upp
það er ljós í lokinu 38W flúor pera
Dælan dregur loft með þegar hún dælir er það nóg í svona búr eða þarf maður loftdælu?
það er reyndar ekki hitari hvaða hitastig þarf að vera á búrinu og hvað þarf maður margra "Watta" hitara í svona búr
ég er búin að setja það upp með steinum, vatni og skrauti einhver plast hellir og svo verslaði ég mér eina rót.

er mikið vesen að vera með lifandi gróður?
fjölga svona gubby skrautfiskar sér mikið?


Siffi
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Re: fyrsta búrið mitt

Post by Pjesapjes »

Loftdæla er alveg óþörf ef þú ert duglegur við vatnsskiptin.
sæmilegur hiti fyrir flesta fiska er 23-26 gráður væri fínt hjá þér að fá þér lítinn hitamæli
100w hitari er sæmilegur í svona búr

og nei það er í rauninni ekki mikið vesen að vera með lifandi gróður. maður verður bara að velja rétt miðað við ljósstyrkinn hjá sér.

best er að geta bætt bætiefni fyrir gróðurinn útí vatnið svo hann verði fallegur og ekki of gróf möl
það eru til allskonar bætiefni bæði í vökvaformi og í stiklum/töflum

guppy kvk hrygna einu sinni í mánuði lifandi afkvæmum.
en guppyinn er þannig fiskur að hann étur afkvæmin um leið ef þau komast uppí hann, þess vegna er gott að fá sér gotbúr ef maður vill láta þau lifa.

ég er sjálfur með 180 L búr og gæti sent þér myndir og upplýsingar hvernig ég hátta mínu búri :)
Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

Sæll
já það væri nátturlega snilld að fá myndir og hvernig þú er með þetta.
er samt búin að vera með vatn í því núna í rúmlega viku. Las einhverstaðar að það væri gott
að lofa því að jafna sig áður en ég verslaði fiska ætla að kaupa nokkra á mánudaginn.
ein pæling mér finst vatnið farið að verða grænt á lit er eitthvað hægt að gera í því er ég að fá eitthvað upp í búrinu sem
var í því áður en ég eignaðist það
kv siffi
unnisiggi
Posts: 270
Joined: 14 Apr 2010, 21:49

Re: fyrsta búrið mitt

Post by unnisiggi »

hvað ertu með ljósinn kveikt lengi
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

ég hef ekkert kveikt ljósi enþá
þar sem ég var ekki kominn með fiska í það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: fyrsta búrið mitt

Post by Vargur »

Er einhver lykt af vatninu ? Skiptu bara um vatnið ef þér líst illa á það.
Ef allur búnaður virkar eðlilega þá er ekkert mál að setja fiska í búrið þó vatnið sé nýtt.
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

Voðalega lítil lykt en ég skipti því út og nú er það orðið tært aftur
sjáum hvað gerist :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: fyrsta búrið mitt

Post by Elma »

þetta hefur líklega verið þörungablómi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
siffi
Posts: 12
Joined: 21 Feb 2013, 18:17

Re: fyrsta búrið mitt

Post by siffi »

getur einhver sagt mér hver munurin er á þessum perum Day-Lite, Warm-Lite og Colour-Lite
er að skoða nýja peru í búrið veit ekkert hvað var fyrir nema hún var 38W

siffi
Post Reply