Bilað T5 ljós ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Bilað T5 ljós ?

Post by Vargur »

Ég er með T5 ljós með tveimum perum í nýlegu Avkastabil búri, þegar ég kveiki á ljósinu kviknar á því í augnablik og slökknar svo.
Kannast einhver við þessa bilanalýsingu og veit hvað er að ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Bilað T5 ljós ?

Post by keli »

Eru perurnar 100% í lagi?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Bilað T5 ljós ?

Post by Vargur »

Ég hef ekki prófað að skipta um perur en þær eru nýlegar og eiga fullt eftir af uppgefinni endingu. Gæti þessi lýsing átt við ef ein peran væri ónýt ? Mundi þá ekki bara vera aldautt á ljósunum eða bara dautt á ónýtu perunni. ?
User avatar
Zenwork
Posts: 39
Joined: 02 Dec 2012, 22:15
Location: Rvk
Contact:

Re: Bilað T5 ljós ?

Post by Zenwork »

Lenti nákvæmlega í því sama.
Var reyndar með T8 perur 30W í 360L búri.
Niður staðan hjá mér var að Balestin var ónýt.

Balestar eru með hitanema sem bilar og þá logar ljósið kannski í smá tíma.
Bilunin lýsir sér oft þannig að fyrst logar kannksi í nokkarar min. Svo styttist tíminn og að lokum er eins og balestin reyni send á ljósin og kemur þá smá blikk og svo ekkert meir.

Ef önnur peran er ónýt kemur ekkert ljós ef t.d tvær perur eru tengdar sömu balestina ef nokkur leið er að vita það. Þetta er yfirleitt soðið vel saman og lokað.

Í mínu tilfelli

Í stað þess að kaupa rán-dýarar perur útbjó ég mér nýtt ljós
Smíðaði nýtt ljós með stöðluðum peru-stærðum.
Smíðaði T5 ljós og er nú með 2x54W 6500K og 2x30W 4000K
Einhver gæti sagt að þetta sé ekki nóg en allt gengur eins og sögu hér á bæ...
Prufaði 2x54w 8000K sem mér fannst perónulega allt of hvítt ljós.

Mjög lítið mál að smíða ljós ef hausinn er virkjaður.
Upplýsingar á Bellest hverng tengja skal ef þú ert með t.d. Balest sem tekur fleiri en eina tegund / stærð af perum.
Þó mæli ég ekki með því ef viðkomandi hefur ekki komið nálægt rafmagni.

Bara smá pæling með kassan utan um ljósið þar sem ég vildi ekki hafa það hangandi yfir búrinu heldur undir lokinu.
Kaus að hafa hann ekki úr málmi þar sem huga þarf þá að jörð ofl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Bilað T5 ljós ?

Post by Squinchy »

Hef lent í þessu, hélt það væri ballestin líka en svo reyndist ekki vera

Taka perurnar úr, skoða snerturnar á fattningunni og perunni, ef það er eitthvað oxun sem gæti hindrað straum þá þarf að nudda það í burtu með contact spray/olíu

getur líka virkað að juða perunni í perustæðunni

gæti líka verið peran
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply