Loftdæla er alveg óþörf ef þú ert duglegur við vatnsskiptin.
sæmilegur hiti fyrir flesta fiska er 23-26 gráður væri fínt hjá þér að fá þér lítinn hitamæli
100w hitari er sæmilegur í svona búr
og nei það er í rauninni ekki mikið vesen að vera með lifandi gróður. maður verður bara að velja rétt miðað við ljósstyrkinn hjá sér.
best er að geta bætt bætiefni fyrir gróðurinn útí vatnið svo hann verði fallegur og ekki of gróf möl
það eru til allskonar bætiefni bæði í vökvaformi og í stiklum/töflum
guppy kvk hrygna einu sinni í mánuði lifandi afkvæmum.
en guppyinn er þannig fiskur að hann étur afkvæmin um leið ef þau komast uppí hann, þess vegna er gott að fá sér gotbúr ef maður vill láta þau lifa.
ég er sjálfur með 180 L búr og gæti sent þér myndir og upplýsingar hvernig ég hátta mínu búri

Kv. Pjesi
___________
180L Juwel
4x 105L rekkabúr
63L ancistru ríðubúr og seiðabúr
54L Juwel óselt
20L í útláni
13L búr