Snertiflötur fiskabúrs
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
Snertiflötur fiskabúrs
Sæl öll
Ég var að kaupa Akvastabil 250 lítra búr og ætla að smíða stand undir það. Ég er búinn að vera að skoða netið í leit að hugmyndum, þar á meðal standinn hans Sven sem mér finnst geggjaður. Svo rakst ég á þráð á plantedtank.net þar sem menn póstuðu myndum af stöndum sem þeir höfðu smíðað sjálfir og þar var einn sem mér finnst mjög fallegur í einfaldleika sínum:
Hornspýturnar einar og sér duga til að halda þunganum (hann er með 90gal/340l á þessum stand hjá sér), en ég velti fyrir mér hve veigamiklu hlutverki milliböndin/þverspýturnar gegni í að dreifa stressinu sem gæti myndast á búrið? Botnplata er í raun óþörf vegna þess að botnplata búrsins hvílir hvort eð er aldrei á neinu vegna rammans sem er um Akvastabil búrin, eða hvað? Og hvar fær maður almennilegt timbur hérlendis, þ.e. sem er nógu fallegt til að smíða húsgögn úr?
Hér eru myndir af búrinu á standinum hjá honum.
Ég var að kaupa Akvastabil 250 lítra búr og ætla að smíða stand undir það. Ég er búinn að vera að skoða netið í leit að hugmyndum, þar á meðal standinn hans Sven sem mér finnst geggjaður. Svo rakst ég á þráð á plantedtank.net þar sem menn póstuðu myndum af stöndum sem þeir höfðu smíðað sjálfir og þar var einn sem mér finnst mjög fallegur í einfaldleika sínum:
Hornspýturnar einar og sér duga til að halda þunganum (hann er með 90gal/340l á þessum stand hjá sér), en ég velti fyrir mér hve veigamiklu hlutverki milliböndin/þverspýturnar gegni í að dreifa stressinu sem gæti myndast á búrið? Botnplata er í raun óþörf vegna þess að botnplata búrsins hvílir hvort eð er aldrei á neinu vegna rammans sem er um Akvastabil búrin, eða hvað? Og hvar fær maður almennilegt timbur hérlendis, þ.e. sem er nógu fallegt til að smíða húsgögn úr?
Hér eru myndir af búrinu á standinum hjá honum.
Re: Snertiflötur fiskabúrs
efnissalan er líka með eitthvað efni. Líklega bara óheflað samt. En allskonar gegnheila eik o.fl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Snertiflötur fiskabúrs
Algengur miskilningur, en standur er bara einn fótur undir búri
Re: Snertiflötur fiskabúrs
Glæsilegt, þakka svörin. Er einhver með pælingar varðandi þyngdardreifingu búrsins á lappirnar/þverböndin? Sem og álit manna á engri plötu á skápnum?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Snertiflötur fiskabúrs
efnissalan er með bæði óheflað og heflað efni, mæli með þeim.keli wrote:efnissalan er líka með eitthvað efni. Líklega bara óheflað samt. En allskonar gegnheila eik o.fl.
(ég er með þykktarhefil annars ef þig vantar aðstoð með óunnið efni)
Re: Snertiflötur fiskabúrs
Ég mæli líka sterklega með efnissölunni. Ég er með borðplötur í hverju horni frá þeim og ég fékk þær á frábæru verði miðað við aðra staði.
Ég fæ kannski að bögga þig með heflun einhvertíman andri Ertu með þetta í vinnunni eða heima hjá þér? Hvað geturðu heflað þykka bita?
Ég fæ kannski að bögga þig með heflun einhvertíman andri Ertu með þetta í vinnunni eða heima hjá þér? Hvað geturðu heflað þykka bita?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Snertiflötur fiskabúrs
bara í vinnunni, minnir að hann taki max 10-12cm þykkt en man ekki alveg breiddina, eitthvað í kringum 20-25cm
Re: Snertiflötur fiskabúrs
Varðandi þyngdardreifingu þá dreifist þyngdin á þá púnkta sem búrið hvílir á. Með þennan stand þá dreifist þyngdin aðalega á enda búsinns sem eitt og sér er í fínu lagi en ef að viðkomandi myndi hlaða miklu upp í miðjunni á því eða að missa eitthvað í botninn þá gæti glerið gefið eftir þar sem það er ekkert bak við það til að halda við það. Persónulega myndi ég setja þverstífu eftir miðjunni eða á 50cm millibili til að lámarka hættu á þessháttar slisum en þetta er samt allt í hlutfalli við hersu stór botnflöturinn er, hvaða efni hann situr á og hve þykkt botnglerið er. Það sem væri lang sniðugast að gera er að sleppa þverstífum og að fjölga löppum þar sem að fura sem er algengasta efnið sem er verið að smíða úr svignar undan þunga á langveginn en mjög erfitt er að kremja hana saman. Ef ég væri að smíða stand núna og vildi vera undir 50 þús. í efniskostnað myndi ég smíða standinn úr furu og svo skoða hvaða úrval er af fallegum spón og spónleggja hann eins og flest öll húsgögn eru í dag. Efnissalan er t.a.m. með fínt úrval af fallegum spón.
http://www.efnissalan.is/?page_id=9
http://www.efnissalan.is/?page_id=9
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Snertiflötur fiskabúrs
athugaðu líka varðandi botninn að þú sagðir að akvatabil búrin hvíla á rammanum, að þegar þú kaupir nýtt akvastabil búr (amk var það þannig með mitt gamla) að það fylgir þunn frauðplastplata með til að hafa undir botninum sem styður við botnglerið þannig þyngdin liggi ekki bara meðfram brúnunum.
Það er kannski óþarfi að spá í þessu með 250L búr en vildi bara koma þessu að
Það er kannski óþarfi að spá í þessu með 250L búr en vildi bara koma þessu að
Re: Snertiflötur fiskabúrs
Þetta vissi ég ekki, takk fyrir þetta.Andri Pogo wrote:athugaðu líka varðandi botninn að þú sagðir að akvatabil búrin hvíla á rammanum, að þegar þú kaupir nýtt akvastabil búr (amk var það þannig með mitt gamla) að það fylgir þunn frauðplastplata með til að hafa undir botninum sem styður við botnglerið þannig þyngdin liggi ekki bara meðfram brúnunum.
Það er kannski óþarfi að spá í þessu með 250L búr en vildi bara koma þessu að