Vildi bara þakka fyrir þessa frábæru vefsíðu. Var að afla mér upplýsinga á Internetinu, fyrst í stað,um áhuga minn á að smíða mér Malawi Cichlidu búr. Fyrst í stað miðaði ég við u.þ.b. 150 lítra búr, en er kominn uppí tæplega 400 lítra+ Sump núna. Mesta og besta lærdóminn hef ég fengið á þessum vef, í Diy. Hér er samankomin gríðarleg og góð þekking á viðfangsefni því sem vefurinn fjallar um. Hér hef ég séð margann snillinginn opna viskubrunn sinn og í mínu tilfelli er það ómetanlegt. Gott að þurfa ekki að vera að reka síg á með marga hluti og finna upp hjólið aftur. Hausinn á mér er fullur ( eða kannski bara 1/2 eða 1/8 ) af hugmyndum sem ég ætla að deila með ykkur, til að fá álit, þegar ég get haldið áfram. Ég er jú bara venjulegur launamaður sem þarf að leigja íbúð á svæði sem eitt mjög stórt fyrirtæki ( á Íslenskan mælikvarða ) ræður verðlagningu leigusala. Óþolinmæði væri ekki góð í þessu sambandi. Jæja, þettað kjaftæði í mér er orðið nógu langt, kem með spurningar mínar og hugmyndir inn á annan link hér á spjallinu.
Góðar stundir
issojB.
Frábær vefsíða.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli