er að velta fyrir mér hvað ég slepp við að gefa sikliðunum mínum í marga daga í senn. ég er að fara útur bænum á morgun ég verð í viku hvað þarf ég að láta gefa þeim oft þessa viku ?
er ekki betra að þú látir gefa þeim þó ekki nema einu sinni eða tvisvar sinnum ef þú hefur einhvern til að gefa þeim þó að þeir hafi þetta örugglega af að borða ekkert alla vikuna...
ef að þú ert með manneskju sem er til í að gefa þeim mundi ég nýta það, þó það væri ekki nema tvisvar þrisvar sinnum á þessum tíma
Annars eiga þeir að geta lifað án fóðurs í þennan stutta tíma
Þeir eiga að lifa þetta af án vandræða en auðvitað er best að fá einhvern til að gefa þeim ef hægt er. Því oftar því betra, passaðu bara að sá sem kemur og gefur, að hann fóðri ekki of mikið, best væri að þú settir sjálfur fóður í nokkra poka.
Já ég hef farið í 12 daga frí og sleppt því að gefa fiskum að éta.
Ef þetta eru vel nærðir og stálpaðir fiskar þá hefur nokkurra daga svelti engin slæm áhrif á þá.
Það er oft betra að gera það heldur en að biðja einhvern um að gefa, vegna þess að fólk á það til að gefa of mikið að éta sem getur ollið næringaefnasprengju og farið verr með fiskana en sveltið.
hef einu sinni lent í því og vil helst ekki lenda í því aftur...
það var hreint helvíti að koma heim og sjá þessa kjarnastyrjaldarafganga sem eitt sinn voru fiskabúr.