UV í, eða við Malawi Cichlidu búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
UV í, eða við Malawi Cichlidu búr
Segið mér eitt, er ekki betra að hafa UV system í eða við Malawi cichlids búr. Það sagði mér fróður fiskabúrs-spekingurað, ef ég fengi mér svona búnað, þá að keira hann aðeins stutt á degi hverjum. Hvað segið þið um það ?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: UV í, eða við Malawi Cichlidu búr
UV má vera í gangi allan sólahringinn en líftíminn á perunni er takmarkaður, þessvegna er ágætt að hafa ljósið á timer og hafa bara í gangi nokkra tíma á dag til að láta peruna endast lengur.
Re: UV í, eða við Malawi Cichlidu búr
Takk fyrir Andri.
Þettað kemur þá ekkert niður á að halda góðri becteríu flóru í búrinu ? Var að fá Nippla sendingu frá Vatnsvirkjanum í vikuni. Man ekki hvort ég var búinn að mynnast á það hérna einhvernstaðar áður, en ég rakst á 10 stk af 61 cm hvít PVC rör 3/4" og 3 kúlu stopplaoka í vinnuni, sem átti að henda, ég fékk að hirða það altsaman( stíf mæling rör utan og stopplokar, innanm, 27 mm, en það stendur á lokunum 3/4" ). Ég pantaði mér nippla ofl frá Vatnsvirkjanum, fyrir 3/4". En til að geta notað rörin, sem ég ætlaði í að búa til tvöfalt yfirfall og annað tilfallandi vegna búrsins, þá þarf ég að taka 2 mm utanaf hverjum rörbút sem þarf að fara í nippil frá þeim. Ég á ekki rennibekk, og hef ekki aðgang að slíkum, en er samt búinn að gera eina prufu, sem virðist ætla að ganga.
Ég tek myndir af þessu öllu saman og set inn á spjallið, ef einhverjir hafa áhuga. Ég veit ekki hvort ég geti sett myndirnar inná spjallþráðinn, er nefnilega lítill tölvukarl,
bara venjulegur 6-8 þumalputta gaur. Get sagt eins og einn sagði við mig fyrir þónokkru síðan ,, Ég er betri í því að geta konu barn, en að taka á móti barninu "
Einn með tvo þumalputta, eða jafnvel fleiri.
Þettað kemur þá ekkert niður á að halda góðri becteríu flóru í búrinu ? Var að fá Nippla sendingu frá Vatnsvirkjanum í vikuni. Man ekki hvort ég var búinn að mynnast á það hérna einhvernstaðar áður, en ég rakst á 10 stk af 61 cm hvít PVC rör 3/4" og 3 kúlu stopplaoka í vinnuni, sem átti að henda, ég fékk að hirða það altsaman( stíf mæling rör utan og stopplokar, innanm, 27 mm, en það stendur á lokunum 3/4" ). Ég pantaði mér nippla ofl frá Vatnsvirkjanum, fyrir 3/4". En til að geta notað rörin, sem ég ætlaði í að búa til tvöfalt yfirfall og annað tilfallandi vegna búrsins, þá þarf ég að taka 2 mm utanaf hverjum rörbút sem þarf að fara í nippil frá þeim. Ég á ekki rennibekk, og hef ekki aðgang að slíkum, en er samt búinn að gera eina prufu, sem virðist ætla að ganga.
Ég tek myndir af þessu öllu saman og set inn á spjallið, ef einhverjir hafa áhuga. Ég veit ekki hvort ég geti sett myndirnar inná spjallþráðinn, er nefnilega lítill tölvukarl,
bara venjulegur 6-8 þumalputta gaur. Get sagt eins og einn sagði við mig fyrir þónokkru síðan ,, Ég er betri í því að geta konu barn, en að taka á móti barninu "
Einn með tvo þumalputta, eða jafnvel fleiri.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: UV í, eða við Malawi Cichlidu búr
neinei mesta bakteríuflóran er í hreinsidælunni og mölinni svo það skiptir engu þó uv ljósið sé að steikja vatnið.
Notaðu bara www.fishfiles.net fyrir myndirnar, mjög einfalt.
Notaðu bara www.fishfiles.net fyrir myndirnar, mjög einfalt.