Tvöfalt yfirfall úr búri í sump
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
Tvöfalt yfirfall úr búri í sump
Var að klára samsetningu á tvöföldu yfirfalli. Ég kemst nú ekki í hóp snillanna hérna eftir þessa samsetningu. Ég er búinn að prufa þettað,og það virkar.
Þó þettað sé ekki fyrir augað þá er, held ég fyrir mestu að, það virki. Reyni svo að fela þetta eftir bestu getu.
En skelfing getur þettað reynt á þolinmæðina þegar maður býr ekki á Reykjavíkur svæðinu, þar sem úrvalið er skárst af því dóti sem þarf í þettað.
Ég hef verið að spá í hvar væri best að ná sér í steina í búrið, hérna í nágrenninu. Það er til mjög flott flögugrjót hér í útjaðri þorpsins sem ég hef augastað á, svo á það eftir að koma í ljós hvort má ganga í þettað. Kannski þarf maður að spyrja Svandísi Svavars umhverfis, um leyfi
Er það ekki rétt skilið hjá mér að erfit hefur reynst að fá Gegnumtak ( Bulkheads ) hérna heima ? Ég sé að það er hægt að panta þettað að utan.
Re: Tvöfalt yfirfall úr búri í sump
PVC gegnumtök eru af skornum skammti hérna.. Ég hef getað reddað mér með skrúfuð pvc fittings til að ná því fram, en það dugar í max 6mm gler finnst mér.
Er þetta í saltvatn eða ferskvatn?
Ég myndi svo skoða einhverskonar styrkingar á skápinn þar sem þú skarst úr honum, pínu risky án þerra þó það sleppi hugsanlega.
Er þetta í saltvatn eða ferskvatn?
Ég myndi svo skoða einhverskonar styrkingar á skápinn þar sem þú skarst úr honum, pínu risky án þerra þó það sleppi hugsanlega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Tvöfalt yfirfall úr búri í sump
Sæll Keli.
Þettað á að vera fyrir Malawi Cichlidur. Eins og sést á myndinni þurfti ég að opna annan ferninginn, til að geta stungið sumpnum inn. Já Keli, ég er eiginlega búinn að ákveða að setja tvo ferninga úr 40X60 mm Profíl, við hvora plötu. En segðu mér eitt, heldurðu að það borgi sig ekki að setja góða platta eða renninga undir lappirnar, til að skemma síður Parketið ?
Þettað á að vera fyrir Malawi Cichlidur. Eins og sést á myndinni þurfti ég að opna annan ferninginn, til að geta stungið sumpnum inn. Já Keli, ég er eiginlega búinn að ákveða að setja tvo ferninga úr 40X60 mm Profíl, við hvora plötu. En segðu mér eitt, heldurðu að það borgi sig ekki að setja góða platta eða renninga undir lappirnar, til að skemma síður Parketið ?
Re: Tvöfalt yfirfall úr búri í sump
Ég lenti ekki í neinum vandræðum með skemmt parket og 530l akvastabil búr og skáp..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net