Gullfiskurinn minn var að hrygna!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Gullfiskurinn minn var að hrygna!

Post by Strumpur »

Er með nokkra gullfiska og það eru komin hrogn. Ég færði hrognin og gervigróðurinn í skál, er ekki með annað búr og það eru komin nokkur seiði..Hvað á ég að gefa þeim að borða ? Þetta eru pínulítil dýr!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Gullfiskurinn minn var að hrygna!

Post by keli »

gullfiskaseiði þurfa örsmátt fóður, þörunga, infusoria og þannig fyrstu dagana. nýklakin artemía er t.d. of stór... Skál er líklega ekki lífvænlegt til langs tíma, seiðin þurfa stabílt hitastig, mikið súrefni og góð vatnsgæði. Passaðu allavega að gefa ekki of mikið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Re: Gullfiskurinn minn var að hrygna!

Post by Strumpur »

Takk fyrir þetta, það eru komin fullt af seiðum í viðbót og ég náði nokkrum "fúleggjum" í burtu. Veit ekki alveg í hvað ég get sett þau, ætli ég verði ekki að kaupa bara annað búr fyrir þau :) hvað ætli svona seiði séu lengi að stækka ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Gullfiskurinn minn var að hrygna!

Post by Vargur »

Gullfiskar eru ekki gotfiskar en þér eru fyrirgefið þau smávægilegu mistök.

Hvað eru foreldrarnir í stóru búri og eru aðrir fiskar í því ?
Eins og Keli segir þá þurfa seiðin infusoriu og þess háttar smádýraflóru og stöðuleika til að lifa af þannig að nýtt búr eða skál er alls ekki gott fyrir þau. Betra væri að færa foreldrana og leyfa seiðunum að alast upp í aðalbúrinu.
Foreldrarnir eru líklegri til að þola sveiflur en seiðin.

Ef þú færir seiðin þá er mikilvægt að hafa loftdælu hjá þeim, færa búrskraut og 1-2 lúkufylli af möl úr aðalbúrinu með þeim þannig þau hafi eitthvað til að kroppa í, spirulina duft (fæst í apótekum) er einnig ákjósanlegt seiðafæði, passaðu bara að gefa minna en meira.

Ég á hugsanlega búr til að lána þér fyrir seiðin eða foreldrana ef þú villt, sendi símanr. í ep.
Post Reply