Sæl verið þið.
Ég er að gera svolitla tilraun, er með 600 l gosbrunn þar sem mig langar að setja gullfiska og prufukeyra þetta, læra á þetta Það er hreinsari ætlaður fyrir tjarnir kominn í brunninn. Svo næsta sumar tek ég líklega stóra stökkið og geri alvöru tjörn.
Jæja, ég setti upp gosbrunninn og setti voða glöð gullfiskana mína 3 út í, eins og mér hafði verið sagt í dýrabúð að væri í lagi. Þeir voru voða slappir í sólarhring svo ég fiskaði þá upp úr aftur og setti í fiskabúrið sitt... þá voru þeir með urrandi sporðátu út um allt... jæja lyf var sett í búrið nokkra daga í röð og þeir læknuðust en það vantar núna 2/3 á sporð og ugga
Svo þetta gekk greinilega ekki. Hvað á ég að gera?
Ég ætla náttúrulega, þegar ég kemst, út í búð og fá mér koi fyrir tjörnina (venjulegir gullfiskar eiga greinilega bara heima inni). En hvað meira? Hvaða efni á ég að láta út í til að gera vatnið almennilegt? Er eitthvað meira sem ég á að gera? Er einhver kennslusíða til, sem er miðuð við íslenskar aðstæður? Er einhver gamall fræðslu-spjallþráður hér sem ég finn ekki?
Og... það er gaman að vera kominn hér meðal spekinga : )
Gullfiskatjarnir.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Gullfiskar geta alveg verið úti í kuldanum eins og koi, þannig að það ætti ekki að vera vandamálið.
Mig grunar að tjörnin þín sé einfaldlega full af næringarefnum, nítrati, jafnvel nítríti og ammóníu og fiskarnir hafi ekki þolað það. Það er líklega útaf því að tjörnin er nýuppsett og ekki komin bakteríuflóra í hana sem vinnur úr þessum efnum. Ef þú hefur tök á því, þá er sniðugt að mæla vatnsskilyrðin (ph, no3, no2 og ammóníu). Það gilda allar sömu reglur um vatnsskilyrði í tjörnum og fiskabúrum þannig að þú getur lesið þér til um á netinu um "cycling" á búrum og hvernig það allt fer fram.
Mig grunar að tjörnin þín sé einfaldlega full af næringarefnum, nítrati, jafnvel nítríti og ammóníu og fiskarnir hafi ekki þolað það. Það er líklega útaf því að tjörnin er nýuppsett og ekki komin bakteríuflóra í hana sem vinnur úr þessum efnum. Ef þú hefur tök á því, þá er sniðugt að mæla vatnsskilyrðin (ph, no3, no2 og ammóníu). Það gilda allar sömu reglur um vatnsskilyrði í tjörnum og fiskabúrum þannig að þú getur lesið þér til um á netinu um "cycling" á búrum og hvernig það allt fer fram.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Aha...
Ég er nú með nokkuð margra ára reynslu sem amatör með gotfiska, gulliska og tilraunamennsku með nokkrar aðrar tegundir en stend alveg eins og api þarna. Þegar ég set upp búr með nýju vatni set ég efni út í sem gerir vatnið í lagi en vá, ég tímdi því ekki í 600 l Svolítið dýrt Er hægt að fá einhverja supersize útgáfu fyrir svona magn?
Hef ekki verið með svona strimla að tékka á vatni í búrunum en fæ mér þannig núna og líka fyrir tjörnina : ) Takk : )
Hef ekki verið með svona strimla að tékka á vatni í búrunum en fæ mér þannig núna og líka fyrir tjörnina : ) Takk : )
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Takk fyrir það : )Kristín F. wrote:Sæl ; ) og velkomin á spjallið .. við erum allt of fá Tjarnarfólkið
Koi og Comet Gullfiskar henta vel í tjarnir ..
Endilega sýndu okkur MYNDIR
Gangi þér vel
(var að setja inn þráð með upplýsingum sem vonandi nýtast þér)
Ég reyni að fara eftir ráðum ykkar... ég prófaði að láta gosbrunninn standa í nokkra daga og setti svo 2 koi og 1 ghost í hann, ghostinn varð slappur og ég skellti honum í fiskabúr en koi-arnir virðast ætla að þola þetta Húrra húrra Nú fer ég að lesa um cycling ofl....
Vá... þetta leiddi mig inn á mjög skemmtilega, einfalda og fróðlega síðu um fiskabúrahald : )
http://www.firsttankguide.net/cycle.php
http://www.firsttankguide.net/cycle.php