Ég er að gera svolitla tilraun, er með 600 l gosbrunn þar sem mig langar að setja gullfiska og prufukeyra þetta, læra á þetta

Jæja, ég setti upp gosbrunninn og setti voða glöð gullfiskana mína 3 út í, eins og mér hafði verið sagt í dýrabúð að væri í lagi. Þeir voru voða slappir í sólarhring svo ég fiskaði þá upp úr aftur og setti í fiskabúrið sitt... þá voru þeir með urrandi sporðátu út um allt... jæja lyf var sett í búrið nokkra daga í röð og þeir læknuðust en það vantar núna 2/3 á sporð og ugga


Svo þetta gekk greinilega ekki. Hvað á ég að gera?
Ég ætla náttúrulega, þegar ég kemst, út í búð og fá mér koi fyrir tjörnina (venjulegir gullfiskar eiga greinilega bara heima inni). En hvað meira? Hvaða efni á ég að láta út í til að gera vatnið almennilegt? Er eitthvað meira sem ég á að gera? Er einhver kennslusíða til, sem er miðuð við íslenskar aðstæður? Er einhver gamall fræðslu-spjallþráður hér sem ég finn ekki?
Og... það er gaman að vera kominn hér meðal spekinga : )