Nei, ég var ekkert farinn að kíkja neitt, bý á landsbyggðinni og var einmitt að vona að einhver sem heimsækir gæludýraverslanir oftar en ég hefði kannski séð svona á nýlegum rúnti milli þeirra og gæti sagt mér frá. Ég held það sé frekar erfitt að lýsa þessu í orðum yfir símann fyrir starfsmanni verslunar og ég nenni varla í fýluferð að kíkja á rætur sem eru svo allt öðruvísi..