Juwel rekord 800 hitari?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
fiskastelpa2013
Posts: 11
Joined: 20 Feb 2013, 21:13

Juwel rekord 800 hitari?

Post by fiskastelpa2013 »

Er með 100w hitara í juvel búrinu mínu, held það sé um 110l. Finnst samt eins og vatnið hitni ekkert, sama hvað ég stilli mælinn hátt, getur verið að þetta sé ekki nógu öflugur hitari eða bilaður? Hvað er normal stærð á hitara í 110l búr ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Juwel rekord 800 hitari?

Post by Vargur »

100w hitari er feikinóg í 110 lítra búr.
Þó þú stillir hitaran á ákveðið hitastig þá er engan vegin víst að hann haldi því nákvæmlega, hvað er hitastigið í búrinu og hvað er hitarinn stilltur á ?
Ef þú ert ekki með hitamæli þá ættir þú að kaupa hann sem fyrst, það er engan vegin nákvæm mæling að stinga puttunum í vatnið og finnast það of heitt eða kalt.

Þú getur prófað að taka hitarann úr sambandi og úr búrinu, stinga honum svo í samband og halda neðsta hluta hans í hendinni, ef hann hitnar ekki óþægilega mikið á 1-2 mínútum þá er hann sennilega ónýtur, þá ferðu með hann í söluaðilan og færð nýjan ef innan við tvö ár er síðan þú keyptir hann
Post Reply