Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by Strumpur »

Er með tvo yellow lab í 120l búri en langar að bæta við fleiri fiskum, hverjum mælið þið með sem eru flottir á litinn og skemmtilegir ?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by Sibbi »

Það er sjálfsagt ýmislegt til, en spurning hvað þú ætlar þér með þessa Yellowa, ef þú ert að hugsa um að fá undan þeim fækkar möguleikunum.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Re: Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by Strumpur »

Já ég er ekkert að spa í ræktun eða neitt svoleiðis, bara vera með fallegt og skemmtilegt búr..finnst svo erfitt að finna flotta fiska sem geta verið í 120l finnst flestir þurfa að vera í svo risastóru
einars
Posts: 24
Joined: 05 Oct 2009, 21:00

Re: Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by einars »

Ef þú ætlar að hafa malawi í 120 lítrum með yellow lab er best að hafa litlar mbunas sem ekki helga sér yfirráðasvæði. Ég hef haft nokkrar tegundir með yellow lab í 135 lítrum (lengd 95 cm) sem hafa gengið ágætlega. Til að fá blátt má t.d. nota Pseudotropheus sp. Acei Yellow Tail sem er mjög friðsöm. Hins vegar geta þeir orðið ansi stórir (15 cm) en ganga samt. ef þú vilt rauðbrúnt þá er Iodotropheus sprengerae Ryðsiklíða mjög fín með Yellow Lab. Þetta eru tvær einföldustu tegundirnar sem ég hef haft við svipaðar aðstæður.

Síðan má reyna að hafa aðrar tegundir sem eiga það til að helga sér yfirráðasvæði en geta samt alveg gengið: t.d. Cynotilapia afra , Pseudotropheus socolofi og Pseudotropheus saulosi (þar eru samt kellurnar með svipaðan lit og yellow lab). Síðan hef ég haft melanochromis cyaneorhabdos maingano í svona litlu búri en það er meira eins og að spila í happdrætti þar sem þeir geta verið mjög grimmir innbyrðis (en láta yellow lab í friði).

/einar
Strumpur
Posts: 11
Joined: 25 Feb 2013, 22:51

Re: Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by Strumpur »

Vá flottir fiskar! Hvar getur maður nálgast þessa ?
einars
Posts: 24
Joined: 05 Oct 2009, 21:00

Re: Hvaða fiskar passa með yellow lab?

Post by einars »

Var að senda þér einkaskilaboð.

/einar
Post Reply