"Exotic" fiskar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

"Exotic" fiskar

Post by Andri Pogo »

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það séu ekki til sérstakir og/eða sjaldgæfir fiskar hérna á landinu sem fólk veit af?
Þá er ég að meina hjá fólki sem er ekki hérna á spjallinu og er ekki að sýna myndir af þeim á netinu.
Maður hefur ekki hugmynd um hvort það sé mikið eða lítið um flotta fiska í heimahúsum

Rak til dæmis augun í þessa á Fiskabur.is heimasíðunni:
Image
Crocodile gar, þessir geta farið yfir 3metra og 150kg í náttúrunni

Image
Aba aba hnífafiskurinn, verður 150cm og mjög grimmur, drepur flest sem fer í sama búr.

Hvar eru þessir fiskar í dag :?:

Vitiði um fleiri álíka ?
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég veit um einn Crocodile gar hér á landi sem er meira að segja í eigu spjallverja hér
Ég fékk þann heiður að veita honum heimili í nokkra daga á sínum tíma

Image

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já hann er flottur þessi, vill eigandi hans ekki gefa sig fram ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hér er einn sem ég á, kanski ekkert sérstaklega exotic en nokkuð merkilegur samt.

Image

Image
Þetta er Tilapia buttekoferi sem verður um 25cm og kemur frá Afríku, kolvitlaust kvikindi sem drepur allt.
Ég veit ekki betur en að þetta sé eini fiskurinn sinnar tegundar á landinu en það gæti þó verið argasta vitleysa.

Svo á ég par af þessum.
Image
Lophiobagrus brevispinis , ég hef ekki séð þetta í verslunum en þatta par leyndist í Dýraríkinu fyrir nokkrum árum og hafði hryngt í sölubúrið, það hefur þó aldrei hryngt hjá mér svo ég viti.
Post Reply