Hér koma fyrstu myndirnar af seiðunum sem ég fékk undan Melanochromis Auratus (Golden Mbuna).
Fyrstu seiðamyndirnar mínar
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Myndavélin Canon EOS 350D og flassið 430 EX. Ég var svo að fá mér 60mm EF-S Macro linsu, sem ég notaði. Svo tók ég bara fullt af myndum með þrífæti og fjarstýringu.
Það er eiginlega alveg vonlaust að nota autofocus á svona lítil seiði. Þannig að það er bara að reyna að skjóta nógu mörgum skotum með manual focus. Ég náði ekki 100% fókus í neinu skoti, eins og sést á myndunum. Sviðsljósið er svo bara sett inná með Photoshop. Myndirnar eru innan við helmingur af upprunalegri mynd.
Ps.
Ég er búinn að telja 5 seiði í búrinu. Það er fangasíkliðupar og hrygnan í þessu búri. Fangasíkliðurnar hafa ekki náð neinu enn. Kribbuhrygna sem var ásamt hæng í búrinu var búin að góma eitt seiði og var því sett í annað búr.
Það er eiginlega alveg vonlaust að nota autofocus á svona lítil seiði. Þannig að það er bara að reyna að skjóta nógu mörgum skotum með manual focus. Ég náði ekki 100% fókus í neinu skoti, eins og sést á myndunum. Sviðsljósið er svo bara sett inná með Photoshop. Myndirnar eru innan við helmingur af upprunalegri mynd.
Ps.
Ég er búinn að telja 5 seiði í búrinu. Það er fangasíkliðupar og hrygnan í þessu búri. Fangasíkliðurnar hafa ekki náð neinu enn. Kribbuhrygna sem var ásamt hæng í búrinu var búin að góma eitt seiði og var því sett í annað búr.