jafn mikið vesen og mér var sagt?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Rebbi
Posts: 74
Joined: 02 Feb 2013, 01:35

jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by Rebbi »

Ég kíkti inn í eina af gæludýrabúðum borgarinnar í dag og var eitthvað að spurja út í gróðurbúr.
Þar var mér sagt að ég yrði að vera með eitthvað rosalegt kolsýrings dæmi uppá um 100.000 kall,
annars yrði þetta aldrei flott :shock: :shock:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by keli »

Bull. Lestu þér til, það eru margar leiðir til að gera þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Rebbi
Posts: 74
Joined: 02 Feb 2013, 01:35

Re: jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by Rebbi »

keli wrote:Bull. Lestu þér til, það eru margar leiðir til að gera þetta.
Já, mér fannst þetta einmitt vera alveg svakalega of mikil sölumennska hehe
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Re: jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by Einval »

ég var ekki með neitt í mínu búri .gaf ekki neina næringu heldur.og gróðurinn var bara grænn og fín. :)
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by Snjodufa »

er með heimagert Co2 system kostar skít á priki og get meira segja búið til fangavín úr brugginu eftirá :>
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: jafn mikið vesen og mér var sagt?

Post by Sven »

Algjör vitleysa, kolsýra er alveg óþarfi nema að þú sért með mjög mjög mikið ljós í búrinu hjá þér.
Googlaðu þig til um "low tech planted tank". Það er hægt að gera mjög flott gróðurbúr án þess að fara í miklar fjárfestingar, gróðurnæring er oft óþörf, ekki hlusta á sölumenn sem vilja oft selja þér gróðurnæringu, í mörgum tilfellum er hún algerlega óþörf.
Post Reply