Vatnsskipti með slöngu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Vatnsskipti með slöngu

Post by iriser »

Keypti slöngu áðan og ætlaði að nota hana til að tæma búrið mitt og ég hélt ég gæti notað maxi-jet 1200 dælu til að koma flæðinu af stað í slönguna en það er ekki alveg að virka. Á það samt ekki að vera hægt? Hvernig eruð þið annars að koma flæðinu í gang til að tæma/skipta út vatni?? Ekki fer ég að sjúga það í gang á 25m langri slöngu :?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þú ættir að geta sogið í gegnum hana, ég hef reyndar ekki prófað svona langa slöngu, en það eru minni líkur á því að þú fáir vatn upp í þig þegar hún er svona löng. Þegar þú sýgur í slönguna þá þarftu bara að koma vatninu upp fyrir búrbrúnina og aðeins niður fyrir vatnsyfirborð og svo sér aðdráttarafl jarðar um restina!
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ok, takk kærlega. Prufa þetta :D
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Virkaði svona líka fínt :D Hélt ég þyrfti að sjúga vatnið í gegnum alla slönguna en það þurfti bara smá og núna rennur vatnið ljúft í gegnum slönguna :D Algjör snilld :D
Enginn smá munur, ég byrjaði í morgun með fötuna en ákvað svo að fara og kaupa slöngu og prufa :) sé ekki eftir því :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sammmála þér!
Þetta er þvílík frelsun, ég var að gefast upp á mínu stússi þegar ég prófaði þetta.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Eins og þetta gekk vel þá kem ég þessu ekki aftur í gang :? Lítið vatn eftir en það er eins og vatnið sem er í slöngunni nú þegar eyðileggi þetta eitthvað, rennslið fer amk ekki af stað aftur :( Reyndi að tæma slönguna alveg af vatni og prufa aftur en allt kom fyrir ekki :( Hvað þarf ég að gera? Þetta var ekkert mál þegar slangan var alveg vatnslaus :?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

er nógu mikill hæðarmunur á slönguendunum ? Semsagt er slangan í búrinu ekki nokkuð hærra uppi en þar sem vatnið rennur út?

Ef þú ert að láta renna í vask er hægt að festa þann enda við kranann og láta renna vatn í búrið í nokkrar sek og kippa svo slöngunni af krananum, þá byrjar strax að renna til baka.
-Andri
695-4495

Image
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Já það er munur á endunum. Ég er að láta renna í baðið og slönguendinn þar er ofnaí baðinu en hinn í búrinu sem er á skáp svo það er ekki það. Þetta gekk fínt áðan :S Ætla að athuga hvort ég geti látið renna aðeins í búrið ;)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

iriser wrote:Eins og þetta gekk vel þá kem ég þessu ekki aftur í gang :? Lítið vatn eftir en það er eins og vatnið sem er í slöngunni nú þegar eyðileggi þetta eitthvað, rennslið fer amk ekki af stað aftur :( Reyndi að tæma slönguna alveg af vatni og prufa aftur en allt kom fyrir ekki :( Hvað þarf ég að gera? Þetta var ekkert mál þegar slangan var alveg vatnslaus :?
Þú verður að vatnstæma slönguna áður en þú byrjar aftur. Það myndast svokallaður lofttappi í slöngunni ef þú tæmir hana ekki.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Ohh, virkaði ekki, enda eflaust er vaskurinn hærri en botninn á búrinu svo það er kannski ekkert skrýtið :?
Prufa betur í kvöld!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef lítið vatn er í búrinu myndi ég taka lítinn slöngubút og láta renna í fötu fyrir neðan. Það er ekkert mál að hlaupa örfáar ferðir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

iriser wrote:Ohh, virkaði ekki, enda eflaust er vaskurinn hærri en botninn á búrinu svo það er kannski ekkert skrýtið :?
Prufa betur í kvöld!
Yfirborð vatnsins í búrinu verður alltaf að vera hærra heldur en endinn á slöngunni þar sem vatnið rennur út úr.
Ps.
Þú ert nú með svo langa slöngu að þú ættir að geta látið vatnið renna út á götu!
Last edited by Rodor on 08 Aug 2007, 15:52, edited 1 time in total.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Todor wrote:
iriser wrote:Eins og þetta gekk vel þá kem ég þessu ekki aftur í gang :? Lítið vatn eftir en það er eins og vatnið sem er í slöngunni nú þegar eyðileggi þetta eitthvað, rennslið fer amk ekki af stað aftur :( Reyndi að tæma slönguna alveg af vatni og prufa aftur en allt kom fyrir ekki :( Hvað þarf ég að gera? Þetta var ekkert mál þegar slangan var alveg vatnslaus :?
Þú verður að vatnstæma slönguna áður en þú byrjar aftur. Það myndast svokallaður lofttappi í slöngunni ef þú tæmir hana ekki.
Takk geri það ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota maxi-jet 600 til að tæma og virkar fínt og fer alltaf af stað án vandræða, ef eitthvað vesen er fyrst er oftast nóg að draga dæluna nær yfirborðinu til að koma rensli af stað.
Svo er gott að láta slönguendan fara í sem lægstan punkt, td. sturtubotn eða baðkarið.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Vargur wrote:Ég nota maxi-jet 600 til að tæma og virkar fínt og fer alltaf af stað án vandræða, ef eitthvað vesen er fyrst er oftast nóg að draga dæluna nær yfirborðinu til að koma rensli af stað.
Svo er gott að láta slönguendan fara í sem lægstan punkt, td. sturtubotn eða baðkarið.
Hvernig notaru hana? Ertu með hana í búrinu og dælir vatninu í gegnum slönguna? Þannig að slangan fer þar sem vatnið fer út? :?
Aulaspurning ég veit :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þannig að slangan fer þar sem vatnið fer út?
Hmm.. skil ekki þennan part af spurningunni.
En að sjálfsögðu er ég með dæluna í búrinu og dæli í gegnum slönguna ef ég er að tæma úr búrinu með henni, annars gengi sennilega illa að dæla úr.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Takk takk fyrir hjálpina, gekk fínt, notaði dæluna til að klára þetta og ætla að nota hana hér eftir en ekki að sjúga í slönguna.
Var að ljóskast þarna í gær :oops:
Skil þetta algjörlega núna ;)

Þá er bara næsta skref að tæma sandinn og setja svo upp búrið eins og það á að verða ;)
Ætla að setja upp malaví búr ;)
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Þegar ég hef vatnaskipti nota ég baðkerið í verkið, ég tengi slönguna þar sem sturtan er tengd, mæli rétt hitastig á hinum stútnum og skipti svo yfir þegar réttu hitastigi er náð.

Ég skipti um vatn þannig að ég tengi slönguna við krana og læt renna í genum hana og kippi henni svo af og þá rennur allt til baka eins og það fái borgað fyrir það.
Nota ekki dælu í þetta né þarf að bragða á vatninu. :)
Sanity calms, but madness is more interesting.
John Russel

http://www.simnet.is/unnrey
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er eimitt sama trikkið og ég nota yfirleitt, byrja bara að láta renna í slönguna, kippa henni svo af og þá rennur úr búrinu án vadræða.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég hef verið að sjúga og láta vatnið í 25 lítra plastbrúsa og bera þá svo að salerninu og hella þar úr. Svo hef ég verið með lengri slöngu sem ég tengi við hitastillt blöndunartæki og bæti nýju vatni í.
Ég ætla að prófa þessa krana aðferð næst, ég sé að þetta er Grand Lux aðferð.
Á dönsku kallast það þegar vatnið er látið renna svona sjálfkrafa "hævert" og "siphon" á ensku, þið getið "googlað" orðunum upp og séð myndir og upplýsingar um þetta.
Í framhaldi af þessu langar mig að spyrja hvað menn séu að nota á enda slöngunnar til "ryksugunar" úr botninum? Sjálfur er ég með afskorna hálfs lítra kókflösku sem ég teipaði á slönguendann.
Last edited by Rodor on 10 Aug 2007, 12:02, edited 2 times in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég ryksuga með löngum plasthólk og get sett á hann gróft sigti svo mölin fari ekki upp.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Mig langar að spyrja aftur svipaðrar spurningar.
Ég keypti plasthólk, en lenti í veseni með hann þegar ég notaði Grand Lux aðferðina, slangan spýttist bara af þegar ég byrjaði að hleypa vatni í búrið. Svo þegar ég var búin að missa þetta stykki í sundur sá ég, að það var einstreymisloki á enda hólksins, sem ég verð að bora út til að nota Grand Lux aðferðina.

Með hverju mælið þið með, til að ryksuga upp úr botninum og hafið þið td. góða reynslu af rafhlöðusugum?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ég hef fína reynslu af "Hívert" aðferðinni... Plasthólkur og slanga, vatnsyfirborð ofar en affall... fiskabúr selur þetta t.d. botnþrifin auðvelduð til muna og vatnsskipti gerð á sama tíma... Veit því miður ekki hvað apparatið heitir, Hlynur seldi mér þetta með sýnikennslu :=)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Rodor wrote:Svo hef ég verið með lengri slöngu sem ég tengi við hitastillt blöndunartæki og bæti nýju vatni í.
Eruði að nota hitaveitu vatn í búrin hjá ykkur? :o
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Í rvk og nágrenni er heita vatnið upphitað kalt vatn þannig að það skiptir engu máli hvort þú notir heita vatnið eða kalda eða bara bæði blandað sama í rétta hitastigið :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég bara neita að trúa þessu. Amk ekki í svona alhæfingu. Ég hef heyrt að á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu erum við að fá vatn beint af Hellisheiði og þá sé kísill og brennisteinssýra í því. Ég hef amk ekki þorað að nota annað en kalt vatn... og þá bara notað hraðsuðuketil eða pott og hitað vatn ef ég hef verið að skipta um mikið í einu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég var í sama bullinu og guns í langan tíma, þ.e. hitaði alltaf vatn.
Nú tek ég það beint úr krananum og er margfalt fljótari að þessu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Hvað segja fiskabúrs menn um vatnið í firðinum ? Er alveg óhætt að fara að taka uppá þessu ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

ég á nú bara eftir með að trúa því að vatnsveitan sé að ljúga í sýningar ferðunum sínum um dreifingu vatns og verkum þess ;)

Gerðu eitt, náðu þér í 2 alveg eins glös
láttu renna heita vatnið þangað til það er alveg sjóðandi (70°C) settu það í glas
Láttu renna kalda vatnið þangað til það er alveg ís (8°C) settu það í glas
Láttu einhvern annan setja bæði glösin inn í ísskáp (rugla þeim svo þú vitir ekki hvort er hvað) í svona hálftíma, 50 min
Og smakkaððu síðan og reyndu að finna heita vatnið ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Heita vatnið í Reykjavík er upphitað vatn sem kemur úr borholu við Þingvelli. Ég hef litla trú á því að vatn í einhverjum hverfum komi annarsstaðar frá en það getur þó verið. Ef vond lykt er af heita vatninu er líklegast að lagnirnar í hverfinu séu gamlar og fullar af kísil. Ég hef heyrt af fólki í 108 sem ekki treystir sér til að nota heita vatnið sökum ólyktar.
Ég veit ekkért um heita vatnið í Hafnarfirði en við í Fiskabur.is notum það í öll búr án vandræða.
Post Reply