Guppy kvk dauði og lita missir

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Hjötti
Posts: 12
Joined: 01 Mar 2011, 08:47
Location: Akureyri

Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Hjötti »

Ég var með tvær guppy kerlingar, þær hafa verið mikið í felum undan farið svo tók ég eftir í hádeginu á mánudag að önnur kerlan var dauð :( hin var enn í felum og var orðin frekar hvít miðað við hvernig hún leit út áður og frekar slöpp, syndir frekar illa og í 45 gráðu, hún virðist ekki nota sporðin mikið, karlarnir virðast allir í lagi svo ég tók kerluna og setti í skál með saltvatni í. Er einhver með hugmynd hvað gæti verið að kerlunni ?

Ég hef verið að bæta við plöntum í búrið undan farið, veit ekki hvort það gæti haft áhrif. Vatna skipt eru á 7-10 daga fresti og þá 50% - 60% í einu.
Heildar fjöldi íbúa í búrinu eru 2 fantail guppy karlar - 3 endler guppy karlar - 1 veik guppy kerling sem hefur verið fjarlægð - 2 eplasniglar og búrið er 58 lítra með dælu sem sér fyrir góðu súrefni í búrinu.
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Vinni »

Er ekki bara möguleiki á að þú sért með alltof marka kalla á móti kerlum. Ég hef séð það hérna inni að það borgar sig að vera með 2 til 3 kerlur á hvern karl. Það er farið að fjölga hjá mér eitthvað af ráði loksins að mér finnst svo ég flutti kerlurnar frá og setti bara 2 kalla með. Vona að þetta lagist hjá þér. Myndi bjóða þér einhver seiði af þessum kvk sem mér sínist vera að lifa ef þú værir hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Gangi þér vel
Hjötti
Posts: 12
Joined: 01 Mar 2011, 08:47
Location: Akureyri

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Hjötti »

Var búið að detta það í hug, gott að einhver annar sé á þeiri skoðun. Ætla að prufa að fjölga kerlunum :) Takk
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Agnes Helga »

Gæti verið líka bakteríusýking eins og t.d. costia, það passar við lýsingarnar hjá þér.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Hjötti
Posts: 12
Joined: 01 Mar 2011, 08:47
Location: Akureyri

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Hjötti »

Agnes Helga wrote:Gæti verið líka bakteríusýking eins og t.d. costia, það passar við lýsingarnar hjá þér.
Ætti þá ekki saltið að drepa sýkinguna ?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Agnes Helga »

Þetta hefur verið bölvað vesen hjá mér og ekki hefur það virkað að salta að viti.. fargaði öllum þeim fiskum úr búrinu sem voru með þessa sýkingu, náði að koma í veg fyrir frekara smit með að brimsalta búrið, mikil vatnskipti, hærri hiti og hita vatn yfir 35° og kæla það aftur í rétt hitastig. Einnig er hægt að fá lyf en ég komst ekki í það þá.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Hjötti
Posts: 12
Joined: 01 Mar 2011, 08:47
Location: Akureyri

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Hjötti »

Ok takk, ég ætla að fylgjast betur með henni sj+a hvað gerist, hún virðist samt ekki vera með neina ertingu, er allavega ekki að nudda sér í steina.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by keli »

Costia er mjög algeng hjá gúbbum og getur verið mjög erfitt að losna við án þess að missa stóran hluta stofnsins...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Hjötti
Posts: 12
Joined: 01 Mar 2011, 08:47
Location: Akureyri

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Hjötti »

Allir fantail gubbíar dóu en endler gúbarnir 3 lifðu og eru í fulllu fjöri. Veit ekki enn hvað dró hina til dauða
dattsik
Posts: 11
Joined: 26 May 2013, 08:15

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by dattsik »

45° hiti á vatninu? fara þeir ekki bara sjóða, er með mína i um 25°
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Guppy kvk dauði og lita missir

Post by Agnes Helga »

Agnes Helga wrote:Þetta hefur verið bölvað vesen hjá mér og ekki hefur það virkað að salta að viti.. fargaði öllum þeim fiskum úr búrinu sem voru með þessa sýkingu, náði að koma í veg fyrir frekara smit með að brimsalta búrið, mikil vatnskipti, hærri hiti og hita vatn yfir 35° og kæla það aftur í rétt hitastig. Einnig er hægt að fá lyf en ég komst ekki í það þá.
Ef þessu sé beint til mín þá kælir maður vatnið aftur.. fann eitthvað hér á leitinni sem mælti með þessu og það virkaði hjá mér. Hitinn átti að drepa einhverjar bakteríur sem voru í kranavatninu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply