Ég vinn á hjúkrunar- og öldrunarheimilinu Ljósheimum, og þar er búr sem vantar svo svakalega hreinsilið, t.d. ancistrus. Mig datt í að athuga hvort eitthver væri aflögufær á að láta 1-2 stykki af hendi rakna ef hann sé mögulega aflögufær helst gefins, því eins og þið vitið þá er þetta ríkisrekið allt saman og ekki beint mikill peningur sem er í boði í svona í heilbrigðiskerfinu.
Annars er þetta sem sagt 125 L akvastabil búr, með platty og cardinálum. Nóg af þörungi til að éta og gott heimili í boði

Ef þið sæuð ykkur fært að gefa hreinsilið þá er það mjög vel þegið og þið megið endilega senda mér skilaboð hér á síðunni.
Með von um góð viðbrögð og fyrirfram þökk.
Agnes Helga
