Rækjuhvarf

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Rækjuhvarf

Post by Zedda »

Það voru keyptar tvær rækjur í fiskabúrið fyrir nokkrum dögum en önnur þeirra hvarf á fyrsta degi. Í dag fannst skelin af henni en ekkert annað. Það sem ég er að pæla er hvort það sé eitthvað sem ég er að missa af? Eru hinir fiskarnir nokkuð að éta rækjurnar eða eitthvað? Er eitthvað sem maður þarf að passa upp á með þær?
Erum með tetrur, ryksugu (lítil bara), einn sverðdraga og einn Corydoras julii.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Rækjuhvarf

Post by Vargur »

Flestir fiskar narta í rækjur ef færi gefst.
Ef þú sérð bara skelina þá er líklegt að rækjan þín hafi einfaldlega skipt um skel og haldi sér til hlés í fyrstu á meðan nýja skelin nær styrk.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rækjuhvarf

Post by keli »

sverðdragarar, ryksuga og corydoras eru ansi líklegir til að éta rækjurnar. Þú tekur reyndar ekkert fram um hvernig rækjur þetta voru.. Þær geta verið mis stórar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Rækjuhvarf

Post by Zedda »

ok þá ætla ég að leyfa mér að bíða og vona að hún láti sjá sig aftur síðar.

heyrðu þetta er líklegast þessi tegund:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... jan3n5toj3

Er eitthvað sem maður getur gert svo að rækjunum líði betur? Er algjört rugl hjá mér að vera að setja rækjur í svona búr?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rækjuhvarf

Post by keli »

Felustaðir. Annars er lítið vit í að setja þær í búr með fiskum, þeir éta þær venjulega :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Rækjuhvarf

Post by Zedda »

oh æji en leiðinlegt, mér finnst þær svo sætar eitthvað hehe :)

En já við erum nú með eitthvað smá af felustöðum, en það er að bætast smátt og smátt í búrið. Læt þessar þá duga í bili, ef þær hverfa þá hugsa ég að ég haldi mig bara við fiskana hehe :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Rækjuhvarf

Post by Sibbi »

Ég veit nokkur dæmi um rækjur með fiskum, meira að segja sikliðum, mér hefur skilist að þær komist ágætlega af ef felustaðir eru fyrir þær, sérstaklega javamosi, en eigi erfitt með að fjölga sér, seiðin þá annaðhvort etin eða eitthvað annað.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Rækjuhvarf

Post by Zedda »

Við erum með grófann sand, ágætlega stórar steinvölur (sem þær ættu að komast undir en fiskarnir líklega ekki, ekki nema tetrurnar kanski hehe) og svo erum við með "trjádrumb" (er úr bara postulíni) sem er opinn að innan og hauskúpu sem er svarta myrkur inn í og uppáhalds felustaður ryksugunnar (og svo tvær litlar gerfiplöntur).

Er búin að vera á leiðinni í smá tíma að kynna mér gróðurinn og það, hef ekki komist í það ennþá :oops:

Er bara búin að vera að pæla hvort það sé vesen að þrífa búrið þegar gróðurinn er kominn í það (eins og ég segi, þá er ég aaaalgjör græðlingu í þessu hehehe).
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Rækjuhvarf

Post by Vargur »

Við erum með rækjur í flestum búrum og þær pluma sig vel með ólíklegustu fiskum og þéttur gróður er lykilatriði.
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Rækjuhvarf

Post by Zedda »

Jæja önnur rækjan er komin í ljós aftur :) Þá er bara að vona að hin fari að birtast líka :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Rækjuhvarf

Post by Elma »

það virkar líka að raða helling af grjóti fyrir þær ef þú ert ekki með gróður,
vera með nóg af rótum (eins og maður fær í gæludýrabýðum)
eða fullt af gróðri, Java mosi er bestur, þá helling af honum þar sem
hann fær að vaxa í friði, vera með vallisneriu eða annan gróður.
Ég er með nokkrar rækjur með Congo tetrunum mínum,
svo erum við með rækjur með corydoras, kulii álum, sverðdrögum og fl. Gengur fínt.
En auðvitað er best að hafa þær einfaldega með guppy,endler og öðrum dverg fiskum,
sem láta þær alveg vera.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply