Er einhver hér á norðurlandi, ég er staddur á Ólafsfirði sem hefur áhuga á að ættleiða tvo Plegga (Plecostomus) annar 45 cm og hinn um 25 cm.
Einnig 29 ára gamall Raphael (Striped Raphael catfish) sem er um 20 cm.
Er að flytja til Noregs í byrjun júlí svo ég hefði helst vilja lostna við félagana frekar en að þurfa að farga þeim.
Uppl. magnus.sveinsson@gmail.com
P.s. myndirnar eru af netinu, get sent seinna úr búrinu.
Gefins
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Gefins
Getur þú sagt okkur sögu raphael kattfisksins, ert þú búinn að eiga ahann í 29 ár ?
Þú mátt alls ekki farga þessum fisk, ég tæki hann að mér ef þú átt far fyrir hann í Mosfellsbæinn.
Þú mátt alls ekki farga þessum fisk, ég tæki hann að mér ef þú átt far fyrir hann í Mosfellsbæinn.
Re: Gefins
Já saga Raphaelsins er ansi skrautleg.
Okkur taldist svo til mér og þessum sem gaf mér hann að þá hafi hann verið 7 ára gamall og það var árið 1991. Sem sagt að hann hafi klakist út árið 1984.
Árið 1998 fékk systir mín fiskabúrið mitt (300+ lítra) lánað þar sem ég var að flytja á vestur á Reykhóla. Um áramótin 1999-2000 fluttum við aftur norður og þá til Ólafsfjarðar þá hringdi systir mín í mig og sagði að það væri nokkuð síðan hún hefði hætt með fiskana og búrið mitt væri í bílskúrnum hjá henni. Þegar ég kom að ná í búrið og búinn að setja það út í bíl, kallaði hún á mig og sagði, ætlar þú að taka gamlingjann?
Ég hváði og sagði er ekki búrið búið að vera tómt í nokkrar mánuði, jú jú sagði hún en yngsti sonur minn er með gúbbý fiska og gamlinginn er í því búri.
Gúbbý búrið var pínu lítið og frekar óhreint. Þá var sá gamli búinn að troða sér meðfram dælunni og lá bara þar. Hann var allur grár af myglu, einn þreifarinn rotnaður af honum og hann blindur á báðum augum af ýldu. Ég henti honum í poka og tók hann með mér til Ólafsfjarðar. Þegar ég var búinn að setja búrið upp tók ég Raphaelinn og hreinlega skrubbaði hann með tannbursta og bjó til hellir í búrinu fyrir hann.
Fyrstu mánuðina mataði ég hann í gegnum rör, þannig að ég setti rör fyrir framann hellirinn og lét köggla detta niður um rörið svo hann bara næði þeim. Og viti menn, hann fékk sjónina aftur en þreifarinn óx ekki aftur, þannig að þetta er sagan af hinum 29 ára Raphael sem nú fæst gefins ásamt pleggunum tveimur.
Okkur taldist svo til mér og þessum sem gaf mér hann að þá hafi hann verið 7 ára gamall og það var árið 1991. Sem sagt að hann hafi klakist út árið 1984.
Árið 1998 fékk systir mín fiskabúrið mitt (300+ lítra) lánað þar sem ég var að flytja á vestur á Reykhóla. Um áramótin 1999-2000 fluttum við aftur norður og þá til Ólafsfjarðar þá hringdi systir mín í mig og sagði að það væri nokkuð síðan hún hefði hætt með fiskana og búrið mitt væri í bílskúrnum hjá henni. Þegar ég kom að ná í búrið og búinn að setja það út í bíl, kallaði hún á mig og sagði, ætlar þú að taka gamlingjann?
Ég hváði og sagði er ekki búrið búið að vera tómt í nokkrar mánuði, jú jú sagði hún en yngsti sonur minn er með gúbbý fiska og gamlinginn er í því búri.
Gúbbý búrið var pínu lítið og frekar óhreint. Þá var sá gamli búinn að troða sér meðfram dælunni og lá bara þar. Hann var allur grár af myglu, einn þreifarinn rotnaður af honum og hann blindur á báðum augum af ýldu. Ég henti honum í poka og tók hann með mér til Ólafsfjarðar. Þegar ég var búinn að setja búrið upp tók ég Raphaelinn og hreinlega skrubbaði hann með tannbursta og bjó til hellir í búrinu fyrir hann.
Fyrstu mánuðina mataði ég hann í gegnum rör, þannig að ég setti rör fyrir framann hellirinn og lét köggla detta niður um rörið svo hann bara næði þeim. Og viti menn, hann fékk sjónina aftur en þreifarinn óx ekki aftur, þannig að þetta er sagan af hinum 29 ára Raphael sem nú fæst gefins ásamt pleggunum tveimur.
Re: Gefins
já veistu um einhvern sem er að fara til RVK sem getur komið með hann?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L