Langaði að athuga með reynslu ykkar af þessum fiskum hérlendis. Við keyptum tvo í gær, annar þeirra drapst einhverntíman í dag og hinn er eitthvað slappur en við sjáum til með það.
Eru þetta mjög viðkvæmir fiskar? Keyptum annan fisk í sömu ferð (brúsknefju kerlingu) og hún er hress, svo hafa flestir fiskarnir haft það gott í búrinu síðan við fengum okkur nýtt.
Ég var að lesa mér til um guppy á erlendu spjalli og sá að þeir eiga það til að vera hálfgerðir aumingjar sökum innræktunar, er það vandamál hér líka?
Þykir þetta voða súrt, fallegir fiskar og vorum að hugsa um að fá fleiri svona.
Fantail Guppy
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
Re: Fantail Guppy
thad er nu mikid um slaem eintok. hvar fekkstu tha ?
Re: Fantail Guppy
Ég keypti þá hjá Tjörva en allir aðrir fiskar sem við höfum fengið hjá honum hafa verið mjög hraustir og enn á lífi. Er betra að kaupa fantail guppy á einhverjum stað frekar en öðrum?
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
Re: Fantail Guppy
Fer miklu frekar eftir eintökum en búðum. Best að fylgjast með hverjir eru duglegir að synda í smá tíma áður en maður velur.