Daginn öll Ég vildi bara forvitnast svona um ykkar skoðun á málunum.
Þannig standa málin að það er aðeins búið að bætast við í fiskabúrið og við vorum eitthvað að hugsa um að fá fleiri "hreinsidýr". Við erum núna með einn plegga og einn Corydoras julii og þetta er 54 L búr. Ég hef voðalega gaman af julii-inum (sem heitir núna Kisi hehe) en Plegginn er búinn að vera duglegur að vaxa og er orðinn nokkuð fallegur finnst mér.
Hvernig er það með þessar tvær tegundir, líður þeim betur ef þeir eru stakir eða með annan/aðra fiska af sömu tegund í búri? hver er ykkar reynsla af því?
Svo er annað sem ég er að pæla, við erum með 5 kardinála tetrur, ef maður setur einhverja aðra torfufiska í búrið, er þá æskilegra að maður tæki 4+ af þeirri tegund líka eða fara þeir bara inn í hina torfuna og eru sáttir þó þeir séu 1-2?
Pleggar og tetrur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Pleggar og tetrur
Ef þú færð þér neon tetrur eða aðra af tetru tegund (náskyldar) þá skiptir það engu.. En Zebrur og aðrar tegundir verða að vera að vera með sínum.. Og eru ekki sáttir að vera 1-2.
En hef verið með þessa fiska saman(glersugur) , þeir voru í stærra búri og létu hvort annan vera .
En með Zebrur tildæmis þá er æskilegt að hafa stærri torfur.. 12 stykki.. þegar ég var með þær þá var mikil munur að hafa 12 í stað 6.
En hef verið með þessa fiska saman(glersugur) , þeir voru í stærra búri og létu hvort annan vera .
En með Zebrur tildæmis þá er æskilegt að hafa stærri torfur.. 12 stykki.. þegar ég var með þær þá var mikil munur að hafa 12 í stað 6.
Re: Pleggar og tetrur
Takk fyrir svarið! Þá höldum við okkur bara við kardinála tetrurnar. Ég var að pæla í til dæmis cherry börbum, er eitthvað svo litaglöð hehe
Re: Pleggar og tetrur
Tetra fjölskyldan er svo stór, er margt að velja ..
Td. bloodfin tetra (Aphyocharax anisitsi),Red phantom tetra,Costello Tetra en emperor tetra (Nematobrycon palmeri) er tetru tegund sem líkar við að vera 2 saman . Þetta er bara brot af því sem er til...
Td. bloodfin tetra (Aphyocharax anisitsi),Red phantom tetra,Costello Tetra en emperor tetra (Nematobrycon palmeri) er tetru tegund sem líkar við að vera 2 saman . Þetta er bara brot af því sem er til...
Re: Pleggar og tetrur
Takk Við reynum svolítið bara að kaupa eftir því sem er til þegar við kíkjum í verslunina. Ég hef verið að fara til Tjörva því ég treysti hans reynslu og hann er með góð verð á fiskunum. Maður kíkir svo öruglega í fiskó þegar þeir eru búnir að opna officially aftur