Þá byrjar fiskidellan aftur.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Þá byrjar fiskidellan aftur.

Post by Snjodufa »

Jæja eftir mörg ár án búr skelltum við okkur á búr í fyrra, bara 80 lítra.. Bættist síðan 50 lítra, 60 lítra og 35 lítra.. Er líklegast að fara passa 200 plús lítra búr eða well fá það gefins nema að þau flytji heim eftir ár eða 2 .. Fyrir utan litla búrið sem við ætlum að leika okkur við með að fikta með ljósabúnaðinn . (fyrirhugað fyrir humarinn okkar). Og við viljum fleiri búr..

Sem stendur er 60 lítra og 35 lítra búrið enþá tómt..Er að cycla búrin og það tekur tíma jafnvel með stresser og bættum batteríum (og 60 lítra búrið var ásamt því bætt með lifandi gróðri og annað frá gróðurbúrinu) . Ég áætla að bæta í búrin fiska eftir 2 vikur (3 vikur eru nóg að ég held að cycla þessi búr).

Sem komið er þá er líklegt að við þurfum að smíða okkur hillu til að hafa búrin í.. Þar sem ég vil ekki að hafa 50 lítra búrið inn í þvottaherbergi svo enginn getur notið þess. Ef það verður þá munum við pósta myndum með smíði eða hvernig það lítur út í lokinn.

Svo þetta er það sem allt mun líta út eftir mánuð..
Lítið humar búr með 1 humri sem verður sett up með black light ljósabúnaði.
35 lítra búrið : Epla sniglar sirka 4 eða 5.(dæla með loft bubblum en engin hitari í bili erum að laga hitaran en vitum ekki fyrr en eftir nokkrar vikur hvort viðgerðin tekst.)
50 lítra búrið : Cardinal tetras 12 stykki. (dæla með loft bubblum, hitari)
60 lítra búrið : Platty´s 9-12 stykki. (dæla með loft bubblum, hitari co2 system heimagert)
80 lítra búrið : 3 botnsugur , 5 littlar glersugur (smávaxin tegund) 3 molly og platty seiði sem eru þá og þegar fædd. (þetta er gróður búrið og er með tunnudælu fyrir miklu stærra búr að ég held fyrir 400lítra eða stærra, loft pumpu og hitara og CO2 system heimagert <3)
200 lítra plús búrið : Er með 9 skala ungum(4 í pössun) , par af crybbum og held par af demant ciclidum. En með skala ungana þá eru þeir of margir þegar þeir eru fullvaxnir, jafnvel þegar þeir eru bara fimm. (tunnudæla, loft pumpa(frá okkur þegar við fáum búrið) og hitari). Mig langar að fá leyfi til að endurhanna búrið en það kemur í ljós.

Við munum líklegast bæta við búrum.. Þurfum búr fyrir landsniglana okkar, þegar þeir eru eldri þá munum við líklegast selja helminginn af þeim þar sem hver afrískur snigill þarf 25 lítra rými í það minnsta og eru hópdýr.
Mig langar að fá mér litlar rækjur, og mun líklegast fá það framgengt ef ég fæ að ráða. Og kannski nokkur búr fyrir skordýr :| . Þetta er hobby en vildi óska að við fengum að hafa tarantúlur á Íslandi.. sakna þeirra svo mikið :(.
Post Reply