Hvaða búr er best

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Hvaða búr er best

Post by Geitin »

Halló fiskafólk :)

ég var búin að gera þráð en ég virðist eitthvað hafa klikkað þar sem ég sé hann hvergi :?
Var með fiska fyrir nokkrum árum og er farið að langa til að byrja aftur.

Hvaða búr er best að ykkar mati?

Breytir miklu hvort maður fjárfestir í nýju eða notuðu (fyrir utan verð og útlit)? er þá að tala um búr og þá aukahluti sem til þarf.

Hvaða stærð ætti maður að kíkja helst á? (ætla að byrja með gotfiska)
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Hvaða búr er best

Post by Snjodufa »

Skiptir litlu hvort ef þú kaupir búr nýtt eða gamalt, bara að það lekur ekki og að þú hafir góðan stand undir því.

Ritgerðin mín um þetta ,sorry, bara bara svo margt að segja um þetta.

Svona í fyrstu mundi ég allavega fjárfesta í 80lítra - 120lítra fyrir gotfiska og annað búr sirka 60lítra fyrir seiðinn.. (Getur keypt stærra ef þú villt) . Miklu stærra þá gætirðu lendirðu í vandræðum með að ná að veiða upp múttufiskinn sem er að koma að goti.

En það er mikilvægt að þú kaupir ekki búr og dömpar fiskum í það, þú þarft að setja upp búrið og Cycla það..

Fyrsta sem þú kaupir er destresser, conditioner og bakteriu í búrið hjá þér ,setja búrið upp.. Bæta í það gróður og skraut, með hreinsidælu(tunnudæla er góð), loftdælu,hitamæli,hitara og vatni náttúrulega. Cycla það sirka 3 vikur (með engum fiskum) . Sumir segja eftir viku er það í lagi, en hef ekki komið vel út með það að vera að flýta mér með að cycla búrið mitt, jafnvel með hjálpar efnum. Ef þú ætlar að hafa lifandi gróður , mæli ég með að þú cyclar það í minnsta mánuð svo að plönturnar nái að róta sig (sérstaklega þar sem þú ætlar að vera með gotfiska, því meiri gróður hjá þér því meiri séns að seiðinn lifi af ef þú missir af goti).

Með seiða búrið er mikilvægt að hafa allan búnað líka svo þú þarf að fjárfesta líka í hitara, hreinsidælu(með svampi) og lofdælu. Ef straumurinn er of mikill fyrir seiðin þá virkar að setja gerfi plöntu fyrir framan strauminn til að dreifa honum. Bæta í seiðabúrið gotbúr fyrir mömmu fiskinn til að gjóta seiðinn sem munu þá synda beint niður í búrið . Einnig er gott að hafa lifandi gróður í því búri, svo sem hogworts, javamosa, etc
Þessi linkur er frábært dæmi um vel sett upp gróður búr: http://www.okeanosgroup.com/blog/wp-con ... mplant.jpg.

En mætti bæta í það flotgróðri þar sem seiðinn synda upp í flotgróður um leið og þau geta.


Það er alltaf áhætta að kaupa notaða hluti að þeir eru bilaðir eða illa farnir, (með dælu og hitara). Mundi fjárfesta í nýjum græjum en er svaka gott að fá gamlan svamp frá vini til að bösta bakteríu flóruna sem hjálpar að halda niðri amoniac myndunni. (Sama má segja með búrskraut og steina gott að fá það notað og ekki þrífa vel (bara skola með köldu vatni svo þú drepur ekki bakteriurnar).

Aukadót sem þú getur keypt þér ef þú átt pening er að kaupa tímara (fyrir ljósið) sem sér um að slökkva og kveikja á ljósinu í búrinu hjá þér, til að koma í veg fyrir þörunga myndun.. Kaupa þér ph próf, amoniak próf etc , kostar slatta en hjálpar þér að fylgjast með hvernig búrinu þínu líður. Sérstaklega þar sem þú ætlar að rækta gotfiska því þú getur misst allt með einni slæmri sýkingu vegna slæmra vatnaskilirða.

Með gróður er mikilvægt að skola hann og tékka á sniglum og eggjum (henda þeim og drepa snigla egginn) .

Ekki vorkenna sniglunum , þeir verða fljótt plága í búrinu þínu og því fleiri sniglar því hærra amoniak myndast hjá þér. Mundu það eru engir fiskar harðgerðir fyrir amoniaki, amoniak bruni er gróðrar stöð fyrir sýkingar í búrinu þínu. Hvort það sé ich , dropsy eða fin rot, þessi 3 kvillar eru allir tengdir slæmum vatnaskilirðum. Ef einhver reynir að selja þér "start up fiska" skaltu neita


Mæli með að þú kaupir þér Oto fiska.. Til að hjálpa með að halda þörunginum niðri,þeir eru harðduglegir og ekki árasagjarnir og haldast smáir . Pleggar og aðrar glersugutegundir, eru ekki svo duglegir með þörung ásamt þegar þeir eru stærri þá endar þú með að þurfa að kaupa Wafers fiskamat fyrir þá.



Í 80-120 lítra búr mundi ég segja að það dugar að hafa 9 kerlingar, og 3 kalla (3-1 ratio er best). Nokkrar Oto, glersugur sirka 4, kannski 4 cory (veit þetta er smá grúbba af cory :( ). Ef þú vilt fá einhverjar aðrar fiskategundir "með" gotfiskunum þínum.

Hérna er síða sem þú getur reiknað hvort að búrið þitt er overstocked eða ekki : http://www.aqadvisor.com frábær síða mæli með henni.


Vatnaskipti allavega 50% hverjari viku, en mæli með að hafa 2 vatnaskipti.. 50% og 25% á viku. Mæla amoniak og það á að vera 0.0% í búrinu þínu það er best þannig ,ef það er hærra þrátt fyrir öll vatnaskiptinn þá er hægt að kaupa efni til að taka niður amoniak í gæludýrabúð en það er ekki kraftaverka lyf .. Persónulega finnst mér mikill munur að hafa java mosa með að hjálpa að halda niðri amoniaki náttúrulega.

Sorry fyrir stafsetningar villurnar, skrifa að mestu á ensku er orðin heldur betur ryðguð í Íslenskuni.


Ég sjálf geri þetta 2 vatna skipti á viku , plús fata aukalega á sunnudögum :oops: . En þarf að gera það því ég er með slatta af seiðum í búrinu mínu og þau eru viðkvæm. Er ekki að fjarðlæga fiskana þegar þær eru farnar að vera kubbslegar, því ég sjálf tel að stress kemur að stað fósturláti eða að kvenfiskarnir gjóta of snemma , læt nátturuna ráða með hvað lifir og mun setja seiðin þegar þau eru stálpuð í sérbúr þar sem búrið sem mínir fiskar eru í er fremur gróður ríkt
Geitin
Posts: 28
Joined: 13 Jul 2013, 17:26
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvaða búr er best

Post by Geitin »

Takk kærlega fyrir svarið, gott að fá svona góðar upplýsingar :)
Post Reply