Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Zedda »

Sæl öll :) Langaði til að athuga hvað ykkur þætti þægilegasta og besta leiðin til að halda fiskabúrum hreinum.

Við erum með 54 L búr og nokkra fiska í því, en auðvitað sest svolítið af kúk á botninn. Við erum komin með eins og vatnsryksugu (í raun bara plasthólkur með rist á endanum og slöngu í hinum sem fer svo ofan í fötu) sem á að hreinsa skítinn upp á milli steinanna á botninum en var að velta fyrir mér hvort þið hefðuð eitthvað betra ráð?

Er það algjört no-no að skipta alveg um vatn í fiskabúrum ef maður er í hreingerningunum?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Andri Pogo »

ég tek alltaf lágmark 60% þegar ég geri vatnsskipti heima og ryksuga alltaf botninn.
þú getur svosem alveg tekið allt vatnið en það þarf þá bara að passa að eyða ekki flórunni í dælunni og mölinni á sama tíma. Óþarfa stress fyrir fiskana samt að tæma búrið alveg eða nánast alveg.
Enn betra fyrir fiskana væri að gera tvöföld vatnsskipti, s.s. taka fyrst slatta og ryksuga og róta vel í mölinni, fylla búrið svo aftur og láta drulluna sem eftir er þyrlast upp og gera svo strax aftur vatnsskipti.
-Andri
695-4495

Image
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Zedda »

ah ok sniðugt fattaði það ekki (þetta með dæluna).
En ég prufa tvöfölldu vatnsskiptin næst :) takk takk!
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Snjodufa »

Raunarsagt þarf að bíða 12 tíma með önnur vatnaskipti (ekki gera það strax eftir að þú gerðir vatnaskipti). :shock:
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Zedda »

Snjodufa wrote:Raunarsagt þarf að bíða 12 tíma með önnur vatnaskipti (ekki gera það strax eftir að þú gerðir vatnaskipti). :shock:
Ó ok, hef það þá í huga. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by keli »

Snjodufa wrote:Raunarsagt þarf að bíða 12 tíma með önnur vatnaskipti (ekki gera það strax eftir að þú gerðir vatnaskipti). :shock:
Af hverju ekki?


Ég sé enga ástæðu til að það sé eitthvað verra að skipta um vatn 2x með stuttu millibili.. Aðra en þá að það væri gagnlegra að skipta bara um aðeins meira vatn í fyrra skiptið og sleppa seinna skiptinu.

Til dæmis ef maður skiptir um 50% og svo strax aftur 50%, þá er maður í raun bara búinn að gera sama og skipta 1x um 75%.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Sibbi »

Andri skrifar þetta afar skírt og skilmerkilega, farðu bara nákvæmlega eftir þessu hjá hinum.
Andri Pogo wrote:ég tek alltaf lágmark 60% þegar ég geri vatnsskipti heima og ryksuga alltaf botninn.
þú getur svosem alveg tekið allt vatnið en það þarf þá bara að passa að eyða ekki flórunni í dælunni og mölinni á sama tíma. Óþarfa stress fyrir fiskana samt að tæma búrið alveg eða nánast alveg.
Enn betra fyrir fiskana væri að gera tvöföld vatnsskipti, s.s. taka fyrst slatta og ryksuga og róta vel í mölinni, fylla búrið svo aftur og láta drulluna sem eftir er þyrlast upp og gera svo strax aftur vatnsskipti.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Snjodufa »

keli wrote:
Snjodufa wrote:Raunarsagt þarf að bíða 12 tíma með önnur vatnaskipti (ekki gera það strax eftir að þú gerðir vatnaskipti). :shock:
Af hverju ekki?


Ég sé enga ástæðu til að það sé eitthvað verra að skipta um vatn 2x með stuttu millibili.. Aðra en þá að það væri gagnlegra að skipta bara um aðeins meira vatn í fyrra skiptið og sleppa seinna skiptinu.

Til dæmis ef maður skiptir um 50% og svo strax aftur 50%, þá er maður í raun bara búinn að gera sama og skipta 1x um 75%.
Hefur alltaf verið baunað á mig að stór vatnaskipti sem þessi ætti maður að gera á 12 tíma fresti svo að stressið á fiskunum er minna.. Stress á fiskum er eitt af því sem veldur veikara ónæmiskerfi og hættu á sýkingu :) .

Mátt leiðrétta mig ef mér hefur verið ráðlagt rángt en þetta er til að lækka stress á fiskunum vegna vatnaskiptana, því sumar tegundir eru viðhvæmar svo sem tetrur etc.
Zedda
Posts: 39
Joined: 29 Mar 2008, 22:59

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Zedda »

Sibbi wrote:Andri skrifar þetta afar skírt og skilmerkilega, farðu bara nákvæmlega eftir þessu hjá hinum.
Andri Pogo wrote:ég tek alltaf lágmark 60% þegar ég geri vatnsskipti heima og ryksuga alltaf botninn.
þú getur svosem alveg tekið allt vatnið en það þarf þá bara að passa að eyða ekki flórunni í dælunni og mölinni á sama tíma. Óþarfa stress fyrir fiskana samt að tæma búrið alveg eða nánast alveg.
Enn betra fyrir fiskana væri að gera tvöföld vatnsskipti, s.s. taka fyrst slatta og ryksuga og róta vel í mölinni, fylla búrið svo aftur og láta drulluna sem eftir er þyrlast upp og gera svo strax aftur vatnsskipti.
Ok takk fyrir það :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Besta leiðin til að halda búrinu hreinu

Post by Sibbi »

farðu bara nákvæmlega eftir þessu hjá honum ,,,,, átti þetta að vera :)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply