Sæl mig vantar info og ráðleggingar.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rocker
Posts: 17
Joined: 21 Nov 2012, 18:02

Sæl mig vantar info og ráðleggingar.

Post by Rocker »

Ég er að byrja í fiskunum eftir nokkuð gott hlé og ég er svo heppinn að mér var boðið 230L MP búr og nú er gamla bakterían alveg yfirtaka allann frítíma enda mikið pælt hvað maður ætlar að fá sér í búrið. Ég var með stærra búr og gat leyft mér að hafa nánast allann fjandann og hef prufað svona góða flóru að fiskum og gengið vel en þar sem þetta er ekki nema 230L búr vakna upp nokkrar spurningar sem eru að þvælast fyrir mér.

Ég komst í kynni við Síkliður fyrst þegar gamall vinnufélagi bauð mér heim og sýndi mér fiskanna sýna og ég heillaðist strax af því sem hann var með í nokkrum búrum sem var þá fyrst Mbuna ( Johannii 1kk og 3 kvk ) og það kom reglulega seiði í því búri og svo var með í öðru búri ( Lombardoi 1kk og 3kvk ) og sama sagan þar hann fékk ungviði reglulega. Ég hef þá spurningu í sambandi við Mbuna ( gæti ég haft Mbuna í 230L og hvað þá ef mig langaði að fá ungviðið undann fiskunum og hvað kæmi þá til grein að ykkar mati ef maður spáir í fullvaxna fiska í 230L )

Ég varð líka smá skotinn í Regnbogafiskum þegar ég sá þá fyrst hjá þeim í Fiskó á Dalveginum í 450L búrinu á 2 hæðinni nema hvað ég vildi nú ekki fórna fallega Jack Dempsey parinu mínu þannig að þetta hefur alltaf verið draumur að setja upp búr með Regnbogafiskum og Brúsknefa pari ef það passar ágætlega saman og gæti sómað sér í 230L búri. Allt svona gott info um það er vel þegið þar sem þetta er líka pæling en ég veit nánast ekkert um hegðun þessa fiska eða æxlun og hvort plantað búr eða bara rætur eða möl og grjót henta þeim betur og þar eftir götunum.

Jæja svo er það pæling nr.3 er frekar frábrugðin hinum tveim nema að því leyti að ég er smá Monterfish fan og hef aðeins lesið mig til en til mig samt engann heimspeking en ég var að spá hvort maður gæti ekki komið upp pari af Channa Obscura eða Channa Gachua í 230L búri eða væri stærra búr hentugra og ég las á vefnum hjá onum Tjörva að þessar chönnur vilja helst bara lifandi og erfitt að fá þær af því og taka við venjulegu fiskafóðri. Er einhver möguleiki að ala upp par í 230L búri og efa þeim normal fóður og kannski bara rækjur svona spari í stað lifandi fóðurs.

Mig langar að koma upp einu heilstæðu, skemmtulegu og fallegu búri að þetta þrennt er eitthvað mig langar að fá info um og hvað myndi henta kannski betur en annað ef við miðum stærð búrsins 230L Bogadregið MP Búr sem er 101cm á lengd. Allaveganna hendið á mig Info og kommenti í sambandi við þessa 3 valkosti og pælingar sem eru uppi og mikið að þvælast fyrir mér. Takk Takk.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Sæl mig vantar info og ráðleggingar.

Post by Andri Pogo »

Það er yfirleitt ekkert stórmál að venja chönnur af lifandi. Þetta búr væri mjög flott fyrir meðalstórt chönnupar.
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Sæl mig vantar info og ráðleggingar.

Post by ulli »

Eru 4 Micropeltes í Dýraríkinu en þær verða nátturlega huges.
Étta þurr fóður.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: Sæl mig vantar info og ráðleggingar.

Post by Svavar »

Ef þig langar að hafa gróðurbúr þá eru regnbogarnir klárlega góður valkostur og ankistrurnar passa vel með. ég hef verið að rækta þá í smáu mæli og það er ekkert stórmál að koma þeim til en það er kostur að eiga ca 70-80 lítra búr til að fjölga þeim (taka pörin til hliðar). ef þú velur síkliðurnar þá er mynni gróður meira af steinahleðslum ég læt öðrum það eftir að fara nánar í það.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply