Tjörn við sumarbústað
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Tjörn við sumarbústað
Ákvað að gera bara sér þráð til að stela ekki þræðinum frá vargi...
Ég mokaði s.s. tjörn í sumarbústaðinum hjá foreldrum mínum í lok seinasta sumars. Tjörnin er 2500-3000 lítrar (frekar djúp) og er hituð með vatni sem rennur af ofnunum í bústaðinum. Yfirleitt er hún um 33 gráður þannig að ég þarf að finna einhverja leið til að kæla hana niður um nokkrar gráður.
Það er ekkert í henni eins og er, ég hafði hugsað mér að setja kannski bara convict par í hana eða eitthvað, en er svosem ekki viss. Núna á ég t.d. helling af gúbbum sem hefðu það alveg örugglega mjöög gott í henni ef mér tekst að lækka hitann.
Það væri líka algjör draumur að hafa eitthvað monster í henni, kannski RTC eða eitthvað slíkt, en ég veit ekki með mat og svoleiðis.. Maður er ekki þarna hverju einustu helgi og fuglarnir hljóta að hætta að lenda við tjörnina á endanum ef vinir þeirra eru allir étnir um leið
Ég sé mest eftir því að hafa ekki haft hana stærri - kannski 4x stærri eða svo, því nóg er plássið. Þá myndi ég líka líklega sleppa við að eiga við hitann, bara láta renna í hana eins og núna og hún myndi líklega vera kjurr í einhverju hentugu hitastigi án mikilla sveifla.
Hérna er hún þegar ég var að láta renna vatn í hana í fyrsta sinn. Ekki mikið að sjá þarna svosem, og ég er búinn að snyrta aðeins í kring síðan þarna... smelli kannski af nýjum myndum þegar veðrið fer að batna og það grær svolítið í kringum hana.
Endilega látið í ykkur heyra hvað ykkur finnst og hvað ég ætti að setja í hana
Ég mokaði s.s. tjörn í sumarbústaðinum hjá foreldrum mínum í lok seinasta sumars. Tjörnin er 2500-3000 lítrar (frekar djúp) og er hituð með vatni sem rennur af ofnunum í bústaðinum. Yfirleitt er hún um 33 gráður þannig að ég þarf að finna einhverja leið til að kæla hana niður um nokkrar gráður.
Það er ekkert í henni eins og er, ég hafði hugsað mér að setja kannski bara convict par í hana eða eitthvað, en er svosem ekki viss. Núna á ég t.d. helling af gúbbum sem hefðu það alveg örugglega mjöög gott í henni ef mér tekst að lækka hitann.
Það væri líka algjör draumur að hafa eitthvað monster í henni, kannski RTC eða eitthvað slíkt, en ég veit ekki með mat og svoleiðis.. Maður er ekki þarna hverju einustu helgi og fuglarnir hljóta að hætta að lenda við tjörnina á endanum ef vinir þeirra eru allir étnir um leið
Ég sé mest eftir því að hafa ekki haft hana stærri - kannski 4x stærri eða svo, því nóg er plássið. Þá myndi ég líka líklega sleppa við að eiga við hitann, bara láta renna í hana eins og núna og hún myndi líklega vera kjurr í einhverju hentugu hitastigi án mikilla sveifla.
Hérna er hún þegar ég var að láta renna vatn í hana í fyrsta sinn. Ekki mikið að sjá þarna svosem, og ég er búinn að snyrta aðeins í kring síðan þarna... smelli kannski af nýjum myndum þegar veðrið fer að batna og það grær svolítið í kringum hana.
Endilega látið í ykkur heyra hvað ykkur finnst og hvað ég ætti að setja í hana
Aðal ástæðan fyrir þessum hita er að hitaveitan er frekar langt frá og þetta er nýtt sumarbústaðahverfi og það eru komnir fáir bústaðir þarna. Þessvegna er eitthvað hægt rennslið þangað og vatnið er bara 40 gráður þegar það kemst loksins í bústaðinn. Þessvegna þarf að stilla ofnana frekar hátt og þá er rennslið töluvert hraðara í tjörnina... Þetta breytist líklega eitthvað með tímanum svosem en virkar ágætlega eins og er.
Ég myndi stækka tjörnina, en fjandans dúkurinn er frekar dýr, t.d. kostaði þessi sem ég notaði í tjörnina núna um 12þús, það væri synd að þurfa að henda honum og moka alveg nýja tjörn... Veit ekki alveg hvernig ég fer að þessu þar sem mig dauðlangar að gera mun stærri tjörn
Svo er ég búinn að útbúa smávegis iðntölvu sem tekur hitastig o.fl. úti, inní bústað, í tjörninni og inní hitaskáp og setur voða fín línurit á netið með hitastiginu... Get monitorað þetta alltsaman úr bænum - það vill nefnilega svo heppilega til að það er nettenging þarna
Ég myndi stækka tjörnina, en fjandans dúkurinn er frekar dýr, t.d. kostaði þessi sem ég notaði í tjörnina núna um 12þús, það væri synd að þurfa að henda honum og moka alveg nýja tjörn... Veit ekki alveg hvernig ég fer að þessu þar sem mig dauðlangar að gera mun stærri tjörn
Svo er ég búinn að útbúa smávegis iðntölvu sem tekur hitastig o.fl. úti, inní bústað, í tjörninni og inní hitaskáp og setur voða fín línurit á netið með hitastiginu... Get monitorað þetta alltsaman úr bænum - það vill nefnilega svo heppilega til að það er nettenging þarna
Jæja, fór í sumarbústaðinn í gær og leiddist.. Ákvað að moka aðra stóra holu...
Ekki neitt merkilegt að horfa á svosem, aðallega bara mold og drulla.. En þetta verður vonandi orðið fínt í ágúst eða svo
Planið er að láta renna af ofnunum í nýju holuna, þaðan svo smá "lækur" í gömlu tjörnina og svo dæla úr gömlu í nýju til að lækurinn verði aðeins vatnsmeiri og það sé aðeins meiri hreyfing á vatninu þarna.
Þar sem þetta 3-4faldar vatnsmagnið í þessu tjarnaprojecti mínu þá verður vatnið vonandi ekki alveg jafn heitt í tjörninni.. kemur í ljós
Þetta var uþb 2-3ja tíma mokstur, á eftir að moka aðeins meira og finna mér dúk í þetta...
Ekki neitt merkilegt að horfa á svosem, aðallega bara mold og drulla.. En þetta verður vonandi orðið fínt í ágúst eða svo
Planið er að láta renna af ofnunum í nýju holuna, þaðan svo smá "lækur" í gömlu tjörnina og svo dæla úr gömlu í nýju til að lækurinn verði aðeins vatnsmeiri og það sé aðeins meiri hreyfing á vatninu þarna.
Þar sem þetta 3-4faldar vatnsmagnið í þessu tjarnaprojecti mínu þá verður vatnið vonandi ekki alveg jafn heitt í tjörninni.. kemur í ljós
Þetta var uþb 2-3ja tíma mokstur, á eftir að moka aðeins meira og finna mér dúk í þetta...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ekki vandamálið
Datt líka í hug að henda öllum gúbbíseiðunum sem ég er með þarna ofaní... Ef mér tekst að halda tjörninni einhversstaðar á milli 20 og 30 gráða þá ætti ég að eiga uþb 8 BILLION gúbba eftir 3-5 mánuði.
Datt líka í hug að henda öllum gúbbíseiðunum sem ég er með þarna ofaní... Ef mér tekst að halda tjörninni einhversstaðar á milli 20 og 30 gráða þá ætti ég að eiga uþb 8 BILLION gúbba eftir 3-5 mánuði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Hæ Keli
Yessss, nú líst mér á þig!
..okay, fyrst nokkrar spurningar;
Sko, þú nefndir áður að þig langar til að hafa tjörnina 20-30 stiga heita allt árið, en núna er 3000 lítra tjörnin 33 gráður
-er ekki um að gera að hafa hana enn stærri??
Málið er það, að flestir sjá eftir því að hafa ekki haft tjörnina sína enn stærri í byrjun og fara því í að stækka hana seinna meir.
Þú ert með stórt svæði sem mun nýtast mjög vel fyrir stóra tjörn, jafnvel 10-15 þúsund lítra
Mér líst frábærlega á það að hafa dælu í tjörninni til að auka rennlið í læknum, þú getur svo slökkt á henni á veturna til að kæla ekki vatnið um of ef frost er úti
Auðvitað kostar þetta allt peninga - en trúðu mér - þó að stofnkostnaðurinn verði hár þá áttu ekki eftir að sjá eftir því seinna meir!
-Því mér finnst miklu vænlegri kostur fyrir þig að hafa eina stóra tjörn en tvær minni..
-og að tvær minni tjarnir með læk á milli, munu kæla vatnið miklu meira en ef tjörnin er ein stór.
Til dæmis næsta vetur, þá værir þú með 2 minni tjarnir og læk á milli .. endilega segðu mér ef ég er að misskilja eitthvað
Hafðu því tjörnina eins djúpa og kostur er, allavega 1meter - helst 1.20 á dýpt. Það er nóg að hluti af henni sé þetta djúpur, t.d. næst miðju.
Þetta er til þess að fiskarnir þínir geti leitað í heitara vatn á meira dýpi ef að kuldakast að vetri til kælir tjörnina snögglega .. því að þó að loftkæling og vetrarvindar snöggkæli vatnið á yfirborðinu þá nær það ekki að kólna eins mikið eða snöggt nær botninum - því að þú verður með sírennsli (og vonandi stóra+djúpa tjörn )
Varðandi dúk og dælu; vil benda þér á netverslunina
http://www.gosbrunnar.is
Þar er miklu lægra verð en í t.d. Garðheimum, getur munað 50% á verði.
Ég keypti sjálf tjarnardúkinn minn þar, þeir eru einnig með góðar dælur frá Oase, sem eru mjög endingargóðar og vandaðar dælur.
Okay, annað sem mig langar að spyrja þig að;
-hvernig gróður hefur þú hugsað þér að hafa í tjörninni?
Hrikalega er ég ánægð með þig GO FOR IT all the way!!
Yessss, nú líst mér á þig!
..okay, fyrst nokkrar spurningar;
Sko, þú nefndir áður að þig langar til að hafa tjörnina 20-30 stiga heita allt árið, en núna er 3000 lítra tjörnin 33 gráður
-er ekki um að gera að hafa hana enn stærri??
Málið er það, að flestir sjá eftir því að hafa ekki haft tjörnina sína enn stærri í byrjun og fara því í að stækka hana seinna meir.
Þú ert með stórt svæði sem mun nýtast mjög vel fyrir stóra tjörn, jafnvel 10-15 þúsund lítra
Mér líst frábærlega á það að hafa dælu í tjörninni til að auka rennlið í læknum, þú getur svo slökkt á henni á veturna til að kæla ekki vatnið um of ef frost er úti
Auðvitað kostar þetta allt peninga - en trúðu mér - þó að stofnkostnaðurinn verði hár þá áttu ekki eftir að sjá eftir því seinna meir!
-Því mér finnst miklu vænlegri kostur fyrir þig að hafa eina stóra tjörn en tvær minni..
-og að tvær minni tjarnir með læk á milli, munu kæla vatnið miklu meira en ef tjörnin er ein stór.
Til dæmis næsta vetur, þá værir þú með 2 minni tjarnir og læk á milli .. endilega segðu mér ef ég er að misskilja eitthvað
Hafðu því tjörnina eins djúpa og kostur er, allavega 1meter - helst 1.20 á dýpt. Það er nóg að hluti af henni sé þetta djúpur, t.d. næst miðju.
Þetta er til þess að fiskarnir þínir geti leitað í heitara vatn á meira dýpi ef að kuldakast að vetri til kælir tjörnina snögglega .. því að þó að loftkæling og vetrarvindar snöggkæli vatnið á yfirborðinu þá nær það ekki að kólna eins mikið eða snöggt nær botninum - því að þú verður með sírennsli (og vonandi stóra+djúpa tjörn )
Varðandi dúk og dælu; vil benda þér á netverslunina
http://www.gosbrunnar.is
Þar er miklu lægra verð en í t.d. Garðheimum, getur munað 50% á verði.
Ég keypti sjálf tjarnardúkinn minn þar, þeir eru einnig með góðar dælur frá Oase, sem eru mjög endingargóðar og vandaðar dælur.
Okay, annað sem mig langar að spyrja þig að;
-hvernig gróður hefur þú hugsað þér að hafa í tjörninni?
Hrikalega er ég ánægð með þig GO FOR IT all the way!!
Aðal ástæðan fyrir því að ég var að hugsa um að hafa þetta 2 tjarnir er að ég tími eiginlega ekki að rífa upp dúkinn sem ég var kominn með og gera litlu tjörnina stærri.. Rándýrir þessir dúkar þannig að mér datt í hug að komast að málamiðlun með því að hafa þennan "læk" þarna á milli. Þessi lækur verður líklega líkari skurði þegar þetta er tilbúið hvorteðer, þannig að það ætti ekki að vera neitt stórkostlegt hitatap á því að hafa þetta svona.
Gott point samt - ég var ekki búinn að hugsa mikið útí hitatapið. Gæti verið að ég breyti plönunum aðeins til þess að gera betur ráð fyrir því.
Hitinn er samt það mikill og flæðið af ofnunum í bústaðnum það mikið að tjörnin er alveg furðu heit. Meiraðsegja í vetur í mesta kuldanum var hitinn töluvert yfir 30 gráðum, amk þar sem ég mældi hann.
Ég var einmitt búinn að sjá gosbrunnar.is, sýnist þetta vera málið, þarf að hafa samband við þá samt og sjá hvort það sé ekki hægt að kaupa einhvern annan dúk en 4m breiðan í metratali frekar en rúllutali. Stærðin á tjörninni fer aðeins eftir því hvað ég get fengið breiðan dúk. Ekki fer ég að kaupa heila rúllu af 8m breiðum dúk - Þá verður sumarbústaðalóðin orðin að stöðuvatni og kreditkortið mitt fuðrað upp.
Ég hef ekkert pælt í hvaða gróður ég hef í tjörninni. Það er líklega eitthvað erfitt að halda gróðri lifandi þarna þar sem það kemur líklega ekki til að vera neitt sérstaklega mikið af næringarefnum í tjörninni útaf sírennslinu... Það væri samt gaman að prófa einhverjar liljur, t.d. Nymphaea "Mrs Richmond" eða einhverja álíka harðgera plöntu.
Gott point samt - ég var ekki búinn að hugsa mikið útí hitatapið. Gæti verið að ég breyti plönunum aðeins til þess að gera betur ráð fyrir því.
Hitinn er samt það mikill og flæðið af ofnunum í bústaðnum það mikið að tjörnin er alveg furðu heit. Meiraðsegja í vetur í mesta kuldanum var hitinn töluvert yfir 30 gráðum, amk þar sem ég mældi hann.
Ég var einmitt búinn að sjá gosbrunnar.is, sýnist þetta vera málið, þarf að hafa samband við þá samt og sjá hvort það sé ekki hægt að kaupa einhvern annan dúk en 4m breiðan í metratali frekar en rúllutali. Stærðin á tjörninni fer aðeins eftir því hvað ég get fengið breiðan dúk. Ekki fer ég að kaupa heila rúllu af 8m breiðum dúk - Þá verður sumarbústaðalóðin orðin að stöðuvatni og kreditkortið mitt fuðrað upp.
Ég hef ekkert pælt í hvaða gróður ég hef í tjörninni. Það er líklega eitthvað erfitt að halda gróðri lifandi þarna þar sem það kemur líklega ekki til að vera neitt sérstaklega mikið af næringarefnum í tjörninni útaf sírennslinu... Það væri samt gaman að prófa einhverjar liljur, t.d. Nymphaea "Mrs Richmond" eða einhverja álíka harðgera plöntu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Jæja, loksins fékk ég dúkinn og djöflaðist aðeins í þessu í dag.
60 m^2 af dúk, heldur ríflegt en gerði þetta mun þægilegra að vinna með. Það var furðu lítill afgangur á endunum þegar þetta var komið ofaní holuna.
Sæmilegasta hola líka..
Eitthvað að reyna að koma þessu fyrir ofaní holunni
Fyrstu droparnir
Þetta virðist allt vera voðalega pent og lítið þarna, en mér finnst þetta andskoti stórt. Tjörnin er nógu djúp þannig að vatnið nái manni c.a. upp í mitti þegar hún er full, og svo er þetta 6-7 metra langt, og um 3ja metra breitt. Foreldrar mínir eru enn upp í bústað og hún er ekki enn orðin full, en svona leit hún út áður en ég fór.
Svo heilsaði ég líka upp á þessa fyrst ég var þarna:
60 m^2 af dúk, heldur ríflegt en gerði þetta mun þægilegra að vinna með. Það var furðu lítill afgangur á endunum þegar þetta var komið ofaní holuna.
Sæmilegasta hola líka..
Eitthvað að reyna að koma þessu fyrir ofaní holunni
Fyrstu droparnir
Þetta virðist allt vera voðalega pent og lítið þarna, en mér finnst þetta andskoti stórt. Tjörnin er nógu djúp þannig að vatnið nái manni c.a. upp í mitti þegar hún er full, og svo er þetta 6-7 metra langt, og um 3ja metra breitt. Foreldrar mínir eru enn upp í bústað og hún er ekki enn orðin full, en svona leit hún út áður en ég fór.
Svo heilsaði ég líka upp á þessa fyrst ég var þarna:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vatnið mun renna úr næst myndavélinni á seinustu myndinni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fer útí hraun, er búinn að moka holu, ansi djúpa sem þetta týnist í
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Andri Pogo wrote:nú spyr ég kannski einsog kjáni, en þegar þú talar um að setja fiska í tjörnina og það er kannski ekki neinn hjá þeim dagsdaglega... hvað borða þeir?
Bara það sem úti frýs! Ekki mitt vandamál
Á sumrin er hellingur af þörungi, flugu, brunnklukkum. lirfum og fleiri pöddum fyrir minni fiska. Svo þegar/ef það kemur rtc í tjörnina einhvertíman þá getur hann bara étið fuglana sem koma til að fá sér að drekka
Svo hendir maður einhverju þangað þegar maður er þarna, á sumrin er einhver þarna næstum hverja helgi og á veturna er kíkt reglulega á þetta. T.d. ætla ég að byrja á að setja gúbbí í þetta - ég geri ráð fyrir að yfir sumarið sé nóg æti og þeir ættu að fjölga sér helling, og svo fellur eitthvað af "stofninum" niður yfir veturinn útaf fæðuleysi og jafnvel kulda. Þetta ætti að komast í einhverskonar jafnvægi á endanum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Hann hefur lítið að fara ef hann fer uppúr Ansi langt í næsta vatn.Andri Pogo wrote:ok hljómar mjög spennandi.
Hefuru eitthvað pælt í walking catfish? hann þolir alveg niður i 10° en kannski ekki sniðugt því hann myndi flytja úr tjörninni á endanum
Ég á reyndar einn, sem gæti vel endað þarna ofaní ef mér tekst að halda hita á tjörninni og svona.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
já einmitt, ekki gott að missa hann ef hann fer á eitthvað flakk og deyrkeli wrote:Hann hefur lítið að fara ef hann fer uppúr Ansi langt í næsta vatn.Andri Pogo wrote:ok hljómar mjög spennandi.
Hefuru eitthvað pælt í walking catfish? hann þolir alveg niður i 10° en kannski ekki sniðugt því hann myndi flytja úr tjörninni á endanum
Ég á reyndar einn, sem gæti vel endað þarna ofaní ef mér tekst að halda hita á tjörninni og svona.
Jæja, tók 2ja daga syrpu í að ganga frá í kringum tjörnina og svona og þetta er útkoman:
Vatnið rennur úr henni í grjóthrúgunni þarna neðarlega til vinstri. Var að reyna að hafa þetta svolítið náttúrulegt, svo þegar þetta fyllist af drullu og svona þá sér maður vonandi betur í "lækinn".
Einnig fór ég í smá píparaleik og vatnið virðist vera stabílt í rúmlega 27°C.
Í fóru 12stk gullfiskar, hafa verið í henni í 2 daga án vandræða, elta bara brunnklukkur og kroppa í drullu í botninum. Ákvað að byrja á gullfiskum þar sem þeir þola kulda og hita og allan fjandann, líka ódýrt ef það kæmi í ljós að það er einhver óþverri í vatninu sem fiskar fíla ekki
Var ekki með myndavél, bara símann þannig að myndirnar eru bara eins og þær eru
Vatnið rennur úr henni í grjóthrúgunni þarna neðarlega til vinstri. Var að reyna að hafa þetta svolítið náttúrulegt, svo þegar þetta fyllist af drullu og svona þá sér maður vonandi betur í "lækinn".
Einnig fór ég í smá píparaleik og vatnið virðist vera stabílt í rúmlega 27°C.
Í fóru 12stk gullfiskar, hafa verið í henni í 2 daga án vandræða, elta bara brunnklukkur og kroppa í drullu í botninum. Ákvað að byrja á gullfiskum þar sem þeir þola kulda og hita og allan fjandann, líka ódýrt ef það kæmi í ljós að það er einhver óþverri í vatninu sem fiskar fíla ekki
Var ekki með myndavél, bara símann þannig að myndirnar eru bara eins og þær eru
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Hef ekki séð neinn máf, en það gæti alveg verið að veiðibjöllur, tófur eða minkar væru í grenndinni... Það kemur bara í ljós
Hafði líka hugsað mér að vera með fiska sem eru ekki alveg jafn greinilegir, t.d. gúbbar eða eitthvað svoleiðis... Þá kannski ná þeir að fjölga sér jafn fljótt og þeir eru étnir.
Og kannski verður bara ekkert stolið úr tjörnini.. Afi minn er með tjörn ekki svo langt frá og hefur verið með gullfiska í henni og einu afföllin er þegar þeir hafa stokkið uppúr...
Hafði líka hugsað mér að vera með fiska sem eru ekki alveg jafn greinilegir, t.d. gúbbar eða eitthvað svoleiðis... Þá kannski ná þeir að fjölga sér jafn fljótt og þeir eru étnir.
Og kannski verður bara ekkert stolið úr tjörnini.. Afi minn er með tjörn ekki svo langt frá og hefur verið með gullfiska í henni og einu afföllin er þegar þeir hafa stokkið uppúr...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net