Við lentum í nokkrum hremmingum í sumar og töpuðum því miður nokkrum fiskum. Við komum heim úr sumarfríi og þá voru 8 tetrur dánar og einn sverðdragi. Búrið var undir eftirliti á meðan við vorum í burtu og viðkomandi hafði verið heima tveimur dögum áður. Líklegasta skýring þótti okkur að einn fiskur hafi dáið og þá hafa hinir farið í kjölfarið vegna mengunar í búrinu af dána fisknum. Eftirlifandi fiskar voru allir með hvítablettaveiki sem við læknuðum með salti og hækkuðu hitastigi eftir að hafa lesið okkur til hér á spjallinu. Eftirlifandi eru þrír mollar og tveir kvenkyns sverðdragar. Auk 11 sverðdragaseiða sem fæddust fyrir 2 vikum en þau eru í búri ofaní stóra búrinu og dafna vel. Þetta var í lok júlí.
Núna hefur búrið verið stabílt þar til í þessari viku, þá fór dalmatíu mollinn sem við erum með að synda undarlega. Liggja á botninum með sporðinn niður og hreyfir sig mjög hægt um búrið. Borðar samt vel. Hún er silfruð með svarta "dalmatíu" bletti og núna mér finnst eins og uggarnir á henni séu "stirðnaðir" á litinn. Kann ekki að lýsa því, eiginlega eins og þeir séu eins og marmari. Virka eins og þeir myndi molna ef potað væri í þá. Hún hreyfir líka sporðinn mjög lítið en hann er ekki beygður, engir ormar sjáanlegir, ekkert nudd, ekki hvítablettir og ekki seiðafull.
Nú spyr ég, er þetta eitthvða sem einhver reynsluboltinn hér kannast við? Finn ekkert hér á spjallinu sem gæti passað við þetta.
Ég er með 54l. búr með Eheim dælu ( held hún heiti Eheim 2008) og hitara. Ljósatími 8-9 tímar, fóðraðir 1x á dag í hæfilegu magni, vatnsskipti 30-40% með slöngu á 7-10 daga fresti.
Bestu kveðjur Bryndís
Dalmatíu mollie sem er lasin
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Hún er dáin núna greyið. En fróðlegt væri að vita hvað þetta væri ef einhver hefur hugmynd eða kannast við lýsinguna. Í lokin var hún nánast eins og hún gæti ekkert synt, eiginlega eins og hún hafi lamast hægt og rólega.
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Er ekki möguleiki á að þessi dalmatíu molli hafi bara verið að verslast upp vegna ellli?, ef seiðin eru í góðu formi finnst mér persónulega skrítið að eitthvað sé að í búrinu, spurning með hina, á meðan þið voruð í fríinu, hversu oft var gefið og hvernig, líka hvort hitinn hafi rokið upp þegar heitast var, kannski kemur einhver með viturlegri svör en ég.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Takk fyrir svarið
Búrið er á ganginum fyrir framan svefnherbergin, það er gluggalaust. Við fengum þennan molla í júní og auðvitað veit maður aldrei hvað þeir eru gamlir í búðinni. En hins vegar er þetta annar dalmatíu mollinn sem fer hjá okkur síðan í vor, báðir fengnir úr sömu búð. Hinn dó bara án fyrirvara, var dáin einn morguninn og ekkert sem amaði að sem við sáum. Aðrir fiskar hafa lifað þangað til að þetta fíaskó í sumarfríinu (júlí) varð og við töpuðum 9 fiskum á einu bretti.
Eftirlifendur núna, tveir mollar, tveir sverðdragar og 11 seiði eru hin sprækustu.
Búrið er á ganginum fyrir framan svefnherbergin, það er gluggalaust. Við fengum þennan molla í júní og auðvitað veit maður aldrei hvað þeir eru gamlir í búðinni. En hins vegar er þetta annar dalmatíu mollinn sem fer hjá okkur síðan í vor, báðir fengnir úr sömu búð. Hinn dó bara án fyrirvara, var dáin einn morguninn og ekkert sem amaði að sem við sáum. Aðrir fiskar hafa lifað þangað til að þetta fíaskó í sumarfríinu (júlí) varð og við töpuðum 9 fiskum á einu bretti.
Eftirlifendur núna, tveir mollar, tveir sverðdragar og 11 seiði eru hin sprækustu.
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Já ok, það getur verið að þessi tegund af Molly sé eitthvað viðkvæmari en aðrir fiskar í búrinu, til dæmis vegna hita og kulda breytinga, fæðu, gæði vatnsins ofl. ofl., Það geta nú kanski einhverjir spjallverjar hér komið með betri tilgátu.
Og gæti svo ekki gæði vatnsins hafa farið í kalda kol um tíma á meðan þú varst í fríinu? og hinir drepist þesvegna. það geta verið ótal ástæður, en þar sem þú varst ekki að hugsa um búrin á þeim tíma er vont fyrir þig að spá í hvað hafi skéð, nema sá eða sú sem hugsaði um búrin á meðan geti útskírt eitthvað fyrir þér.
Og gæti svo ekki gæði vatnsins hafa farið í kalda kol um tíma á meðan þú varst í fríinu? og hinir drepist þesvegna. það geta verið ótal ástæður, en þar sem þú varst ekki að hugsa um búrin á þeim tíma er vont fyrir þig að spá í hvað hafi skéð, nema sá eða sú sem hugsaði um búrin á meðan geti útskírt eitthvað fyrir þér.
Last edited by Sibbi on 31 Aug 2013, 08:51, edited 1 time in total.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Jú, það er líkleg skýring vegna þeirra sem dóu í sumar. En varðandi dalmatíu mollann sem dó núna, þá er mánuður síðan hinir dóu og því ætti búrið að vera orðið stapílt og þess vegna var ég að velta fyrir mér hvað hefði möglega geta komið upp á núna. Líka af því hann hegðaði sé svo undarlega. En það má vera að þessi tegund sé viðkvæmari :-/
Re: Dalmatíu mollie sem er lasin
Hef ekki tekið eftir að Dalmatíu mollý minn er eitthvað viðhvæmari en hinir mollýarnir sem ég hafði í den. En mér grunar að ph hafi verið svoldið of hátt hjá þér, Mollý vill fremur harðara vatn en mjúkt og það getur valdið svona einkennum ef vatnagæðin eru ekki nógu góð. Væri gott að þú tækir próf til að tékka á ph og vatnagæðum hjá þér til að útiloka þetta. Veit ekki ef fiskabúðir hér á landi bjóða upp á þetta en það er spurn .