Byrjandi í vandræðum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gustafz
Posts: 1
Joined: 12 Aug 2013, 23:40

Byrjandi í vandræðum

Post by gustafz »

Sæl
Vona að það sé einhver hérna sem getur hjálpað mér.

Svo er mál með vexti að sonur minn fékk gullfisk í kúlu í afmælisgjöf fyrir ca. 3 vikum en fiskurinn hafði það ekkert allt of gott undir það síðasta þannig að við keyptum 54l fiskabúr í Dýralífi í síðustu viku. Degi eftir að gullfiskurinn fór í ný heimkynni þá fannst hann í loftdælunni að morgni sem vakti litla kátínu hjá fjölskyldunni.

Við fórum svo í Dýraríkið á sunnudag þ.s. við hittum fínan starfsmann sem taldi að fiskurinn hefði verið orðinn veikur og því hefði það verið of mikið sjokk fyrir hann að fara í búrið. Hann taldi þó ekki að vatnið í búrinu væri mengað og sagði að það væri í góðu lagi að kaupa 2 gullfiska í búrið og síðan þegar bakteríuflóran væri orðin góð þá gætum við jafnvel bætt við 2 stykkjum.

Þegar ég setti fiskana í búrið þá fór ég eftir leiðbeiningunum sem voru á pokanum sem þeir komu í og bætti hægt og rólega við vatni í pokann sem ég tók úr búrinu. Annar fiskurinn hafði það gott frá upphafi en hinn var ekki alveg jafn fjörmikill. Þegar ég kom heim í dag þá sá ég að þessi "hressi" var ekki alveg jafn hress og sá rólegri var kominn með hvíta svampkennda bletti á höfuð og þunna slykju á líkamann. Ég hringdi því í Dýraríkið og fékk þær leiðbeiningar að ég ætti að taka 30% af vatninu úr búrinu og setja 3 mtsk. af salti í það og bæta svo við nýju vatni. Ég gerði það en fyrir um 10 mín. þá var "hressi" fiskurinn dáinn en hinn er jafn rólegur og hann var í gær.

Ég veit ekki hvað er að bregðast hjá mér, tel mig hafa farið eftir öllum leiðbeiningum sem ég hef fundið á netinu: hef ekki gefið of mikinn mat, passa mig á að hafa kveikt á ljósi frá morgni til kvölds, er búinn að loka fyrir sólarljós í herbergið sem búrið er staðsett í, keypti bakgrunn á búrið til að skyggja það enn frekar frá hugsanlegu sólarljósi, hef loftdæluna í gangi öllum stundum, fiskanir áttu að passa vel saman þannig að ég átta mig ekki á hvað er að klikka. Ég skolaði búrið vel áður en ég tók það í notkun, klikkaði reyndar á að skola mölina, setti næringuna sem fylgdi með búrinu í vatnið í réttum hlutföllum en allt kemur fyrir ekki.

Ef einhver getur gefið mér góð ráð þá yrði þau vel þegin. Ég væri alveg til í að vera með 3-4 fiska í þessu búri en ég veit ekki hvort sonur minn höndli fleiri ótímabær dauðsföll

Setti með mynd af búrinu ef það er e-ð obvious klúður hjá mér sem ég hef ekki tekið eftir.

:grumpy:
Attachments
photo.JPG
photo.JPG (124.35 KiB) Viewed 16081 times
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Snjodufa »

Jæja en einu sinni eru dýrabúðir að kvelja þessa gullfiska.. 54 lítra búrið er allt of lítið fyrir 1 gullfisk, hvað þá 2 .. Þú ert að horfa á framtíðar kaup á 250 lítra búri fyrir þessa 2 gullfiska sem verða eftir 3 ár ef þú gefur þeim góð skilirði 20-30cm stórir.
Þarft að hafa þrusugóða dælu því þeir eru kúkavélar.. En hvað um það 25% vatnaskipti daglega fyrir þessa gullfiska/gullfisk (já daglega) því búrið er of lítið . Dæla 1 sinni á viku hreinsuð og þú tekur hitaran úr búrinu ef þú settir hitara í búrið.
18°c er vatna hiti sem þú þarft að halda fyrir þá. Gullfiskar VAXA EKKI EFTIR BÚRI.. Þeir verða hamlaðir í stærð sem veldur að þeir verða bæklaðir að innan og verða ófrjóir ásamt fullt af öðrum kvillum. Gullfiskar eru átvélar... þú þarft að gefa þeim 6-8 sinnum á dag lítið í einu . Verður að vera étið innan við 2 mínútna.. Það meira sem þeir stækka því meira magn þú gefur þeim, passaðu þig vel á gefa fóður með engu próteini því gullfiskar eru grænmetis ætur of mikið prótein og þeir fá fá bloat. Grænmeti alltaf í búrinu með matnum ekki halda að það sé nóg að gefa þeim grænmeti bara, gúrkur, kál, spínat etc og skipta daglega um grænmeti. appelsínu sneiðar 2 sinnum á viku og aðrir ávextir (ekki banana þó og nokkrir aðrir ávextir man ekki upp úr höfðinu á mér en þeim líkar vel við citrus ) . Samt mátt lauma 1 sinni á mánuði frosnar blóðorma í búrið sem treat.
Ohh já gullfiskar verða að vera 2 í það minnsta , þeim líður víst best með félagsskap.


Mistökin hjá þér er að fá þér búr og setja fiska strax í búrið. 2-4 vikur í það minnsta með tómt búr með bakteríum.. Ekki setja fiska í það fyrr en vatnaskilirðinn eru nógu góð. Gullfiskar eru kúkavélar og af því það eru engir gerlar til að brjóta niður amoniakið þá verður vatnið strax eitrað fyrir þá. Sem útskýrir dauðan í búrinu þínu, sýkingarnar etc.

Sandurinn í búrinu þínu verður að vera skiptur út því gullfiskar eiga til að gleypa steina , þarft því að kaupa þér grófa stóra steina þegar fiskurinn verður stærri.

Í sannleika sagt mæli ég með að þú skilar gullfiskinum, byrjar aftur með búrið og byrjar rétt. 4 vikur með búrið tómt af fiskum á meðan þú lætur vatnaskilirðinn laga sig, jafnvel með bakteríu flórunni sem þú bætir í. Fiskar sem ég mæli með í þetta littla búr, er 1-2 eplasnigill og sirka 8 -10 tetrur (sömu tegund ) eða tígrisbarba td. Ekki neina fiska sem verða stórir halda sig við smáa..

Tek það fram að ég er með project í gangi með að smíða mér 400-500 lítra búr sem ég ættla bara að hafa 2 gullfiska í :D , já bara 2 gullfiska ekkert annað og ætla að fá mér þá smáa í fyrstu því þeir lifa í sirka 20 ár í góðum skilirðum.. :P
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Squinchy »

Getur verið gaman að leyfa sér að detta í öfgar en tel það ekki alveg vera það sem gustafz er með í huga

Mæli með því að lesa þennan þráð: viewtopic.php?f=6&t=456

Einnig er þessi þráður hjálpsamlegur: viewtopic.php?f=14&t=8306

Það eitt að skilja búrið tómt í 2 - 4 vikur gerir ekkert annað en að láta það standa autt í 2 - 4 vikur og þú ert alltaf á byrjunar reit

um að gera að googla general fish care, skoða fiskaspjall.is og lesa þér til um eins og þú nennir, ekki taka því sem fólk segir sem eina rétta leiðin, það eru magrar leiðir að áfangastaðinum þú þarft að finna þá leið sem hentar þér
Kv. Jökull
Dyralif.is
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Snjodufa »

Standa tómt er búr með vatni dælu og allt í gangi en engum fiskum.. Erfitt fyrir mig að skrifa á íslensku núorðið. Eða tómt af fiskum.. Það eru engir fiskar start up fiskar..En hvaða öfgar ?


Gullfiskar eru tjarna fiskar fyrst af öllu, og þurfa mikið pláss... 250 lítra búr er raunarsagt of lítið fyrir 2 gullfiska , mælt með fyrir 1 gullfisk 220-250 lítra búr ..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Vargur »

Það byggir ekki upp neina flóru að láta búrið ganga fiskalaust.

Ég held að gustafz sé á réttri leið, bara verið óheppinn með fiska, nýlega innfluttir gullfiskar í verslunum eiga til að vera hálfslappir og það má búast við afföllum í fyrstu.
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Snjodufa »

Vargur wrote:Það byggir ekki upp neina flóru að láta búrið ganga fiskalaust.

Ég held að gustafz sé á réttri leið, bara verið óheppinn með fiska, nýlega innfluttir gullfiskar í verslunum eiga til að vera hálfslappir og það má búast við afföllum í fyrstu.

Þess vegna kaupirðu bacteriu í flösku 8) , sumir setja smá af fiskamati 1 sinni í viku en annars er það ekki svo mikill munur.. En það eru engir fiskar start fiskar í fiskabúr :grumpy: .. Þessvegna þarf maður að cycla búrin í nokkrar vikur og vera þolinmóð/ur.. Viðurkenni alveg að ég var pínu þreytt þarna og gleymdi að minnast á að það þarf að kaupa bacteriuflóru flösku til að bæta í vatnið ætti að vera í kringum 1000kallinn.. kannski meir.

En mæli með þessum linki, ef þú ert góð/góður í ensku..

http://www.myaquariumclub.com/goldfish- ... 74823.html
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by keli »

Baktería í flösku er það allra gagnslausasta sem þú getur keypt í fiskabúrið þitt..

Fyrir utan það að þó að bakteríuflöskurnar virkuðu (þær gera það ekki), þá þarf líka fiska til að gera fæðu fyrir bakteríurnar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Snjodufa »

keli wrote:Baktería í flösku er það allra gagnslausasta sem þú getur keypt í fiskabúrið þitt..

Fyrir utan það að þó að bakteríuflöskurnar virkuðu (þær gera það ekki), þá þarf líka fiska til að gera fæðu fyrir bakteríurnar.

þessvegna fiskamatur 1 sinni í viku.. bara smá til að gefa bakteriunum fæðu

En sama um það það er enginn fiskur samt sem startup fiskur í búr og amoniac bruni er ekki fallegt að sjá né að fiskarnir veikjast snögglega vegna þennan bruna .. Og hvað er gott við að fá sýkingu í búrið strax vegna þess að þú cyclar ekki búrið og þú endar upp á að byrja upp á nýtt?
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Sibbi »

Ég hef ALDREI sett bakteríustartupefni í búr hjá mér, og aldrei lent í vandræðum með að starta upp búri, það eru til ýmisleg trix til að starta búri, ég tala nú ekki um ef fleiri búr eru á heimilinu.
Tek undir með Varginum.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Snjodufa
Posts: 45
Joined: 05 Jul 2013, 10:16

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Snjodufa »

Sibbi wrote:Ég hef ALDREI sett bakteríustartupefni í búr hjá mér, og aldrei lent í vandræðum með að starta upp búri, það eru til ýmisleg trix til að starta búri, ég tala nú ekki um ef fleiri búr eru á heimilinu.
Tek undir með Varginum.

Hef ekki sjálf lent í miklum vandræðum með það sjálf, með að nota bakteríu start efni hjá mér en man þegar ég var ung stúlka og startaði mínu fyrsta stóra fiskabúri og mér var selt gullfisk sem startup fiskur í það búr..

Ég vissi ekki að svörtu blettirnir á gullfiskinum sem komu og fóru seinna meir, voru amoniak bruni, fiskurinn lifði en þurfti að gefa meðal í búrið vegna sýkingar sem fiskurinn fékk vegna amoniak brunans seinna meir og gat ekki bætt fiskum í búrið í 2-3 vikur eða meir á meðan meðala kúrinn var að gera sitt gagn svo stokkaði ekki búrið fyrr en eftir nokkra mánuði frá kaupum . Að vísu var þetta 80 lítra búr eða 100 lítra man ekki.. var með 6 gullfiska í því , 2 brúno og 4 vatnafroska í því í næstum 9 ár .
Vatna skipti 50% á hverjum degi þó og ég var 8 ára gömul vissi ekki betur með hvað ég ætti að setja í búrið. En var þrusudugleg að þrífa þetta búr í öll þessi ár en tók oft eftir amoniak bruna á gullfiskunum . En þetta var 1985-6 .. Vildi óska að ég hafði haft netið þá :( Skammast mín fyrir að hafa haft svona rosalega overstocked búr...

Ég hef cyclað 400 lítra búr með bakteríu startup og var með fullkomnar mælingar þegar ég setti fiska í búrið yfir mánuði seinna. Að vísu setti ég fiskamat í búrið bara smá 1 sinni í viku því mér var mælt með því (ekki með það búr lengur) . En hef gert það sama með smærri búr og sleppti því að setja mat í það en var með lifandi gróður í þeim búrum sem gætu verið ástæðan afhverju allt var flott þegar tíminn fyrir mig var að setja fiska í þau búr (2 mánuðir án fiska til að gefa gróðrinum góðan start tíma).
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: Byrjandi í vandræðum

Post by Svavar »

Ég er sammála Varg, ég held að þú hafir verið óheppinn með fiska að þessu sinni.

Svona í upphafi þá mæli ég með þessu:

1. Eins og þú gerðir að láta pokann í búrið og leifa hitastiginu að jafna sig 15-20 mín ætti að vera passlegt.
2 opnaðu pokann og láttu vatnið úr búrinu flæða í pokann áður en þú sleppir þá jafnar sýrustigið sig í vatninu.
3. fóðraðu sparlega eftilvill ekkert fyrsta sólahringinn.
4. Það er dauðans mikilvægt þetta með að fóðra rétt ef þú gefur of mikið mengar þú vatnið strax og þá er voðinn vís, láttu það nægja að fóðra einu sinni á dag og þannig að fiskarnir borði allt á stuttum tíma því annars fúlnar vatnið fljótlega og mengun hleðst upp. EINU SINNI Á DAG !!! til að byrja með.
5. Vatnskipti 30-40 % aðra hverja viku væri príðilegt nema eitthvað komi uppá. vatnið sem þú setur í búrið á að vera í sama hitastigi og vatnið í búrinu.
6. ALDREY skipta út vatni og nota salt á sama tíma.......það er dauðagildra.
7. Með búrstærðina og gullfiskafjöldan sem þér var gefið upp í Dýraríkinu af starfsmanni vil ég segja að hann hefur pínu til síns máls,,,, fiskar eru misjafnlega plássfrekir og gullfiskar eru næjusamir, það er talað um ca 10 lítra per fisk og ef þeir eru smáir (venjuleg sölustærð) þá stækka þeir mynna í smáu umhvervi, ég er sammála starfsmanninum að það ætti að vera "óhætt" með 4-5 í þessu búri. sjálfur er ég með koi sem eru 50 cm og það gefur augaleið að þú treður ekki svoleiðis fisk í lítið búr, en nettir þrísporðungar eru fínir í búrið þitt og oftast skemmtilegir á að horfa.
8. ef þú ert svo heppin að þekkja einhvern annan sem er með fiskabúr með heilbrigðum fiskum í gæti verið kostur að fá pínu "drullu" út hans búri þar að segja taka dæluna og kreista svampinn í poka og setja svo óhreina vatnið í búrið þitt, þannig startar þú upp flóru strax.
Láttu nú ekki bugast þó að þú hafir lent í hrakningum til að byrja með þetta kémur allt saman. Síðustu 40 ár hava ekki alltaf verið tóm sæla og dans á rósum en ég þrauka nú enn og hef gaman af að sulla enþá. Baráttu kveðja og vonandi hjálpar þetta þér eitthvað Svavar Sigurðsson.

PS: Kíktu á heimasíðuna ;O)
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply